Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 97
Á EERD MEÐ KALLA
95
þegar klippt hefur verið af bringunni
má sjá hengimaga þess sem kominn
er á miðjan aldur. En ef Kalli hefur
gert sér grein fyrir földum ágöllum
sínum, hefur hann að minnsta kosti
farið vel með það. Ef fötin skapa
manninn, skapar snyrtingin og fram-
koman hundinn. Hann sat réttur og
virðulegur í framsæti Rósínant og gaf
mér til kynna að fyrirgefning væri ef
til vill ekki ómöguleg, en ég yrði að
vinna fyrir henni.
Hann er falskur og ég veit það.
Einu sinni þegar strákarnir mínir
vom litlir og í sumarbúðum fómm
við hjónin eins og asnar að heimsækja
þá. Þegar við vomm að fara, sagði
ein móðirin okkur að hún yrði að
hverfa í flýti til þess að hlífa barninu
sínu við þunglyndiskasti. Svo flúði
hún í blindni, hugrökk á svipinn
með titrandi varir, sló blæju yfir
tilfinningar sínar til að hlífa barn-
inu. Drengurinn horfði á hana fara og
snéri sér svo með ósegjanlegum feg-
inleik aftur að félögum sínum og
leikjum, hann vissi að hann hafði líka
leikið sitt hlutverk. Og ég veit fyrir
víst að fimm mínúmm eftir að ég
hafði látið Kalla frá mér hafði hann
fundið sér nýja vini og hreiðrað
þægilega um sig. En eitt var ósvikið
hjá honum: Hann naut þess að
ferðast á ný og í nokkra daga var stáss
að honum.
Við stefndum til Wisconsin um
fagurt land góðra akra og tígulegra
trjáa. Það er mögulegt og gerist
kannski oft, að manni et sagður
sannleikurinn um stað og maður trúir
honum, geymir hann með sér og veit
um leið ekkert um hann. Ég hafði
aldrei komið til Wisconsin áður, en
heyrt um landið alla mína ævi og étið
osta þess. Og ég hlýt að hafa séð
myndir. Það hljóta allir að hafa gert.
Hvers vegna var ég þá ekki viðbúinn
fegurð þessa staðar, fjölbreytni engja
oghæða, skóga, vatna? Ég hugsa núna
að ég hafi ímyndað mér Wisconsin
sem einn sléttan kúahaga vegna allra
mjólkurafurðanna, sem þaðan koma.
Ég hef aldrei séð land sem breytist
jafn ört, og þar sem ég hafði ekki átt
von á neinu varð allt mér til fagnaðar..
Ég veit ekki hvernig það er á
öðmm árstímum, sumrin geta titrað
af hita, veturnir stunið af kulda,
en þegar ég sá það í fyrsta og eina
skiptið í byrjun október var loftið
mettað smjörgulri sól, ekki móðu
heldur hreinleik og heiðríkju svo
hvert eitt frostglitrandi tré skar sig úr
frá hinum og bylgjandi hæðadrögin
mnnu ekki hvert inn í annað heldur
stóðu ein og aðskilin. Birtan þrengdi
sér inn í efnið svo mér fannst ég sjá
inn í hlutina, djúpt inn, og þess
konar ljós hef ég ekki séð nema einu
sinni áður, í Grikklandi.
Ég stansaði þetta kvöld á hæð þar
sem vömbílstjórar höfðu áningar-
stað en sérstök tegund vörubílstjóra.
Þarna stóðu tröllvaxnir flutningabílar
fyrir nautgripi og bílstjórarnir höfðu
mokað úr þeim því sem síðasta hlass
hafði skilið eftir. Þarna var mykjan