Úrval - 01.10.1976, Side 87
85
þegar mikið lá við, þar til hann var
orðinn sannfærður um gildi þess.
Hann og starfsbróðir hans, Peter L.
Thompson, hófu síðan rannsóknir á
þessu efni í Peter Bent Brigham
sjúkrahúsi í Boston. Niðurstöður
þeirrar rannsóknar birtust nýlega í
The Journal of the American Med-
ical Association, og staðfesta þær
yfirburði hláturgass yflr súrefni eða
morfín, sem almennt er beitt til þess
að draga úr sársauka eftir hjartaáfall.
Health Digest.
HRINGDU í MÖMMU
Mæður í Dayton í Ohio, sem eiga í
einhverjum vandamálum með börn-
in sín — þó ekki svo alvarlegum að
þær leiti til læknis eða sálfræðings —
geta nú „hringt t mömmu.” Þessi
þjónusta er einkum ætluð þeim, sem
nú eru orðnar mæður t fyrsta sinn, og
eru hræddar um að þær geti ekki veit
nýfæðlingum sínum nægilega eða
rétta umönnun, segir Barbara And-
erson, sem er framkvæmdastóri
,,Hringdu í mömmu”-stofnunarinn-
ar. Nýbakaðar mæður halda gjarnan
að þeirra barn sé hið eina, sem vælir
af engri sjáanlegri ástæðu eða fær
afrifur af bleyjunni, segir hún líka.
Þessi þjónusta er rekin af sjálfboða-
liðum, sem allar eru reyndar mæður,
en hvorki lærðir læknar né sálfræð-
ingar.
Grit.
FROSIN BROS
Tannbankar, þar sem lifandi tenn-
ur eru geymdar djúpfrystar í allt
að ár, eru nú að verða að veruleika,
eftir vel heppnaðar tilraunir Per-0st-
en Söder í Karólínsku stofnuninni í
Stokkhólmi.
Hægt er að skera burtu tönn,
sem situr skakkt, og setja hana aftur í
réttaí einum uppskurði, en í sumum
tilfellum, sérstaklega ef bólga eða
ígerð er í gómnum, er betra að fresta
ísetningunni þangað til gómurinn er
orðinn heill heilsu. Fram til þessa
hefur tönnum verið komið fyrir í
næringarvökva undir slíkum kring-
umstæðum. en bannig geta bær
aðeins geymst óskemmdar í takmark-
aðan tíma. Við tilraunir Söders voru
21 tönn hraðfryst og þær síðan varð-
veittar við 197 gráðu frost á Selsíus.
Þegar þær höfðu verið þýddar og
settar á sinn stað varð ekki séð, að
þær hefðu skaðast hið minnsta.
The Times.
ILLT í BAKINU? — SITTU RÉTT.
I Bretlandi eru um 50 þúsund
manns frá vinnu á dag að meðaltali
vegna bakveiki. Hvers vegna? Söku-
dólgurinn er alltof oft húsgögnin sem
við notum, sérstaklega skrifstofuhús-
gögn. Við þekkjum þau öll: flatar,
óstillanlegar borðplötur, sem við
verðum að halla okkur yfír og lúta
fram á, stólar, sem líta vel út og
staflast vel (þegar þarf að láta þá í