Úrval - 01.10.1976, Page 93
NÝTTRÁÐ VIÐ DRYKKJUSÝKI
hjálparmönnunum aðeins ráðlagt að
reyna aftur, það megi aldrei hætta að
benda sjúklingum í raunveruleikann.
Forstöðumaður Johnsonstofnunar-
innar er Vernon E. Johnson, prestur
og fyrrverandi drykkjumaður. Árið
1962, þegar hann var á batavegi, fór
hann að rannsaka sjúkdóminn og
gerði sér tíðförult í deildir sjúkrahúsa
fyrir drykkjusjúka og átti viðtöl við
fjölda drykkjusjúklinga. Hann komst
að raun um, að enginn þeirra, sem
bata höfðu hlotið, hafði sjálfviljugur
hætt að drekka, það var eitthvað sem
hafði neytt hann til að viðurkenna
ástand sitt. Um sama leyti fór fram
önnur rannsókn á drykkjusjúklingum
í ríkisspítala Minnesota, en sú rann-
sókn leiddi í ljós svipaðar batahorfur
hjá þeim, sem komu að eigin ósk og
hinna sem lagðir voru inn nauðugir.
Af þessu má draga þá ályktun, að
drykkjusjúklingurinn þurfi ekki að
vera kominn í hundana áður en
byrjað sé að lækna hann. Ákveðin
viðbrögð þeirra, sem bera umhyggju
fyrir honum, geta borið saman
árangur áður en of djúpt er sokkið.
Árið 1966 hafði aðferð Johnsons
gefi svo góða raun, að nokkrir
athafnamenn komu Johnsonstofnun-
inni á fót. í stofnuninni sjálfri og
víðsvegar um landið fer nú fram
þjálfun um 2000 manns árlega í þvl
skyni að koma drykkjusjúklingum til
hjálpar, og er þetta fólk úr ýmsum
stéttum — læknar, hjúkrunarkonur,
sálfræðingar og prestar. Auk þess
sækja einstaklingar námskeið stofn-
91
unarinnar; á síðasta ári voru þeir um
4000.
Það er aðeins fyrsta skrefíð að fá
mann til að viðurkenna, að hann sé
drykkjusjúklingur. Þegar Johnson
hóf starfsemi sína, var ekkert sjúkra-
hús til, sem veitti drykkjusjúklingi þá
meðferð, sem hann hafði í huga. En
árið 19Ö8 komst hann í samband við
dr. George Mann, sem starfaði við St.
Mary sjúkrahúsið í Minnepolis. Þeir
stofnuðu deild fyrir 16 sjúklinga (nú
eru þar 70 sjúkrarúm og verða innan
skamms 112) og var starfsliðið þjálfað
í Johnsonstofninni. Árangurinn varð
svo góður, að sams konar deildum
hefur verið komið upp við mörg
sjúkrahús og hæli í Bandaríkjunum.
Meðferðin hefst á því, að komið er
í veg fyrir að sjúklingurinn geti náð í
áfengi. Afeitrunin tekur tvo til tíu
daga. Sjúklingurinn fær lyf eftir því
sem við á og heilsufar hans er rann-
sakað.
Sjúklingurinn dvelst síðan í sjúkra-
húsinu í mánuð og er tíminn notaður
til að fræða hann um sjálfan sig og
sjúkdómurinn, sem hann á við að
stríða. Hann situr daglega umræðu-
fundi með öðrum sjúklingum og
leiðbeinendum, og þar er málið rætt
hispurslaust. Þetta er erfiður mán-
uður, þar sem sjúklingurinn er oft
gripinn reiði og minnimáttarkennd
eða jafnvel vonleysi. En þekkingin
sem hann öðlast með þessu móti,
verður seinna meir besta vopn hans 1
hinni stöðugu baráttu að halda sér
allsgáðum.