Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 81
ritstjórn til funda og sér um verkstjórn með starfi hennar. Rit- stjóri er ábyrgur fyrir því að tímaritið komi út á réttum tíma og að í því sé efni sem uppfyllir kröfur í samræmi við ritstjórnarstefnu. Á árinu 2022 komu út tvö blöð (fjögur hefti) af 92. árgangi tímaritsins. Fyrra blaðið kom út í júlí og var 76 bls., en síðara blaðið kom út í desember og var 88 bls. Er það fagnaðarefni að bæði blöðin hafi komið út á árinu, en hið síðara hefur oft komið út í janúar á nýju ári. Nýjum ritstjóra, höfundum, rit- stjórn og ritrýnum greina er þakkað fyrir þeirra framlag. RITSTJÓRN NÁTTÚRUFRÆÐINGSINS Á síðasta ári urðu þær breytingar á ritstjórn að Droplaug Ólafsdóttir lét af störfum sem formaður ritstjórnar og Esther Ruth Guðmundsdóttir tók við formennskunni. Droplaugu eru hér með færðar bestu þakkir fyrir gott og farsælt samstarf um árabil. Droplaug og Álfheiður ritstjóri voru kvaddar formlega, og störf þeirra í útgáfu Náttúrufræðingsins þökkuð, með full- trúum stjórnar HÍN, ritstjórnar og forstöðumanni NMSÍ í Kaffi Flóru í júní. Í ritstjórn Náttúrufræðingsins starfa eftirtaldir: Starf ritstjórnar er ómetanlegt og forsenda þess að efni tímaritsins er eins vandað og vel valið og raun ber vitni. Stjórn færir þessu dugmikla fagfólki bestu þakkir fyrir þeirra mikil- væga framlag og óeigingjarna starf. Stjórn HÍN hefur skipað ritstjórn en nú á NMSÍ einnig einn fulltrúa í ritstjórn samkvæmt samstarfssamningnum, og er það Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur. Ritstjórn- arstefna fyrir tímaritið hafði verið í endurskoðun um nokkra hríð af hálfu tveggja fulltrúa stjórnar HÍN. Hún var samþykkt af stjórn félagsins, forstöðumanni NMSÍ og ritstjórn, og birt á vef Náttúrufræðingsins. Ritstjóri boðaði ritstjórn þrisvar á fund um efni blaðsins síðastliðið starfsár. Eins og áður lásu einstakir fulltrúar með ritstjóra innsendar greinar til að meta hvort þær stæðust kröfur og ritstjórnarfulltrúar gerðu tillögur að ritrýnum. Auk þess funduðu ritstjórnin, ritstjóri og Mörður Árnason, yfirlesari tímaritsins, og ræddu endur- skoðun leiðbeininga til höfunda. Þær eru komnar inn á vef HÍN og NMSÍ ásamt nýju ritstjórnarstefnunni. Ekki er lokið við endurskoðun reglna um meðferð heimilda en þegar henni er lokið verða þær settar inn á nýja vefinn. Unnið er að verklagsreglum sem snúa að samskiptum rit- stjóra við ritstjórn. Jafnframt þarf að samræma upplýsingar um útgáfuna á vefsíðum beggja aðila útgáfunnar. Það verður best gert með því að setja hlekk á vefritið sem verður opnað nú á aðalfundi, 27. febrúar 2023. VEFÚTGÁFA NÁTTÚRUFRÆÐINGSINS Eins og á undanförnum árum var unnið að því að koma útgáfu tímaritsins á vefinn. Í þetta skiptið með vana manneskju við stjórn verksins. Margrét Rósa ritstjóri er með mikla þekkingu og reynslu af vefritstjórn og hellti sér í verkefnið af fullum þunga. Hún gerði þarfagreiningu með úttekt á stöðu vefmáls- ins og kom með tillögur sem bornar voru undir stjórn og for- stöðumann NMSÍ. Valin var leið sem talin er bæði farsæl og hagkvæm. Vefhópur var ritstjóra til halds og trausts og störf- uðu í honum tveir fulltrúar ritstjórnar, þau Droplaug Ólafs- Esther Ruth Guðmundsdóttir, jarðfræðingur & formaður ritstjórnar Gróa Valgerður Ingimundardóttir, grasafræðingur Hlynur Óskarsson, vistfræðingur Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur – fulltrúi stjórnar HÍN* Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur – fulltrúi NMSÍ Sindri Gíslason, sjávarlíffræðingur Tómas Grétar Gunnarsson, dýravistfræðingur Þóroddur F. Þóroddsson, jarðfræðingur * lýkur störfum í lok febrúar. Horft til Hælavíkurbjargs frá Horni á Hornströndum. Frá vinstri til Hægri: Darri, Atlaskarð, Rekavíkurfjall, Hvannadalur, Hvannadalstindur, Festarskörð, Sigmundarfell, Göltur og Hæll. Ljósmynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.