Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 72
frá því í forneskju og Jón var að leita að hinum dularfulla besóar, lífsteininum sem leynist í höfði hrafnsins. Þar hafði hann að minnsta kosti annan fótinn í gamalli heimsmynd. Hann rannsak- aði líka brimbút, sem nú er oftar kall- aður sæbjúga, og lýsir honum í einu rita sinna. Kannski er þetta elsta lýs- ing sem til er á líffræðilegri rannsókn á íslensku: Brimbútur, lifurrauður, því að sjóvar- brim færir hann í fjörur upp og þar lifir hann lengi síðan. Hann skríður þó mjög seint gangi, hann er fullur með smá þétt ræksn, þarma eður innyfli, sem mávar og aðrir fuglar veiðast á, því þeir gefa líf fyrir þann smekk. Þessi sjóvarormur, litur sem ánumaðkur hjá oss á landi, myndar sig á sjö vegu, og færir sjö lága hnúða úr höfði út, svo sem fyrir hornum, svo sem þá brekkusnig- ill hann inn dregur horn sín. Hann sýnir öllum tvö, önnur tvö sjaldan, en öðrum fjórum hann ávallt leynir, þó sést fyrir öllum nokkuð þá honum líkar best. En svo skal náttúru þessa blauta fjöruorms til lokka að birta sínar breytingar að láta hann vera í ferskum sjó í hreinni byttu, og skipta um á honum með hvörju dægri, í vel vörmu húsi, og má gæta að honum með hvörjum tveim stundum eður þrem og ekki sjaldnar. Hann hefur lítil tvö göt, sitt á hvorum enda. Þegar sá ferski sjór mátalega á honum hýrnar af yl hússins, þá skiptir hann um, og kann langur að verða með hálsi. … lengi lifir hann þar en visnar og skrælist um síðir, líkasem lumbur terrestris [líkl.: jarð- ormur], gulu- eður ánumaðkur.9,10 Aukinheldur var í furðukamesunum, sem fyrr segir, leitast við að sýna fjöl- breytnina í sköpunarverki Guðs, og það á líka við um Pappírssafnið. Með vísinda- byltingunni breyttust viðhorf manna til náttúrunnar. Heimspekingarnir Francis Bacon (1561−1626) og René Descartes (1596−1650) eru yfirleitt taldir helstu ábyrgðarmenn (og í vaxandi mæli syndaselir) þessarar viðhorfsbreytingar sem oft er kölluð vélhyggja, sú hugsun að náttúran sé ekki annað en vél þar sem einungis þurfi að átta sig á gangverkinu. Í því fólst aðskilnaður manns og nátt- úru. Náttúran varð að hlutgerðu við- fangi sem ná mætti valdi á og ráðskast með. Þar er gildasta rót umhverfisvanda nútímans. Söfnun náttúrugripa var ekki einber yfirlýsing um fjölbreytni sköpunarverks Guðs því að með því að gera gripina að dauðum hlutum í safni var ýtt undir hlutgervingu og jafnvel hina vélrænu sýn. Hugmyndin fól í sér endanleika tilverunnar og fullkomin tök mannsins á henni. Á miðöldum hafði sá endan- leiki verið í höndum Guðs og þar með utan seilingar manna. Flokkun lífrík- isins felur í sér annars konar hugmynd um endanleika, að maðurinn geti náð utan um kerfi náttúrunnar. Ole Worm flokkaði dýr og aðrar hliðar veruleikans eins og margir aðrir en síðar kom Linné fram með miklu markvissari flokkun lífvera en áður hafði sést. Sú flokkun er þó kyrrstæð en ekki framvinda eða ferli sem núorðið er talið lykileinkenni líf- ríkisins og vistkerfa. Þessi heillandi forsaga náttúruvís- inda segir margt um afstöðu fólks til náttúrunnar. Þekking óx ógnarhratt, en Teikning af geirfugli úr stílabók Abrahams Russels frá 1793. Á myndinni stendur „Sjó- vávkin“ (Sea-Woggin, geirfugl) sem fannst á miðum við Nýfundnaland. Náttúrufræðingurinn 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.