Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
Næstu tvö árin tekur við eins konar
göngudeild, en þann tíma sækir
sjúklingurinn vikulega fundi ásamt
maka sínum, en tilgangur þessara
funda er einkum að rannsaka sam-
búðarvandamál.
Og hver er svo árangurinn af öllu
þessu? Nýleg skýrsla um sjúklinga frá
St. Mary sjúkrahúsinu sýnir, að 79%
þeirra voru í aigeru bindindi í að
minnsta kosti eitt ár eftir að þeir
brautskráðust, og 51% höfðu ekki
bragðað dropa af áfengi eftir fjögur
ár. Og af þeim, sem féllu aftur fyrir
freisdngunni, þurftu um 81% ekki á
frekari aðstoð að halda, en náðu sér
aftur á strik hjálparlaust. Það er
athyglisvert, að 91,5% kváðust lifa
betra lífi en áður, og er þá átt við
fjölskyldulífið og aðstöðuna á vinnu-
markaðnum.
En fyrsta og erfiðast skrefið er að
breyta fórnarlambi áfengisins í við-
ráðanlegan sjúkling. Aðferð John-
sonstofnunarinnar — fræðsla og
hjálp í tæka tíð — er af mörgum talið
árangursríkasta ráðið gegn drykkju-
sýki.
★
t,
k Einhverjar harðgerðustu lífverur, sem hrærast á þessari plánetu, eru
lítil, vængjalaus skordýr og maurar, sem ný-sjálenskur vísindamaður
fann um 2000 m yfir sjó 90 km frá McMurdosundi í Suðurskautslandi.
Þessi litlu skordýr fundust undir steini á snjólausri sléttu. Maurarnir
fundust á sömu slóðum.
Kona um sextugt var gift góðum manni, en hann var ákaflega
umhyggjusamur um ungar stúlkur, sí og æ að snúast í kringum þær.
Um þetta sagði konan: ,,Hann er eins og hvolpur, sem hleypur á eftir
öllum bílum. Hann ætlar ekki að grípa neinn, bara gelta svolítið að
þeim.”
Einhver undarlegasta íkviknun, sem um getur, átti sér stað í New
York fyrir nokkrum árum. Flaska með vatni lá á gólfinu í vörubíl og
sólargeislar, sem skinu á flöskuna kveiktu í gólfinu undir henni, þar
eð flaskan verkaði sem safngler. En hitt er þó ef til vill undarlegra, að
við hitann frá eldinum í bílgólfinu, sprakk flaskan og vatnið, sem í
henni var slökkti eldinn.