Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 20
Tekin voru sýni við gróðurreiti og borin saman svæði í elsta hluta máfavarpsins á suðurhluta eyjarinnar og svæði utan varps. Í stuttu máli var niðurstaða þeirra sú að utan varpsvæða hefðu á hverju ári bundist 0,7 kg N ha-1 sem að mestu væri komið frá úrkomu. Innan máfavarpsins var myndin allt önnur. Þangað höfðu fuglarnir að meðaltali flutt köfnunarefni sem nam 47 kg N ha-1 á ári.29 Þess má geta að algengur áburðarskammtur á ræktuð tún hér á landi67 er 90–140 kg N ha-1. Af túnum er hins vegar mestur hluti árlegs vaxtar plantna ofanjarðar fjarlægður á hverju ári í heyjum og þar með stór hluti áburðarefna. Í Surtsey liggur hann á staðnum og rotnar niður í svörðinn. Þáttur sela Á undanförnum árum hefur vaknað grunur um að útselur hafi átt þátt í þéttingu gróðurs á norðurtanga eyjar- innar, einkum á síðasta áratug. Líkt og sjófuglar flytja selir og sæljón næring- arefni frá sjó til lands, einkum þar sem dýrin dveljast í látrum eða hópa sig á hvíldarsvæðum.68−70 Árið 1983 varð þess fyrst vart að útselur væri tekinn að kæpa á tanganum í Surtsey. Útselur kæpir að hausti og fara fyrstu urtur að mjaka sér upp í látur þegar líður á september en kæping stendur hæst um miðjan október. Síðbúnir kópar eru lík- lega í látri fram í desember. Frá árinu 1986 hefur útselur í Surtsey verið talinn reglubundið með myndatöku úr flugvél. Talningin er hluti af vöktun selastofna við Ísland. Útselsstofninn var síðast metinn árið 2017. Fjöldi sela hefur verið misjafn. Í Surtsey hafa sést á bilinu 15– 67 kópar en áætlað hefur verið að yfir 100 urtur hafi kæpt í eynni þegar mest hefur verið. Á seinni árum hefur mynd- ast þar stærsta látur útsels við suður- strönd Íslands.71,72 Haustið 2019 var flogið yfir Surtsey hinn 18. október á vegum Náttúru- fræðistofnunar Íslands til að ljósmynda útseli í látri, kanna dreifingu þeirra og bera saman við útbreiðslu gróðurs á tanganum. Á myndum voru taldir 94 selir, 32 fullorðnir, flest urtur, en kópar 62. Margir selanna lágu inni á tanganum þar sem gróður var þéttastur.32 Vart leikur vafi á að selurinn hefur þar tals- verð áburðaráhrif sem kemur gróðri á tanganum til góða. Nokkurt varp svart- baks er þar einnig og eykur á áburðinn.32 Spyrja má hví gróður hafi ekki þétt sig mun fyrr á tanganum líkt og gerðist í máfavarpinu á suðurhluta eyjarinnar. Þar á eru líklega nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi hefur tanginn farið minnk- andi með árunum og með fjölgun sela í látri hefur þéttleiki þeirra aukist á því svæði sem eftir stendur. Í öðru lagi ber- ast áburðarefni frá selnum til jarðvegs að hausti eftir að vaxtartíma plantna lýkur. Að vetri gengur sjór yfir tangann og útskolun á sér stað. Í þriðja lagi benda rannsóknir til að losun frá útsel í látri í formi saurs og þvags sé hlutfallslega lítil miðað við stærð skepnunnar. Kópar nærast eingöngu á móðurmjólk þegar þeir eru uppi í látri og halda fast í það sem ofan í þá fer.73−75 Í lok október 2019 gafst færi á að stíga fæti á land í Surtsey í stuttri heimsókn og var þá farið norður á tangann til að gæta að útselum í látri (16. mynd), en nánar hefur verið fjallað um það annars staðar.32. Allt bendir til að áfram muni ganga á tangann og hann hverfa á næstu áratugum. Við það verða dagar látursins einnig taldir. Áhrif útsels á gróður í eynni verða því mun skammvinnari og taka til miklu minna svæðis en þau af sjófuglum. Vistkerfi tekur stakkaskiptum Landnám og framvinda í Surtsey hefur ekki gengið jafnt og þétt. Skortur á nær- ingarefnum í jarðvegi, einkum köfnun- arefni, hamlaði mjög landnámi plantna í eynni framan af og einnig hægur að- flutningur nýrra tegunda. Segja má að þetta hafi verið hæstu þröskuldarnir76 sem vistkerfið þurfti að yfirstíga til að komast úr hægagangi. Hvort tveggja leystist með fjölgun varpfugla í eynni sem síðan hafði keðjuverkandi áhrif á alla framvindu og ferla. 15. mynd. Þróun í tegundafjölda í fjórum föstum reitum í Surtsey frá því þeir voru settir niður og til ársins 2020. Reitirnir eru hinir sömu og sýndir eru á 16. mynd. – Development in species richness in four permanent plots on Surtsey, the plots are the same as shown on Fig. 15. Fj öl di te gu nd a / Sp ec ie s ric hn es s R1 R6 R22 R13 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 0 2 4 6 8 10 Náttúrufræðingurinn 20 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.