Úrval - 01.10.1976, Side 6

Úrval - 01.10.1976, Side 6
4 ÚRVAL eða Katie, hin samviskusama 16 ára gamla dóttir okkar, sem ætlaði að spyrja mig hvað hún ætti að þíða fyrir kvöldmatinn. ,,Halló,” sagði ég. Það komekkert svar. „Halló!” sagði ég aftur, og heyrði þá lágt og óskírt: „Mamma, komdu heim.” Það var Katie. Það var eitthvað að. ,,Hvað er að?” hrópaði ég. ,,Komdu heim... komdu... gerðu það,” var eina svarið. Ég þekkt varla rödd hennar. ,,Ég er að koma, Katie, en hvað er að? Hvað hefur komið fyrir?” ,,Ég tóksvefn... svefn... svefn...” Ég heyrði símtólið falla á gólfið. Og síðan ekki meir. Stutta, hræðilega stund hreyfði ég mig ekki, lömuð af skelfingu. Svo tók ég að fálma í veskið mitt eftir bíllyklunum. „Viltu senda sjúkrabíl heim til mín,” stamaði ég svo við safnaðarritarann. ,,Viljið þið koma Katie á spítalann.” Svo þaut ég út í bíl. Ég kom til spítalans rétt á eftir sjúkrabtl Katie. Mér var ekki hleypt til hennar. Ég var skjálfandi af kvíða, þegar ég hringdi til Mike. ,,Komdu til sjúkra- hússins, Mike,” sagði ég. ,,Það kom slys fyrir Katie.” Og 1 fyrsta sinn síðan ég fékk fréttirnar brast ég í grát. Hjúkrunarkonan tók símann af mér og leiddi mig inn í litla biðstofu, þaðan sem ég sá dyrnar á stofunni, sem Katie lá inni á. Ég var enn í leikbúningnum. Mér var rétt sama. Mínúturnar þumlunguðust hjá, og allt í einu rann þessi hræðilega staðreynd upp fyrir mér. Katie hafði tekið svefnpillur. Svefnpillur. Vísvit- andi. Orð myndaðist í huga mér, en ég ýtti því til hliðar. Það myndaðist aftur, og ég gat ekki lengur ýtt því frá mér. Sjálfsmorð. Katie hafði reynt að fremja sjálfsmorð. Nei, ekki Katie! Það gat ekki verið. Katie var óskabarn og engu barni var heitar unnað en henni. Hún var „fullkomin,” stolt okkar og gleði. Hún var með hunangsgula lokka og augu blá sem himinninn. Kennarar hennar dáðust að henni frá þeim degi er hún kom fyrst í leikskólann, meira að segja fannst okkur þeir hrósa henni stundum fullmikið. Þegar kom fram á unglingsárin og hinir krakk- arnir tóku upp hegðunarmáta sem fyllti foreldrana örvæntingu, var Katie eins og hugur manns. Hún flissaði ekki með hinum stelpunum út af kynferðismálum, hún hleypti sér ekki í strákastúss, hún stal ekki úr búðum eða reykti maríjúana. Hún var kosin bekkjarumsjónarmaður ár eftir ár, og vann til verðlauna þrjú árí röð sem fyrirmyndar nemandi. Við Mike höfðum aldrei lagt að henni til þess arna, hún gerði það bara af sjálfu sér. Hún fékk góðar einkunnir, var venjulega með þeim efstu, hún spilaði á píanó, orti ljóð og vann heimaverkefnin sín sam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.