Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 104
102
ÚRVAL
bílinn. Um leið umhverfðist Kalli.
Hann æpti af reiði. Varirnar brettust,
og í ljós komu slæmar tennur sem
eiga erfitt með hundakex. Hann
öskraði hvers kyns svívirðingar yfir
bangsann sem reis upp við móðgun-
ina og mér virtist hann gnæfa langt
yfirRósínant. Ég lokaði gluggunum x
ofboði, rykkti bílnum til vinstri,
smaug fram hjá skepnunni og flýtti
mér svo áfram meðan Kalli lét öllum
illum látum við hliðina á mér og
lýsti i smáatriðum hvað hann hefði
gert við þennan björn hefði hann
náð til hans. Ég hef aldrei á ævinni
verið jafn steinhlessa. Að því er ég
best vissi hafði Kalli aldrei fyrr séð
bjarndýr og hafði alla tíð sýnt öllum
lífverum mesta umburðarlyndi. Þar
að auki er Kalli heybrók, svo rót-
gróinn heigull að hann hefur komið
sér upp tækni til að fela það. Samt
varð ekki betur séð en hann vildi
ólmur komast út og myrða bjarn-
dýr sem var þúsund sinnum þyngra
en hann. Ég skil þetta ekki.
Eftir smáspöl í viðbót komu tveir
birnir í ljós, og áhrifin voru tvöföld.
Kalli hreinlega brjálaðist. Hann
stökk yfir mig allan, bölvaði og
urraði, hvæsti og gólaði. Hvar hafði
hann lært þetta? Birnir voru í miklu
upplagi á þessum slóðum, og ferðin
varð að martröð. í fyrsta sinn á
ævinni tók Kalli engum sönsum, ekki
einu sinni höggi á eyrað. Hann varð
frumstætt rándýr óður í blóð óvin-
arins, og til þessarar stundar hafði
hann ekki átt óvini. Þegar hlé varð
milli bjarndýra nam ég staðar, tók
föstu taki um hálsband Kalla og
lokaði hann inni í húsinu aftan á. En
það kom fyrir ekki. Þegar við fórum
fram hjá öðrum bjarndýrum stökk
hann upp á borð og klóraði 1
gluggana til þess að reyna að ná til
þeirra. Ég heyrði dósamatinn hrynja
um allt undan látunum í honum.
Birnir löðuðu einfaldlega fram dr.
Hyde í Jekyll-hundinum mínum.
Hvað gat valdið þessu? Var það
óraforn minning þess tíma er úlfur-
inn var í honum? Ég þekki hann vel.
Við og við reynir hann að látast,
en það er bersýnilega lýgi. Ég sver,
að þetta var engin lýgi. Ég er sann-
færður um að hefði ég látið hann
lausan hefði hann ráðist á hvern þann
björn er við mættum og haft sigur
eða dauða.
Þetta var of taugastrekkjandi og
hrottalegt, eins og að sjá gamlan,
róiyndan vin verða vitskertan. Engin
náttúruundur, háir klettar, freyðandi
vatn og rjúkandi hverir gátu stöðvað
athygli mína meðan þessi djöful-
gangur hélst. Eftir fundinn við
fimmtu birnina gafst ég upp, snéri
Rósxnant við og hélt til baka. Ef ég
hefði stansað þar næturlangt og birn-
irnir hefðu laðast að matargerðarlist
minni, þorði ég ekki að ímynda mér
hvað gerast myndi.
Við hliðið hleypti sami maðurinn
mér út. ,,Þú varst ekki lengi. Hvar
er hundurinn?”
„Læstur inni í húsinu. Og ég bið
þig fyrirgefningar. Hundurinn hefur