Úrval - 01.10.1976, Side 118

Úrval - 01.10.1976, Side 118
116 mínum og vindurinn öskraði við hornið á yíirbyggingunni. Ef þið haldið að ég sé að spinna upp lygisögu um þennan hlut ferðarinn- ar, hvernig skýrið þið þá að Kalli vissi líka að ferðinni var lokið? Hann að minnsta kosti er ekki dreymandi, hann skapar sér ekki geðhrif. Hann svaf með hausinn í kjöltu minni, leit aldrei út um glugga, sagði aldrei ,,Ftt” eða hvatti mig til að stansa og koma út. Hann gerði það sem gera þurfti eins og svefngengill og lét heilar raðir af ruslatunnum eiga sig. Ef það sannar ekki fullyrðingu mína, verður hún ekki sönnuð. New Jersey var önnur hraðbraut. Líkami minn var í taugalausu óþreyt- anlegu tómarúmi. Sívaxandi umferð- in umhverfis New York bar mig með sér og allt í einu var vingjarnlegt ginið á Holland göngunum fram undan og hinum megin var Heima. Lögreglumaður fiskað mig út úr umferðarsnáknum og gaf mér merki um að stansa. ,,Þú mátt ekki fara gegnum göngin með gasið,” sagði hann. ,,En það er skrúfað fyrir hylkin.” „Skiptir ekki máli. Þetta em lög. Má ekki fara með gas í göngin.” Og allt í einu hrundi ég í sundur, varð að þreytuhlaupi. ,,En mig langar heim,” vældi ég. „Hvernig á ég að komast heim.” Hann var mér mjög góður, og þolinmóður líka. Kannski átti hann líka einhvers staðar heima. ,,Þú getur farið upp eftir og yfir George Wash- ÚRVAL ington brúna, eða þú getur tekið ferju.” Þetta var á mesta umferðartíman- um, en hinn góðsami lögreglumaður hlýtur að hafa séð að ég væri líklegur til að fá æðiskast. Hann stöðvaði miskunarlausa umferðina og kom mér af stað í rétta átt, allt með mestu natni. Ég held hann hafi mest langað til að skutla mér heim sjálfur. Einhvern veginn fyrir kraftaverk var ég allt í einu kominn í Hoboken- ferjuna og þaðan á land, langt niðri frá með daglega örvæntingarumferð útborgarbúanna hlaupandi og æð- andi og stökkvandi framan við mig, þeir hlýddu engum merkjum. Ég beygði og beygði aftur, fór vitlaust inn í einstefnuakstursgötu og varð að bakka út, strandaði á miðjum kross- götum með ólgandi fólksflaum á alla vegu. Loks stansaði ég við gangstétt þar sem ekki mátti stansa, hallaði mér afturábak í sætinu og hló og gat ekki hættaaðhlæja. Hendurmínar, hand- leggir og axlir skulfu af ökuþreytu. Gamaldags lögga með írautt and- lit og frostblá augu laut inn um gluggann og yfir mig. ,,Hvað er að þér, bróðir?” spurði hann.. ,,Ertu fullur?” „Lögregluþjónn,” sagði ég. ,,Lög- regluþjónn, ég hef ekið þessum bíl um öll Bandaríkin, yfir fjöll, sléttur, eyðimerkur. Nú er ég kominn aftur heim í borgina mína, þar sem ég á heima — og ég er villtur.” Hann hló glaðlega. ,,Það er nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.