Úrval - 01.10.1976, Síða 26
24
ÚRVAL
hann er skotin í einhverri, er það
ekkert sniðugt. Og ef hann er það
ekki, þá er það heldur ekki sniðugt).
Gefðu honum lyklakippu undir
lyklasafnið eða skúffur til að halda
draslinu á skrifborðinu í skefjum.
(Hann vill ekki vera kerfisbundinn).
Reyndu að vekja áhuga hans á
íþróttum með því að gefa honum
æfingagalla. (Ef hann hefur ekki
áhuga fyrir, þá vill hann það ekki).
En það eru líka tiJ hlutir sem fá
manninn til að finnast hann vera
elskaður. Sumum mönnum finnst
gaman að fá blóm endrum og eins —
jafnvel rósir. (Konur gefa þeim þær
aldrei). Eða farðu með manninn þinn
út að borða. (í alvöru, og borgaðu
sjálf reikninginn. Eða reyndu að láta
hann í friði í fímm eða sex klukku-
tíma. (Maðurinn þarfnast einveru og
það er eitt af því erfiðasta sem hægt
er að fara fram á við maka sinn.)
Góður vinur minn sagði við mig:
,,Ég held ennþá að leiðin að hjarta
karlmannsins liggi í gegnum mag-
ann. Ég vinn heima og ég er verulega
þákklátur, þegar konan mín útbýr
flottann hádegisverð handa mér með
dásamlegu saladi, — áður en hún fer
í vinnuna. Hún lætur mig fínna, að
þrátt fyrir annríki heimilisins þá sé ég
sérstakur. ’ ’
Aður fyrr átti karlmaðurinn að bíta
á jaxlinn, standast allt mótlæti — og
allar tilfínningar. Sumir sem héldu
að þetta ætti að vera svona, eiga núna
erfitt með að skynja sínar réttu
tilfinningar. Það er líklegast þess
vegna sem margir karlar hafa gefið
þetta svar við því hvenær þeim finnst
þeir vara elskaðir: Þegar konan
,,skilur þarfir þeirra.”
Svo ég víki að sjálfum mér, þá er
ég ekki best klæddi maður í heimi.
En þau tækifæri koma alltaf við og
við að ánægjulegt væri að vera dálítið
flott klæddur — og líka þó að ekkert
sérstakt tilefni sé til. Og þegar konan
mín gefur mér einhverja smekklega
flík, sem hún veit að ég þarfnast, til
dæmis dýra skyrtu, sem ég myndi
aldrei láta mig dreyma um að kaupa
handa sjálfum mér — þá finnst mér
ég vera elskaður.
Fólk dagsins í dag virðist vera að
endurskoða hugtakið um „hlutverk
hennar og hans.”
En við karlmennirnir gætum rekið
okkur harkalega á strangar kröfur —
eins og: ,,Gert er ráð fyrir að nútíma
faðir annist meira um börnin heldur
en feður gamla tímans gerðu.”
Þessvegna tók ég það sem merki
væntumþykju, þegar eitt sinn á
regnvotu sunnudagssíðdegi að konan
mín sagðist skyldi hafa ofan af fyrir
krökkunum, meðan ég horfði á
knattspyrnuna í sjónvarpinu einn og
ótruflaður með hurðina að stöfum.
Allan ieikinn! Ósvikin ást!
Það að þurfa ekki að sýsla við eitt
og annað heimavið yfir helgarnar
gefur vefnaðarsölumanni þá tilfinn-
ingu að hann sé elskaður. „Nágrann-
ar mínir eru á kafí í kraftmiklum
sláttuvélum og snjóplógum, ’ ’ útskýr-
ir hann. ,,En slíkir hlutir verða mér