Úrval - 01.10.1976, Side 127
125
^Úrvalsljód
— Páll Ölafsson —
GÆTIÉG
Gæti ég með ljóðum lýst
láni mínu og raunum,
fyrir það ég fengi víst
faðmlög þín að launum.
Ef ég legði, ástin mín,
ævinlega í stefin
alla hjartans ást tii þín,
eldur hlypi í bréfin.
ÝLUSTRÁIN.
Veslings stráin veik og mjó
veina’ á glugga mínum,
kvíða fyrir kulda’ og snjó,
kviða dauða sínum.
Kvíði’ ég lífsins kulda’ og snjó,
kvíði dauðans vetri.
En ég skal ætíð þegja þó,
þetta’ er ég nú betri.
Að öðru leyti er ég strá,
eins og reynslan sýnir,
en það skal enginn á mér sjá
og ekki vinir mínir.
FYLGJURNAR
Þögn fylgir morgni,
þunglyndi degi,
söknuður kvöldi,
sártárnóttu.
Sælt er því að sofna,
sárt að vakna,
langt að lifa.
Líður allt um síð.
LÍFS ER ORÐINN LEKUR KNÖR
Lífs er orðinn lekur knör,
líka ræðin fúin,
hásetanna farið fjör
og formaðurinn lúinn.
Því er best að vinda’ upp voð,
venda undan landi
og láta byrinn bera gnoð
beint að heljar sandi.
Þar mun brim við bláan sand
brjóta’ um háa stokka.
En þegar ég kem á lífsins land,
ljær mér einhver sokka.