Úrval - 01.02.1981, Qupperneq 44

Úrval - 01.02.1981, Qupperneq 44
42 fárra sekúndna fresti virtust beinlínis sjá til þess að báturinn færðist ekkert úr stað. Að lokum voru þeir þó komnir það nálægt ströndinni að aðeins vantaði steinsnar upp á að þeir næðu þangað. Þá fór kanóinn að berast aftur á bak þeim til mikillar hrellingar. Brant vissi ekki til hvaða ráða grípa skyldi. I um tíu metra fjarlægð sá hann kanó Van Hansen og Lane Potter, en þeir voru tveir sterk- byggðustu skátarnir. Hann gerði ráð fyrir að þeim myndi takast að ná ströndinni, en handleggsvöðvar hans sjálfs voru orðnir svo aumir og þreyttir að honum var með öllu ómögulegt að róa lengur. ,,Kim,” kallaði hann, ,,við verðum að snúa honum og fara til baka. Sú aðgerð var einstaklega hættuleg. Ef þeim tækist ekki að snúa bátnum millialdna,myndi hliðaralda hvolfa honum. En þetta var þeirra eina von. „Núna!” öskraðiKim, reri eins og óður maður réttsælis í skutnum, meðan Brant reri rangsælis í stefninu með sama æðisgengna hraðanum. Kanóinn kastaðist til og frá, en einmitt á réttu andartaki rétti hann sig af. Á samri stundu var báturinn kominn upp á öldutoppana og barst nú með vindinum í áttina til strandar hinum megin. Ákvörðun Brants hafði verið sú rétta. Með því að láta sig berast með vindinum, bárust þeir á 15 mínútum þá vegalengd sem þeir með erfiðum róðri höfðu komist á einni klukkustund. Nú var eins og ströndin kæmi siglandi hraðbyri á móti þeim. Áður en þeir náðu að hægja á kanóinum, skall báturinn upp á ströndina með miklum dynk. Þeim hafði tekist það. Þegar drengirnir voru að draga kanóinn upp bakkann, kom maður sem varí nærliggjandi tjaldi þar að og spurði: „Áttuð þið í erfíðleikum þarna úti?” ,Já, vissulega,” svaraði Kim og leit upp. Þá galopnaði hann munninn í forundran og hrópaði: „Þetta erþjálfarinn!” Inn íhringiðuna Fyrir einskæra tilviljun hafði kanó þeirra Kims og Brants borist upp á Moose Creek ströndina, þar sem tjaldstæði Darrel Gibbons og Sam Christiansen, þeirra eigin kennara var! Á meðan Kim og Brant ornuðu sér við varðeldinn, sögðu þeir kennurum sínum frá drengjunum í hinu kanóunum. Hjarta Sams herptist saman þegar hann heyrði að Daren og Darris höfðu þegar verið eina klukkustund 1 vatninu. Þá sáu þeir úti á vatninu rauðan kanó með þremur manneskjum innanborðs og einn út- byrðis sem hékkí borðstokknum. Það þýddi að öðrum kanó hafði hvolft. Skyndilega hvolfdi rauða kanóinum einnig og nú vom allir fjórir í vatninu. Sam leit á Darrel. Nú mátti enginn tími fara til spillis. Eftir að hafa bundið tvo kanóa saman til þess að auka stöðugleikann, stukku þeir um borð og hófu æðisgenginn róður inn í hringiðuna. Foringi hópsins, Layne Reynolds, og félagi hans, John Bis'hoff, höfðu í rólegheitunum látið berast með straumnum og verið að leika sér með rafmagnsfiskileitartæki, þegar stormurinn skall á. Hvor mannanna vó yfír 100 kíló, þannig að bátur þeirra risti djúpt frá upphafi. Það leið því ekki á löngu áður en bátur þeirra fylltist af vatni og þeir vom báðir komnir útbyrðis. Skátadrengirnir ungu, David Bishoff og Wade Singleton, vom þarna rétt hjá, og drengjunum tveimur tókst að stýra kanó sínum þangað sem Reynolds og Bishoff svömluðu í vatninu. Layne tókst að fá John til að hanga í reipi sem hékk aftan úr bát drengjanna og fór síðan sjálfur að miðjum bát, þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.