Úrval - 01.10.1976, Síða 88
86
ÚRVAL
geymslu) en eru ekki góðir til að sitja
á.
Þessi húsgögn em oft gerð af
mönnum, sem hafa auga fyrir ýmis-
konar praktísku gildi hlutanna sjálfra
en hafa ekki hugmynd um líffræði
og líkamsbyggingu.
Til þess að halda bakveikinni í
skefjum er nauðsynlegt að sitja rétt.
Það er rassinn, sem á að taka á sig
þyngslin, en ekki lærin, og þó mega
lærin ekki vera á lofti eða standa
öll fram af setunni. Rétt smíðaður
stóll sér um þetta. Hann kemur líka í
veg fyrir vöðva- og taugaspennuna
sem svo mikið af orku okkar eyðist i.
FinancialTimes.
Djöfulinn er alltaf auðvelt að þekkja. Hann kemur til þín, þegar þú
ert dauðþreyttur og gerir þér sanngjarnt tilboð, sem þú veist, að þú átt
ekki að þekkjast.
Ástæðan fyrir því, að guð skapaði konuna siðast, var, að hann vildi
fá að vera í friði, meðan hann væri að skapa karlmanninn.
Gömul kona segir um hinn æruverðuga prest sinn: ,,Sex daga
vikunnar er hann ósýnilegur og sjöunda daginn er hann óskiljan-
legur. ’ ’
Því er haldið fram, að Pontíus Pílatus hafi verið fæddur í Fortingal í
Perthshire í Englandi. Faðir hans hafi verið sendur þangað í
stjórnmálalega sendiför til höfðingja nokkurs, er nefndur er
Metellanus. — I Fortingal vex ýviður, sem sagður er vera 3000 ára
gamall. Er meira að segja fullyrt, að hann sé elsta lifandi jurt í Evrópu.
Það vekur undrun, þegar hugsað er um það, að er Pílatus fæddist, var
tré þetta þegar orðið þúsund ára gamalt.