Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 13
Þéttleiki varpfugla og framvinda gróðurs í reitum Þéttleiki varpfugla Heildarfjöldi hreiðra í gróðurreitum og við þá hefur verið mjög misjafn eftir árum tímabilið 2003–2021. Fæst voru hreiðrin 19 árin 2010 og 2018 en flest 52 árin 2008 og 2017. Á þessu 19 ára tímabili var meðalfjöldi hreiðra ár hvert 0–7,2 á 1000 m2 talningarhring. Yfir tímabilið voru hreiður skráð í 14 af 29 reitum (6. mynd). Flest voru hreiðrin í reitum 1–10 sem voru í elsta hluta varpsins (2. mynd). Í reitum 22 og 23 við austurjaðar varpsins jókst varp á síðustu árum og einnig í reitum 30 og 37 á norðurtanga. Þá fundust hreiður einnig við reiti 16 og 31 (6. mynd). Sú niðurstaða sem fengist hefur með þessum talningum segir ekki alla söguna. Þétt varp tók að myndast á suðurhluta eyjarinnar árið 1986, rúm- lega 15 árum áður en hreiðurtalningar hófust, og voru reitir 1,3, 4 og 6 á því svæði (2. mynd). Þar hefur gróður verið gróskumestur undanfarin ár. Yfir tímabilið 2003–2021 voru að meðaltali 34 hreiður á ha við reiti (1, 3, 4, 6 –10) í meginvarpinu á ári hverju. Plöntutegundir í reitum Í gróðurúttekt á reitum í Surtsey sum- arið 2020 voru alls skráðar 27 tegundir æðplantna. Fjöldi tegunda í reit var á bilinu 3–15 en meðalfjöldi 7,3. Fæstar voru tegundir í reitum nr. 6 og 20 (2. mynd). Hinn fyrrnefndi, sem er í elsta hluta máfavarpsins, var þakinn breiðu af túnvingli (Festuca richardsonii) með ívafi af vallarsveifgrasi (Poa pratensis) og haugarfa. Hinn síðarnefndi er á vikrum langt utan varps, lítt gróinn og með strjálingi af fjöruarfa, holurt (Silene uniflora) og hundasúru (Rumex acetos- ella). Flestar voru tegundir hins vegar í reit nr. 23 sem er við austurjaðar varps- ins og hálfgróinn. Ríkjandi tegundir í honum voru túnvingull, vallarsveifgras, skarifífill og skammkrækill (Sagina procumbens). Þegar skoðað er hvernig sambandi gróðurþekju og tegundafjölda var háttað árið 2020 kemur í ljós að tegundum fjölgaði skarpt með vaxandi þekju og fór yfir 10 við 10–40% gróð- urþekju. Tegundum fækkaði eftir það og voru þær 4–6 í fullgrónum reitum (7. mynd). Af tegundum sem fundust í reitum í Surtsey 2020 voru 6 skráðar í helmingi reita eða fleiri. Þetta voru vegarfi (Cer- astium fontanum), fjöruarfi, skamm- krækill, holurt, melgresi og vallarsveif- gras (8. mynd). Ef þetta er borið saman við árið 2000 kemur í ljós að flestar tegundir höfðu sótt í sig veðrið frá þeim tíma. Það endurspeglar landnám nýrra tegunda og aukna útbreiðslu þeirra og annarra sem fyrir voru. Fáeinar allút- breiddar tegundir, þ.e. varpasveifgras, varpafitjungur, skarfakál og blálilja, höfðu látið undan síga. Enn aðrar, sem þá stóðu tæpt, voru horfnar úr gróður- reitum (8. mynd). Flokkun reita og tegunda Við klasagreiningu komu fram fjórir meginhópar reita (H1–H4, 9.–13. mynd). Fyrstu tveir hóparnir (H1 og H2) sam- anstóðu af reitum sem voru í máfavarp- inu (reitir 1–10) á suðurhluta eyjarinnar eða við jaðar þess (reitir 22 og 23). Annars vegar voru þetta reitir á sand- orpnu hrauni innan varpsins (H1), sem einkenndust af gróskumiklum melgres- isbreiðum. Þær voru ríkar af haugarfa, vallarsveifgrasi, túnvingli, baldursbrá (Tripleurospermum maritimum) og túnfífli (Taraxacum sp.) (10. mynd). Í þessum reitum var þekja 129%, fjöldi tegunda 5,3 og kolefni í jarðvegi 1,4% að meðaltali árið 2020. Í þeim og við þá höfðu þá verið skráð að meðaltali 2,8 hreiður sjófugla frá árinu 2003. Hins vegar voru reitir á hraunklöppum innan varpsins (H2) þar sem var gróskuminna graslendi á mismunandi framvindu- 6. mynd. Meðalfjöldi máfa- og fýlshreiðra í og við gróðurreiti í Surtsey 2003–2021. Reitir 1–23 höfðu allir verið settir niður árið 2003 en aðrir seinna (sjá 1. töflu) og voru þá utan varpsvæða. Ekki er útilokað að hreiður hafi því verið vantalin við reiti 30 og 37. Hreiður voru talin árlega á 1000 m2 hringlaga svæði umhverfis reiti. – Average number of seabird nests recorded within and around permanent plots on Surtsey during 2003–2021. Nests were counted annually within 1000 m2 circular area. Plots 1-23 had all been established in 2003, other plots later (see table 1) but were outside breeding areas at establishment. However, nests by plots 30 and 37 may be unaccounted for. 0 1 3 4 6 7 8 9 10 23 22 31 30 37 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 29 32 33 34 35 36 Fj öl di h re ið ra á á ri / N o. o f n es ts y r-1 Máfavarp á suðurhraunum / Gull colony on southern lava fields Norðurtangi / Northern spit Önnur svæði utan varps / Other areas outside of gull colony Reitir / Plots Máfar / Seagulls Fýll / Fulmar 1 2 3 4 5 6 7 8 13 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.