Úrval - 01.10.1976, Síða 81
79
^Börhiii
okkar
í þennan þátt leggja lesendur sjálfir
til efnið. Hver saga, sem birt er, er
launuð með 500 krónum, auk þess
sem þeir, sem sendandinn fær sent
heftið, sem sagan birtist í. Utan-
áskriftin er: Tímaritið Úrval, Póst-
hólf 533, Reykjavík.
Eitt sinn gekk mér illa að svæfa son
minn á fyrsta ári, og kvartaði ég yfir
því. Þá gellur í bróður hans, sem var
á þriðja ári: ,,Þetta er enginn vandi,
mamma. Það þarf bar að stinga fingr-
inum í augun á honum, þá lokast
þaustrax.”
Einu sinni var hér kvenfélagsfundur.
Fóru konurnar þá að gera sér það tii
gamans að stíga á baðvigt. Þótti
þeim vogin segja þær ótrúlega þung-
ar, en þær vom nú margar nokkuð
holdmiklar. Ég sagði þeim, að vogin
væri víst vitlaus, hún myndi segja
þær talsvert þyngri en þær væm. Þá
segir sonur minn, fiögra ára gamall:
,,Vogin er ekkert vitlaus, mamma,
þær vilja bara ekki trúa því, að þær
séu svona feitar.
H.H.
Sjö ára stúlka úr kaupstað hefur
verið hjá mér í þrjú sumur og alltaf
hlakkað til að koma aftur að vori.
Síðastliðið haust hafði þó nokkuð
kastast í kekki með henni og öðmm
börnum hér á bænum, svo hún var
hreint ekkert ákveðin í því, hvort hún
kæmi nokkuð næsta vor. Um pásk-
ana kom hún í heimsókn og spurði
ég hana þá, hvort hún ætlaði að
koma til mín í vor. Hún svaraði:
„Mamma segir að ég megi alveg
ráða því; hún segir að ég þurfi ekki
að fara til þín ef ég vil það ekki,
en ég megi það ef ég vil.” Síðan
bætti hún við með breiðu brosi:
,,En ég er sko alveg ákveðin í því
að koma hingað t vor, hvort sem ég
vil eða vil ekki.”
H.H.