Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 49
GÖGN Eins og í fyrsta hluta þessa greinaflokks er efniviðurinn annars vegar gögn úr veiðiskýrslum og hins vegar niðurstöður mælinga á innsendum sýnum. Jafnframt er vísað til birtra og óbirtra rannsókna á gögnum og sýnum sem safnað hefur verið á öðrum vettvangi undanfarna áratugi. Um gögn og aðferðir er almennt vísað í fyrsta hluta þessa greinaflokks,9 en greint frá aðferðum í umfjöllun hvers kafla fyrir sig og í þeim vísindagreinum sem vísað er til. FÆÐUVAL ÍSLENSKRA REFA Nokkuð hefur verið fjallað um fæðuval íslenskra refa enda hefur samkeppni við manninn um fæðu lengst af verið meginhvati refaveiða á Íslandi. Refa- skyttur hafa því líklega ávallt haft áhuga á fæðuvali þeirra dýra sem þeir fylgdust með og sumir þeirra hafa gert sér grein fyrir því hversu breytileg fæða íslenskra refa getur verið. Því var jafnvel haldið fram að hér á landi væri fleiri en ein gerð refa, sem væri hver um sig sérhæfð eftir því hvaða fæðu refirnir tileinkuðu sér. Í grein Jóns Guðmundssonar frá Ljár- skógum í Búnaðarritinu árið 1922 lýsti hann nokkuð nákvæmlega þremur „af- brigðum“ íslenskra refa sem hann kallaði hrædýr, veiðidýr og bíti. Í grein sinni fjall- aði Jón um ólíkar leiðir þessara afbrigða til fæðuöflunar og hvaða fæðu þau til- einkuðu sér.10 Að mati Jóns drepa hrædýr aldrei sauðfé. Þau éta aðallega úldin hræ og smáfugla, eru vesæl, smávaxin og með mjóar, beittar tennur. Hrædýr grenja sig gjarnan nálægt bæjum eða við sjó og yrð- lingar þeirra virðast jafnan vannærðir og fara snemma að heiman. Veiðidýrin eru stærri og þyngri en hrædýrin. Þau hafa stórar og beittar vígtennur, eru í skörpum holdum og ævinlega velútlít- andi. Veiðidýr halda sig aðallega til heiða og geta veitt stóra fugla, jafnvel álftir. Jón varð þess aldrei var að veiðidýr dræpu sauðfé. Þriðja afbrigðið, bítirinn (seinna kallað dýrbítur), sagði Jón vera það sjald- séðasta, nefnilega refir sem leggjast á fé. Bítirinn er í góðum holdum, segir Jón, jafnvel á vorin þegar önnur dýr hafa gengið á fituforða sinn. En um þyngdina gat hann ekki sagt því um var að ræða svo sjaldgæft fyrirbæri að ekki væri til nógu stórt þýði til að hægt væri að reikna með- altal. Hafði hann þó náð tveimur slíkum á 30 ára ferli sínum sem refaveiðimaður og voru það þyngstu dýr sem hann hafði veitt að vetri, full fimm kíló hvor. Jón taldi ólíklegt að melrökkum væri eðlis- lægt að veiða sauðfé og væri slík hegðun frekar áunnin. Hann lýsti hugmyndum sínum um það hvernig sum dýr kæmust upp á lag með að bíta fé og taldi að það væri vel hægt að koma í veg fyrir slíka hegðun. Jón greindi frá dæmum þar sem refir og kindur gengu saman á eyjum frá því síðsumars og fram á há- vetur um árabil, án árekstra.10 Í bók sinni Á refaslóðum frá árinu 1955 lýsti Theodór Gunnlaugsson einnig breytileika í fæðuvali refa og vitnaði meðal annars í grein Jóns frá 1922 um bíti, hrædýr og veiðidýr. Auk þess getur Theodór um „geysimikinn aðstöðu- mun refa til lífsins þæginda“ og lýsir þar ólíkum staðarháttum hvað varðar möguleika refa til öflunar fæðu, skjóls og varna.11 Þar er Theodór ekki einungis að lýsa mun á atferli og fæðuvistfræði refa heldur hefur hann einnig tekið eftir breytileika eftir búsvæðum hvað varðar fæðuframboð og aðstæður fyrir refi til að koma afkvæmum á legg. Athuganir Páls heitins Hersteins- sonar á fæðuvenjum refa hérlendis, sem fóru fram í Ófeigsfirði á áttunda áratug 20. aldar, voru nokkuð ýtarlegar. Hann greindi annars vegar fæðuleifar við greni Hvítur refur að vorlagi með egg langvíu (Uria aalge) í kjaftinum. – Arctic fox of the white morph during early summer, with a guillemot (Uria aalge) egg in it´s mouth. Ljósm./Photo: Phil Garcia. 49 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.