Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 55
að framboð maka og óðala hefur verið fyrir hendi þannig að rými (burðar- geta) hefur verið á landinu fyrir viðhald stofnsins eða jafnvel fjölgun. Í þriðja lagi hafa lífslíkur og fæðuframboð að vetrarlagi skapað nægilega hagstæðar aðstæður til þess að jafnvel yngstu dýrin komast af og geta tímgast. Geldhlut- fallið hefur tekið breytingum þannig að hlutfall kynþroska læðna sem tóku þátt í tímgun hækkaði í takt við fjölgun í refastofninum, og allt að helmingur eins árs læðna tók þátt í tímgun þegar stofn- stærðin var í hámarki árið 2008. NIÐURLAG Ætla má að fæðuframboð íslenskra refa hafi aldrei náð þeim hæðum sem al- gengar eru í góðæri hjá stofnum á læm- ingjasvæðum. Hér er fæðuframboðið fjölbreytt, tiltölulega stöðugt og fyrirsjá- anlegt frá ári til árs. Þetta endurspeglast með þeim hætti að hér er tímgun árleg og meðalfrjósemi og gotstærð stöðug, en minni en gengur og gerist meðal melrakka á læmingjasvæðum.38 Íslenski melrakkinn er tækifærissinni sem getur lagað fæðuval sitt að breytingum í fram- boði fæðugerða, bæði eftir árstíðum og milli ára. Hvalrekaáhrif í formi tíma- bundinnar viðbótarfæðu geta haft stað- bundin áhrif á lífslíkur að vetri og getu til tímgunar, jafnvel gotstærð. Munur á fjölda legöra annars vegar og hins vegar fjölda yrðlinga sem sjást á grenjum (gotstærð) er vísitala á lífslíkur yrðlinga frá meðgöngu til 4−5 vikna aldurs, sem virðast að einhverju leyti tengdar veður- fari að vori.8 Fjöldi yrðlinga sem lifir yfir sumarið ræðst einkum af fæðuframboði innan þess óðals sem foreldrar þeirra ráða yfir og geta tilviljunarkenndir við- burðir og atferli dýranna skipt sköpum hvað varðar afkomu fjölskyldunnar.33 Sáralitlar sveiflur í frjósemi eru helsta sérstaða íslenska melrakkans í saman- burði við aðra stofna tegundarinnar, enda er hvorki hægt að tengja fall né ris stofnsins til breytinga í frjósemis- vísum, hvorki fjölda fóstra á meðgöngu né gotstærð. Hæfileiki tófunnar til að tileinka sér fæðu eftir framboði á hverjum stað á hverjum tíma hefur gert tegund- inni kleift að lifa hér af við misjafnar aðstæður um þúsaldir. Þessi að- lögunarhæfni er lykilatriði í breytilegu umhverfi og geta breytingar í fæðuvali melrakka því gefið vísbendingar um at- burði eða breytingar í vistkerfinu, svo sem breytingar á ástandi bráðartegunda. Nýlegar rannsóknir á stöðugum samsætum úr kjálkabeinum refa frá árunum 1979−2015 benda til áhuga- verðrar íhaldssemi í fæðuvali refa inn til landsins. Þrátt fyrir mikla aukningu í gæsastofnum virtist rjúpan mikilvægust einstakra fæðutegunda og ekki mæld- ist aukning í gæs meðal fæðutegunda, hvorki á strandsvæðum né innan- lands. Jafnframt benda þær til að vöxt refastofnsins á strandsvæðum megi rekja til vaxandi hlutar sjófugla í fæðunni, en það hlutfall minnkaði eftir því sem stofnbreytingarnar urðu neikvæðari.20,21 Þessi breyting á samsetningu fæðu á strandsvæðum Vestfjarða kemur einnig fram í athugunum á fæðuleifum við greni á Hornströndum, þar sem mikill munur er á samsetningu fæðugerða nú og fyrir 20 árum.25,26 Breytingar í fæðu- vali íslenskra melrakka endurspegla stofnbreytingar bráðartegunda.15,20,21 og hefur framboð fæðu stýrt því hversu mikið rými var til fjölgunar eða fækk- unar í refastofninum.20,8 Þær breytingar í geldhlutfalli og fjölda gota sem komast á legg á hverju ári benda til þess að að það sé samkeppni um fæðu og óðul sem sé og hafi verið helsti drifkraftur stofn- breytinga hjá íslenska refnum. Þátt- taka yngstu kynslóðarinnar hefur skipt miklu máli á þeim tíma þegar fjölgun í refastofninn var mest. FRAMTÍÐIN Tófan gegnir mikilvægu hlutverki sem topp-afræningi og sem vísitegund um breytileika í ástandi vistkerfa.40 Rann- sóknir og vöktun á fæðuvali refa nýtast því vel sem vísir á umhverfisbreytingar og áhrif þeirra á vistkerfi og lífríki, bæði 2. mynd. Meðalfjöldi legöra í íslensk- um refalæðum eftir aldri á tímabilinu 1986−2016. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk meðaltalsins. Lárétta línan sýnir meðalfjölda legöra í 1−6 ára læðum (5,4). Tölur í sviga eru fjöldi sýna í hverjum aldurshópi. − Annual mean number of pla- cental scars in Icelandic Arctic fox vixens by age, during the period 1986−2016. The vertical lines express 95% confidence limits. The horizontal line shows the aver- age number of placental scars in 1–6-year- old vixens. Numbers in brackets are sam- ple size for each age group. Aldur / Age 2 2 3 4 5 6 7 M eð al fjö ld i l eg ör a / M ea n pl ac en ta l s ca rs (833) (671) (287) (135) (60) (52) (33) (18) (11) (8) 4 6 8 10 55 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.