Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
eða Katie, hin samviskusama 16 ára
gamla dóttir okkar, sem ætlaði að
spyrja mig hvað hún ætti að þíða fyrir
kvöldmatinn.
,,Halló,” sagði ég. Það komekkert
svar.
„Halló!” sagði ég aftur, og heyrði
þá lágt og óskírt: „Mamma, komdu
heim.” Það var Katie. Það var
eitthvað að.
,,Hvað er að?” hrópaði ég.
,,Komdu heim... komdu... gerðu
það,” var eina svarið. Ég þekkt varla
rödd hennar.
,,Ég er að koma, Katie, en hvað er
að? Hvað hefur komið fyrir?”
,,Ég tóksvefn... svefn... svefn...”
Ég heyrði símtólið falla á gólfið. Og
síðan ekki meir.
Stutta, hræðilega stund hreyfði ég
mig ekki, lömuð af skelfingu. Svo
tók ég að fálma í veskið mitt eftir
bíllyklunum. „Viltu senda sjúkrabíl
heim til mín,” stamaði ég svo við
safnaðarritarann. ,,Viljið þið koma
Katie á spítalann.” Svo þaut ég út í
bíl.
Ég kom til spítalans rétt á eftir
sjúkrabtl Katie. Mér var ekki hleypt
til hennar.
Ég var skjálfandi af kvíða, þegar ég
hringdi til Mike. ,,Komdu til sjúkra-
hússins, Mike,” sagði ég. ,,Það kom
slys fyrir Katie.” Og 1 fyrsta sinn
síðan ég fékk fréttirnar brast ég í
grát.
Hjúkrunarkonan tók símann af
mér og leiddi mig inn í litla biðstofu,
þaðan sem ég sá dyrnar á stofunni,
sem Katie lá inni á. Ég var enn í
leikbúningnum. Mér var rétt sama.
Mínúturnar þumlunguðust hjá, og
allt í einu rann þessi hræðilega
staðreynd upp fyrir mér. Katie hafði
tekið svefnpillur. Svefnpillur. Vísvit-
andi. Orð myndaðist í huga mér, en
ég ýtti því til hliðar. Það myndaðist
aftur, og ég gat ekki lengur ýtt því frá
mér. Sjálfsmorð. Katie hafði reynt að
fremja sjálfsmorð. Nei, ekki Katie!
Það gat ekki verið.
Katie var óskabarn og engu barni
var heitar unnað en henni. Hún var
„fullkomin,” stolt okkar og gleði.
Hún var með hunangsgula lokka og
augu blá sem himinninn. Kennarar
hennar dáðust að henni frá þeim degi
er hún kom fyrst í leikskólann, meira
að segja fannst okkur þeir hrósa
henni stundum fullmikið. Þegar kom
fram á unglingsárin og hinir krakk-
arnir tóku upp hegðunarmáta sem
fyllti foreldrana örvæntingu, var
Katie eins og hugur manns. Hún
flissaði ekki með hinum stelpunum
út af kynferðismálum, hún hleypti
sér ekki í strákastúss, hún stal ekki úr
búðum eða reykti maríjúana. Hún
var kosin bekkjarumsjónarmaður ár
eftir ár, og vann til verðlauna þrjú árí
röð sem fyrirmyndar nemandi.
Við Mike höfðum aldrei lagt að
henni til þess arna, hún gerði það
bara af sjálfu sér. Hún fékk góðar
einkunnir, var venjulega með þeim
efstu, hún spilaði á píanó, orti ljóð
og vann heimaverkefnin sín sam-