Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2023, Side 20
Tekin voru sýni við gróðurreiti og borin saman svæði í elsta hluta máfavarpsins á suðurhluta eyjarinnar og svæði utan varps. Í stuttu máli var niðurstaða þeirra sú að utan varpsvæða hefðu á hverju ári bundist 0,7 kg N ha-1 sem að mestu væri komið frá úrkomu. Innan máfavarpsins var myndin allt önnur. Þangað höfðu fuglarnir að meðaltali flutt köfnunarefni sem nam 47 kg N ha-1 á ári.29 Þess má geta að algengur áburðarskammtur á ræktuð tún hér á landi67 er 90–140 kg N ha-1. Af túnum er hins vegar mestur hluti árlegs vaxtar plantna ofanjarðar fjarlægður á hverju ári í heyjum og þar með stór hluti áburðarefna. Í Surtsey liggur hann á staðnum og rotnar niður í svörðinn. Þáttur sela Á undanförnum árum hefur vaknað grunur um að útselur hafi átt þátt í þéttingu gróðurs á norðurtanga eyjar- innar, einkum á síðasta áratug. Líkt og sjófuglar flytja selir og sæljón næring- arefni frá sjó til lands, einkum þar sem dýrin dveljast í látrum eða hópa sig á hvíldarsvæðum.68−70 Árið 1983 varð þess fyrst vart að útselur væri tekinn að kæpa á tanganum í Surtsey. Útselur kæpir að hausti og fara fyrstu urtur að mjaka sér upp í látur þegar líður á september en kæping stendur hæst um miðjan október. Síðbúnir kópar eru lík- lega í látri fram í desember. Frá árinu 1986 hefur útselur í Surtsey verið talinn reglubundið með myndatöku úr flugvél. Talningin er hluti af vöktun selastofna við Ísland. Útselsstofninn var síðast metinn árið 2017. Fjöldi sela hefur verið misjafn. Í Surtsey hafa sést á bilinu 15– 67 kópar en áætlað hefur verið að yfir 100 urtur hafi kæpt í eynni þegar mest hefur verið. Á seinni árum hefur mynd- ast þar stærsta látur útsels við suður- strönd Íslands.71,72 Haustið 2019 var flogið yfir Surtsey hinn 18. október á vegum Náttúru- fræðistofnunar Íslands til að ljósmynda útseli í látri, kanna dreifingu þeirra og bera saman við útbreiðslu gróðurs á tanganum. Á myndum voru taldir 94 selir, 32 fullorðnir, flest urtur, en kópar 62. Margir selanna lágu inni á tanganum þar sem gróður var þéttastur.32 Vart leikur vafi á að selurinn hefur þar tals- verð áburðaráhrif sem kemur gróðri á tanganum til góða. Nokkurt varp svart- baks er þar einnig og eykur á áburðinn.32 Spyrja má hví gróður hafi ekki þétt sig mun fyrr á tanganum líkt og gerðist í máfavarpinu á suðurhluta eyjarinnar. Þar á eru líklega nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi hefur tanginn farið minnk- andi með árunum og með fjölgun sela í látri hefur þéttleiki þeirra aukist á því svæði sem eftir stendur. Í öðru lagi ber- ast áburðarefni frá selnum til jarðvegs að hausti eftir að vaxtartíma plantna lýkur. Að vetri gengur sjór yfir tangann og útskolun á sér stað. Í þriðja lagi benda rannsóknir til að losun frá útsel í látri í formi saurs og þvags sé hlutfallslega lítil miðað við stærð skepnunnar. Kópar nærast eingöngu á móðurmjólk þegar þeir eru uppi í látri og halda fast í það sem ofan í þá fer.73−75 Í lok október 2019 gafst færi á að stíga fæti á land í Surtsey í stuttri heimsókn og var þá farið norður á tangann til að gæta að útselum í látri (16. mynd), en nánar hefur verið fjallað um það annars staðar.32. Allt bendir til að áfram muni ganga á tangann og hann hverfa á næstu áratugum. Við það verða dagar látursins einnig taldir. Áhrif útsels á gróður í eynni verða því mun skammvinnari og taka til miklu minna svæðis en þau af sjófuglum. Vistkerfi tekur stakkaskiptum Landnám og framvinda í Surtsey hefur ekki gengið jafnt og þétt. Skortur á nær- ingarefnum í jarðvegi, einkum köfnun- arefni, hamlaði mjög landnámi plantna í eynni framan af og einnig hægur að- flutningur nýrra tegunda. Segja má að þetta hafi verið hæstu þröskuldarnir76 sem vistkerfið þurfti að yfirstíga til að komast úr hægagangi. Hvort tveggja leystist með fjölgun varpfugla í eynni sem síðan hafði keðjuverkandi áhrif á alla framvindu og ferla. 15. mynd. Þróun í tegundafjölda í fjórum föstum reitum í Surtsey frá því þeir voru settir niður og til ársins 2020. Reitirnir eru hinir sömu og sýndir eru á 16. mynd. – Development in species richness in four permanent plots on Surtsey, the plots are the same as shown on Fig. 15. Fj öl di te gu nd a / Sp ec ie s ric hn es s R1 R6 R22 R13 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 0 2 4 6 8 10 Náttúrufræðingurinn 20 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.