Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 14
12
URVAL
vantaði nægileg sönnunargögn um,
að þau væm hættulaus fyrir fólk:
Cyclamöt: í venjulegri flösku af
sykurlausum gosdrykk hefur líklega
verið 1/4 úr grammi upp í 1 gramm
af sodium cyclamate. Fullorðinn
maður yrði að drekka frá 138 til
552 slíkar flöskur á dag ti! þess að
innbyrða sambærilegt magn af efni
þessu og olli krabbameini í músum
og rottum.
Calamusolta: Þetta er bragðbæti-
efni. Fullorðinn maður yrði að
drekka um 280 lítra af vermouth
á dag til þess að innbyrða sambæri-
legt magn og varð krabbameinsvald-
ur í rottum.
Safrole. Þetta bragðbætiefni er
notað í gosdrykkinn „rótarbjór”.
Fullorðinn maður yrði að drekka 613
flöskur (af venjulegum gosdrykkjar-
flöskum) af þessum drykk daglega
eða éta rúmlega 200 pund af brjóst-
sykri eða öðru svipuðu sæigæti, sem
inniheldurslíkt bragðefni, daglega til
þess að innbyrða sambærilegt magn
og olli krabbameini í rottum.
Slík dæmi virðast fáránleg. En
Delaney-lagagreinin bannar, að við-
bótarefnum sem kynnu að valda
krabbameiniídýrum eðamönnum, sé
bætt 1 matvæli, 1 hversu litlum mæli
sem slíkt er gert og hversu mikið gagn
fyrir heilsu og vellíðan almennings
slíkt kynni að hafa í för með sér og
hversu lttil sem hin hugsanlega
áhætta er.
,,Ég held, að dýratilraunir séu
óhjákvæmilegar til þess að meta til-
tölulega áhættu. En ég get ekki sam-
þykkt að við eigum að banna notkun
bragð- eða litarefna, hversu lítil sem
áhættan er, ’ ’ segir erfðafræðingurin
og nóbelsverðlaunahafinn Joshua
Lederberg prófessor. ,,Það er í raun-
inni alls ekki hægt að tryggja, að það
sé alls engin hætta samfara notkun
einhvers efnis eða einhverrar vinnslu-
aðferðar. Það er aðeins sanngjarnt
að spyrja, hvort kosturinn, sem fylgir
einhverju viðbótarefni, sé í réttu
hlutfalli við hugsanlega hættu fyrir
heilsu manna. ”
HÆTTULAUS SKAMMTUR?
Vísindamenn eru alls ekki á einu
máli um, hvaða tilraunir og prófanir
séu nægilega ömggar, þegar krabba-
meinshættan er annars vegar. Ósam-
komulag þeirra er fyrst og fremst
fólgið í mismunandi skoðunum
þeirra á, hvaða skammtur hinna
ýmsu efna megi teljast svo hættulaus,
að hann geti ekki valdið krabbameini.
Öldum saman hefur regla sú, sem
snertir notkun eiturefna, verið þessi:
,,Það er aðeins magn skammtsins,
sem gerir efni, að eitri.” (,,So!a
dosis facit venenum”). Það er jafnvei
ekki hægt að flokka arsenik sem eitur
eingöngu, því að það er notað til
lækninga 1 mjög litlum skömmtum.
Curare, hið banvæna eitur, sem
sumir indíánaflokkar Suður-Ameríku
nota, er nú notað til lækninga og
hefur reynst vel til þess að draga úr
vöðvaspennu og vöðvakrampa, og
hjartaörvunarefnið digitalis hefur