Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 50
(eða á víðavangi utan grenjatíma) og hins vegar fæðuagnir úr refasaur. Athugan- irnar endurtók hann mánaðarlega í tvö ár. Niðurstöður sínar birti Páll meðal annars í Fréttabréfi veiðistjóra árið 1987.12 Þar kom fram að melrakkar væru tækifær- issinnar sem auðveldlega gætu lagað sig að breyttum fæðuskilyrðum. Breytileiki í fæðuvali refa væri jafnframt að miklu leyti háður árstíðabundnu framboði, svo sem varptíma fugla, en einnig tíðarfari, sem er ófyrirsjáanlegt. Nokkuð áberandi munur kom fram í árstíðasveiflum stað- bundinna fæðutegunda annars vegar og þeirrar fæðu sem rak á fjörur refa hins vegar. Til dæmis var æðarfugl mikilvæg fæða refa yfir sumartímann og fannst þá í allt að 50% saursýna. Fýll fannst í allt að 20% saursýna að vorlagi en lítið um vet- urinn. Síðla vetrar og fram á vor átu refir mikið af svartfugli (aðallega stuttnefju og langvíu) og innihéldu allt að 60% saursýna frá þeim tíma svartfugl. Þess ber að geta að fýll og svartfugl voru ekki algengir í fæðu refa á sumrin enda urpu hvorki fýlar né svartfuglar (nema teista) í Ófeigsfirði. Veðurfar þá tvo vetur sem Páll dvaldist í Ófeigsfirði virðist hafa haft markverð áhrif á fæðuframboð fyrir refi. Hann sagði frá því að í mars 1979 hefði snöggkólnað svo fjörðinn lagði en þegar ísa tók að leysa gerði hvassa norðanátt með miklu brimi. Barst mikið af þangi og dauðum sjófugli upp í íshrönglið í fjörunni og gengu refir í það sem þeir náðu í, bæði fugl og krækling. Þegar leið á sumarið var mikið af þangflugulirfu í rotnandi þanginu og sóttu refir þá mjög í það. Þannig sköpuðust óvænt skilyrði og aukið framboð fæðu á þessum stutta veðurkafla, sem dugði fyrir refi frá því síðla vetrar og fram eftir sumri.12 Aðrar athuganir á fæðuvali refa, með greiningu á fæðuleifum í saur,13 magainnihaldi14 og við greni15 styðja við þær niðurstöður Páls að sjófugl og fæða af hafrænum upp- runa sé helsta fæða tófunnar á strand- svæðum vestanlands. Rannsókn Hálf- dánar Helgasonar (2008) á fæðuleifum úr refasaur og magainnihaldi dýra sem veidd voru að vetrarlagi leiddi jafn- framt í ljós að ásamt vaðfuglum, rjúpu og gæsum eru stór spendýr algengust á matseðli refa inn til landsins.13 Athugun Snæfríðar Pétursdóttur (2015) á maga- innihaldi refa sem veiddir voru að vetrar- lagi leiddi ennfremur í ljós að til viðbótar við sjófugl eru fiskur og hryggleysingjar algeng fæða refa á strandsvæðum vest- anlands en ekki inn til landsins.14 Lang- tíma samanburður Snæbjarnar Páls- sonar o.fl. (2016) á fæðuleifum við greni við sjávarsíðuna á Vestfjörðum og inn til landsins sýndi að tíðni sjófugla (aðallega fýls), gæsa og vaðfugla breytist í takt við breytingar á stærð refastofnsins, bæði austanlands og vestan.15 Fæðuleifar við greni gefa þó aðeins vísbendingu um fæðu refa að sumarlagi enda sést aðeins hluti fæðunnar sem er nægilega stór eða skilur eftir sig ummerki, s.s. vængir eða eggjaskurn. Með greiningu á stöðugum sam- sætum köfnunarefnis og niturs úr vefjum er hægt greina uppruna kol- vetna og próteina í fæðu sem neytt er yfir lengra tímabil. Samanburður á tíðni og hlutfalli stöðugra samsætna þessara frumefna veitir til dæmis upplýsingar um það hvort fæðan er af hafrænum eða landrænum uppruna.16−18 Slíkar rann- sóknir hafa verið gerðar á fæðu refa hér- lendis og hafa niðurstöður þeirra verið í nokkuð góðu samræmi við áðurnefndar niðurstöður athugana á magainnihaldi og saur, svo sem um mun á fæðu dýra sem lifa við ströndina og inn til landsins. Jafnframt sýna mælingar á stöðugum samsætum að þótt refir hafi góðan að- gang að sjávarfangi getur fæða þeirra jafnframt verið landræn að talsverðum hluta.16,17 Greining fæðuleifa í saur sýnir jafnframt breytileika eftir árstíðum og endurspeglar hæfileika tófunnar til að nýta sér þá fæðu sem helst er í boði á hverjum stað á hverjum tíma.12 Niðurstöðum athugana með mis- munandi aðferðum ber því saman um að á Íslandi sé um að ræða landfræði- legan mun á fæðuvali refa, sem líklega endurspeglar framboð á hverjum stað og tímabili. Þannig sé meginuppistaða fæðunnar á strandsvæðum vestan til á landinu af hafrænum uppruna, að- allega sjófuglar og æðarfugl en einnig fiskur og hræ sjávarspendýra. Austar og inn til landsins eru fæðutegundir oftar af landrænum uppruna, svo sem Mórauðir yrðlingar við greni. / Arctic fox cubs of the blue morph at a den. Ljósm./Photo: Terry Wittaker. Náttúrufræðingurinn 50 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.