Úrval - 01.10.1976, Síða 118
116
mínum og vindurinn öskraði við
hornið á yíirbyggingunni. Ef þið
haldið að ég sé að spinna upp
lygisögu um þennan hlut ferðarinn-
ar, hvernig skýrið þið þá að Kalli vissi
líka að ferðinni var lokið? Hann að
minnsta kosti er ekki dreymandi, hann
skapar sér ekki geðhrif. Hann svaf
með hausinn í kjöltu minni, leit
aldrei út um glugga, sagði aldrei
,,Ftt” eða hvatti mig til að stansa og
koma út. Hann gerði það sem gera
þurfti eins og svefngengill og lét
heilar raðir af ruslatunnum eiga sig.
Ef það sannar ekki fullyrðingu mína,
verður hún ekki sönnuð.
New Jersey var önnur hraðbraut.
Líkami minn var í taugalausu óþreyt-
anlegu tómarúmi. Sívaxandi umferð-
in umhverfis New York bar mig með
sér og allt í einu var vingjarnlegt
ginið á Holland göngunum fram
undan og hinum megin var Heima.
Lögreglumaður fiskað mig út úr
umferðarsnáknum og gaf mér merki
um að stansa. ,,Þú mátt ekki fara
gegnum göngin með gasið,” sagði
hann.
,,En það er skrúfað fyrir hylkin.”
„Skiptir ekki máli. Þetta em lög.
Má ekki fara með gas í göngin.”
Og allt í einu hrundi ég í sundur,
varð að þreytuhlaupi. ,,En mig
langar heim,” vældi ég. „Hvernig á
ég að komast heim.”
Hann var mér mjög góður, og
þolinmóður líka. Kannski átti hann
líka einhvers staðar heima. ,,Þú getur
farið upp eftir og yfir George Wash-
ÚRVAL
ington brúna, eða þú getur tekið
ferju.”
Þetta var á mesta umferðartíman-
um, en hinn góðsami lögreglumaður
hlýtur að hafa séð að ég væri líklegur
til að fá æðiskast. Hann stöðvaði
miskunarlausa umferðina og kom
mér af stað í rétta átt, allt með mestu
natni. Ég held hann hafi mest langað
til að skutla mér heim sjálfur.
Einhvern veginn fyrir kraftaverk
var ég allt í einu kominn í Hoboken-
ferjuna og þaðan á land, langt niðri
frá með daglega örvæntingarumferð
útborgarbúanna hlaupandi og æð-
andi og stökkvandi framan við mig,
þeir hlýddu engum merkjum. Ég
beygði og beygði aftur, fór vitlaust
inn í einstefnuakstursgötu og varð að
bakka út, strandaði á miðjum kross-
götum með ólgandi fólksflaum á alla
vegu.
Loks stansaði ég við gangstétt þar
sem ekki mátti stansa, hallaði mér
afturábak í sætinu og hló og gat ekki
hættaaðhlæja. Hendurmínar, hand-
leggir og axlir skulfu af ökuþreytu.
Gamaldags lögga með írautt and-
lit og frostblá augu laut inn um
gluggann og yfir mig. ,,Hvað er að
þér, bróðir?” spurði hann.. ,,Ertu
fullur?”
„Lögregluþjónn,” sagði ég. ,,Lög-
regluþjónn, ég hef ekið þessum bíl
um öll Bandaríkin, yfir fjöll, sléttur,
eyðimerkur. Nú er ég kominn aftur
heim í borgina mína, þar sem ég á
heima — og ég er villtur.”
Hann hló glaðlega. ,,Það er nú