Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 28
INNGANGUR − HOLUR KORTLAGÐAR Árin 2001 og 2002 fór fram árleg kvörðun dýptarmæla í rannsóknar- skipinu Árna Friðrikssyni í Arnar- firði. Í hléum var fjölgeislamælir skips- ins gangsettur og mælt með honum í firðinum. Unnið var úr þessum gögnum og útbúið kort af firðinum (1. mynd). Þetta kort gaf ýmsar upplýsingar um botn fjarðarins. Þar á meðal komu í ljós smáatriði í lögun þverhryggja ( jökul- garða) á botninum. Samkvæmt ábendingu Guðmundar Bjarnasonar skipstjóra var ákveðið síðara árið að mæla langt inn eftir Geirþjófsfirði. Rækjusjómenn höfðu sagt honum frá misdýpi á þeim slóðum. Í ljós kom að um miðbik fjarðarins var að finna holur í botnsetinu. Sumar þeirra reyndust vera bæði stórar og djúpar (2. mynd). Niðurstöður mælinganna hafa verið aðgengilegar á heimasíðu Hafrann- sóknastofnunar og verið kynntar á fundum en ekki birtar á prenti. Þó er margt athyglisvert í þeim, og mörgum hafa fundist holurnar í Geirþjófsfirði sér- lega áhugaverðar. Þær gáfu tilefni til frek- ari könnunar, sem hér verður greint frá. MÆLINGAR KÖFUNAR- ÞJÓNUSTUNNAR Í nóvember og desember 2022 gafst tækifæri til að kanna holurnar í Geir- þjófsfirði nánar. Mælingabátur Köfunar- þjónustunnar var í bæði skiptin í verk- efnum í Arnarfirði, búinn fjölgeisla- mæli og setþykktarmæli. Var ákveðið að skjótast inn í Geirþjófsfjörð og freista þess að afla frekari upplýsinga. NIÐURSTÖÐUR Fjölgeislamælingarnar Dýpi Dýptarkort Köfunarþjónustunnar er sýnt á 3. mynd. Þar sjást þrjár stórar holur og þrjár minni. Þessar holur komu allar fram í mælingu Hafrann- sóknastofnunar. Botninn á mælinga- svæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi. Fjörðurinn grynnkar bratt að strönd norðan og sunnan fjarðar, og sést drjúgur hluti suður- hlíðarinnar á kortunum. 1. mynd. Fjölgeisla-dýptarkort byggt á mælingum Hafrannsóknastofnunar 2001 og 2002. Dökkblár litur markar mesta dýpið, meira en 100 metrar. − A multibeam chart of Arnar- fjörður, NW-Iceland, made from Marine Research Institute data from 2001 and 2002. 2. mynd. Mælingar Hafrannsóknastofnunar innst í Geirþjófsfirði leiddu í ljós stórar holur í botninum. Sjávardýpi á svæðinu er um 70 metrar, en holurnar ná allt að 20 metrum niður fyrir það dýpi. Byggt á gögnum Hafrannsóknastofnunar. − A detail from the MRI surveys. This is in Geirþjófsfjörður, and shows holes in the bottom sediment. The holes are dug into the fjord bottom at about 70 metres’ depth. 3. mynd. Svæðið sem mælt var í nóvember og desember 2022. Litirnir tákna mismunandi dýpi, og bil milli hnitakrossa er 200 metrar. − A survey by the Icelandic Diving Service in Nov.-Dec. 2022 provided a more detailed view of the holes. Náttúrufræðingurinn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.