Úrval - 01.10.1976, Síða 18
16
ÚRVAL
Ævaforn aðferð hjálpar nú fólki um víða veröld
tilþess að verða betur á sig komið líkamlega, til
þess að slaka á andlega og til þess að verjast
árásum hins illvígasta árásarmanns.
KARATE—
ÖFLUGT VOPN
ÁN ÁHALDA
— Bill Surface —
ng kona kemur út úr
búningsherberginu
klædd hólkvíðum, hvít-
um ,,gi”, tvískiptum
æfíngabúningi úr baðm-
ull, sem nær næstum niður á naktar
tær hennar. Svo slæst hún í hóp 28
karla og kvenna, hneigir sig fyrir
lágvöxnum, stranglegum, ungum
„meistara”, og næstu klukkutxmana
hlýðir hún stuttum fyrirskipunum
hans viðstöðulaust.
Þrátt fyrir einbeitni sína hlýtur
hún ekki annað en ygglisvip að
launum frá kennara sínum. Aðrir í
— Or The American
hópnum, sem halda að þeir hafí
tekið framförum, hljóta ekki annað
að launum er grettur einar. En einu
kvartanirnar, sem heyrast, eru samt
þær, að æfíngarnar skuli ekki standa
enn lengur. Þetta er hluti hóps eins í
Chicago, sem er að læra karate, hið
athyglisverða sjálfsvarnarkerfí, sem
gerir jafnvel 45 kílóa stúlku fært að
ráða niðurlögum árásarmanns, sem er
mun sterkari en hún.
Karatekerfið var í 15 aldir sam-
fleytt vel varið leyndarmál Austur-
landa, en er nú að verða almennings-
eign um víða veröld sem skemmtun,
Legion Magazine —