Úrval - 01.10.1976, Page 97

Úrval - 01.10.1976, Page 97
Á EERD MEÐ KALLA 95 þegar klippt hefur verið af bringunni má sjá hengimaga þess sem kominn er á miðjan aldur. En ef Kalli hefur gert sér grein fyrir földum ágöllum sínum, hefur hann að minnsta kosti farið vel með það. Ef fötin skapa manninn, skapar snyrtingin og fram- koman hundinn. Hann sat réttur og virðulegur í framsæti Rósínant og gaf mér til kynna að fyrirgefning væri ef til vill ekki ómöguleg, en ég yrði að vinna fyrir henni. Hann er falskur og ég veit það. Einu sinni þegar strákarnir mínir vom litlir og í sumarbúðum fómm við hjónin eins og asnar að heimsækja þá. Þegar við vomm að fara, sagði ein móðirin okkur að hún yrði að hverfa í flýti til þess að hlífa barninu sínu við þunglyndiskasti. Svo flúði hún í blindni, hugrökk á svipinn með titrandi varir, sló blæju yfir tilfinningar sínar til að hlífa barn- inu. Drengurinn horfði á hana fara og snéri sér svo með ósegjanlegum feg- inleik aftur að félögum sínum og leikjum, hann vissi að hann hafði líka leikið sitt hlutverk. Og ég veit fyrir víst að fimm mínúmm eftir að ég hafði látið Kalla frá mér hafði hann fundið sér nýja vini og hreiðrað þægilega um sig. En eitt var ósvikið hjá honum: Hann naut þess að ferðast á ný og í nokkra daga var stáss að honum. Við stefndum til Wisconsin um fagurt land góðra akra og tígulegra trjáa. Það er mögulegt og gerist kannski oft, að manni et sagður sannleikurinn um stað og maður trúir honum, geymir hann með sér og veit um leið ekkert um hann. Ég hafði aldrei komið til Wisconsin áður, en heyrt um landið alla mína ævi og étið osta þess. Og ég hlýt að hafa séð myndir. Það hljóta allir að hafa gert. Hvers vegna var ég þá ekki viðbúinn fegurð þessa staðar, fjölbreytni engja oghæða, skóga, vatna? Ég hugsa núna að ég hafi ímyndað mér Wisconsin sem einn sléttan kúahaga vegna allra mjólkurafurðanna, sem þaðan koma. Ég hef aldrei séð land sem breytist jafn ört, og þar sem ég hafði ekki átt von á neinu varð allt mér til fagnaðar.. Ég veit ekki hvernig það er á öðmm árstímum, sumrin geta titrað af hita, veturnir stunið af kulda, en þegar ég sá það í fyrsta og eina skiptið í byrjun október var loftið mettað smjörgulri sól, ekki móðu heldur hreinleik og heiðríkju svo hvert eitt frostglitrandi tré skar sig úr frá hinum og bylgjandi hæðadrögin mnnu ekki hvert inn í annað heldur stóðu ein og aðskilin. Birtan þrengdi sér inn í efnið svo mér fannst ég sjá inn í hlutina, djúpt inn, og þess konar ljós hef ég ekki séð nema einu sinni áður, í Grikklandi. Ég stansaði þetta kvöld á hæð þar sem vömbílstjórar höfðu áningar- stað en sérstök tegund vörubílstjóra. Þarna stóðu tröllvaxnir flutningabílar fyrir nautgripi og bílstjórarnir höfðu mokað úr þeim því sem síðasta hlass hafði skilið eftir. Þarna var mykjan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.