Úrval - 01.02.1981, Page 88
ÚRVAL
86
mína þar til blóðið rann, en hún vill
ekkert segja,” sagði Sjabani beiskur í
bragði. ,,Ég á fjórar aðrar dætur, svo
tveir uxar fyrir hverja hefðu gert mig
að auðugum manni.” Svo gat hann
ekki lengur haldið aftur af sér:
,,’Mkúlú, þú mikli, þú verður að
kalla fram andana til að finna hinn
seka.”
Galdralæknirinn varð fjarrænn í
augunum. , Já,” sagði hann svo með
ástríðuhita. „Andarnir munu vísa á
hann!” Og hann tók upp litla skjóðu
úr ósútaðri sauðargæru sem lál kjöltu
hans.
Lotningarsvipur færðist yfir ásjónu
Sjabanis þegar hann heyrði hringla í
beinunum í skjóðunni. „Þakka þér,
faðir minn” sagði hann af heilum
huga.
„Greiða ber ákveðna þóknun fyrir
þjónustu mína, sonur minn.”
,,Ég skil.”
, ,Þetta er erfítt verk. ’ ’
Sjabani skildi það af alvarlegu yfir-
bragði galdralæknisins.
,, Andarnir vilja fá poka af korni. ’ ’
„Heilan poka, faðirminn?”
„Þetta er ekki auðvelt.” Það brá
fyrir hroka á andliti ’Mkúlús.
„Verði þinn vilji, mikli maður,”
sagði Sjabani lotningarfullur. ,,Ég
mun færa þér fyrstu greiðsluna við
sólarupprás í fyrramálið. ’ ’
Sétanka leit aldrei á stúlkuna.
Meðan hann stóð í röðinni og beið
þess að ’Mkúlú gæfi merkið hafði
hann átt erfitt og varð að beíta sig
hörðu til að stökkva ekki fram. Nú,
þegar röðin var komin af stað, var
þetta auðveldara því hann varð að
einbeita sér að því að vara sig á
drumbinum. Auðvitað vissu andarnir
að hann var sá sem þeir leituðu. En
hann, Sétanka, hafði líka snúið sér til
þeirra. Ö, hann vissi að fólkið myndi
segja að til þess hefði hann hvorki
vald né rétt, en hér var svo mikið í
húfi að hann varð að gera tilraun til
að fá anda forfeðranna til að hlusta.
Stundu fyrir dögun í gærmorgun,
svo snemma að enginn yrði ferða hans
var, hafði hann farið út í skóginn.
Hann lagðist milli draugalegra
runnanna. Daufur, ósýnilegur, sof-
andi andardráttur var allt umhverfis
hann, andardráttur fugla, villidýra,
skriðdýra. ,,Ö, þið andar forfeðra
minna,” hrópaði hann svo hátt sem
rómurinn leyfði, til að vera viss um að
þeir heyrðu. „Kísúení og Sétanka
eru eins og jörð og korn. Annað fær
ekki þrifíst án hins. Ég grátbið ykkur,
látið hana ekki verða gefna öðrum. ’ ’
Dagurinn bærði á sér í kviði
myrkurs og í kyrrð dögunarinnar varð
allt lífi gætt, fuglar og villidýr, skrið-
dýr og lauf. Runnamús skaust hjá og
tvær örsmáar steinvölur ultu undan
fótum hennar ofan í gmnnan læk.
Daufir hringir mynduðust á möttu,
glerkenndu yfirborðinu. „Andarnir
hafa heyrt!” hrópaði Sétanka, og
fann hvernig herpingurinn í háls-
inum slaknaði. ,,Ég fínn návist
þeirra!”