Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 45
Dularhöfundurinn „Möðruvellingur“ stendur í ritdeilu við „einn“ í Þjóðólfi ári síðar, og þar ber vesturferðirnar sannar- lega á góma:13 Að minnsta kosti mun eg eigi til þeirra leita sem ætla hreint að leka niður eins og þrátt tólgarkerti undir þunga einungis sinnar eigin hrygg- lengju, mænandi vonaraugum til mis- kunnsömu stjórnarinnar vestan við hafið, að hún flytji sig vestur á auðn- irnar í Canada, til „bolahundanna“, „veggjalúsarinnar“ og „skonksins“, það er allra síst fært. Sveinn Brynjólfsson agent eða „út- flutningsstjóri“ frá Vopnafirði skrifar ferðasögu sína um Íslendingabyggðir vestra í nokkur tölublöð Landnemans árið 1892.14 Þar viðurkennir hann ýmsa ókosti búsetu vestra en reynir bæði að lýsa kostunum og draga úr ótta við það sem andstæðingar telja fram, „sum- arfrostin, þá haglið, þá þrumueldana, þá sléttueldana, þá vetrarkuldana, þá sumarhitana, þá flugurnar, þá flærnar og seinast veggjalýsnar“. Hann fjallar í nokkru máli um hvern þessara ókosta, og kemur að að lokum að flugunum, sem eru „margskonar og allar leiðin- legar“ – mosquitos, bolahundar, sandfl- ugur, húsflugur. Svo koma flærnar … og: „Þá eru nú eftir veggjalýsnar, sem eru einna ljótastar af öllum þessum smá- kvikindum; þær eru á stærð við litlar færilýs, og eru mikið algengar í gömlum og lélegum húsum, en í nýjum húsum eru þær ekki, og með góðri pössun er hægt kostnaðarlítið að verja flest hús fyrir þeim.“ Svo mörg voru þau orð. Í ljósi lýsing- anna í innskotsgrein C er þó ef til vill að- eins ofsagt um húsvörnina í lok síðustu málsgreinar. Deilur um vesturferðir stóð fram á næstu öld en það hljóðnaði mjög um Cim- ex lectularius í þeirri umræðu um þetta leyti – enda var hún nú komin til gamla landsins án nokkurra afskipta vesturfara. SAMNORRÆNAR VEGGJALÝS Eins og Karl Skírnisson bendir á er orðið veggjalús ekki heppilegt heiti á söguhetju okkar, af því hún er alls ekki lús, heldur títa. Sem sjá má að ofan hefur heitið stundum verið notað um veggjatítluna, sem er heldur ekki heppilegt af því hún er bjalla, ekki lús. Þessi misskilningur er reyndar ekki íslenskur því allt bendir til að orðið sé komið hingað úr grannmálum okkar. Á dönsku heitir dýrið (eða bæði dýrin) væggelus frá því snemma á 18. öld að minnsta kosti – og þar hefur það tekið sér verðugan sess í orðskviðum Dana: Tre ting gør ondt i bondens hus: Ond kvinde, røg og væggelus.15 Reyndar er blóðsugan núna kölluð líka sengelus á dönsku. Svíar: vägglus, og á fornsænsku väggia lus.16 Færeyingar nota sama orð og við, veggjalús (frb. vedsja-), en Norðmenn fara á undan með góðu for- dæmi og reyna að vera akkúrat í skor- dýraheitunum. Í stóru norsku netorða- bókinni fæst vissulega svar við leit að veggelus, en það svar er: „misvisende navn på veggedyr“.17 CIMEX LECTULARIUS Í ÍSLENSKUM BÓKMENNTUM Það er alkunna að öll lífsreynsla og umhugsan Íslendinga finnur að lokum stað í bókmenntum þjóðarinnar – ekki síst kveðskapnum. Þetta á líka við um rúmtítuna eða veggjalúsina sem árið 1920 hélt innreið sína í litteratúr sögu- eyjunnar. Það var raunar skáld í Kaup- mannahöfn sem ruddi henni brautina, og orti um atburði sem þar höfðu orðið – samskipti skordýrsins og efnaverk- fræðistúdents nokkurs sem hafði leigt sér herbergi í stórborginni. Veggjalúsarkvæði barst manna á milli í munnlegri geymd eða á lausum blöðum eins og ýmis annar kveðskapur Jóns Helgasonar prófessors og for- stöðumanns Árnastofnunar, en rataði að lokum í heildarsafn höfundarins nokkru eftir andlát hans.18 Eftirtektarverð er nærfærin lýsing á at- gervi dýrsins og skapferli, og ekki síður samúð ljóðmælandans með því, jafnt í sigrum þess og lokaraun, þegar Geiri er frá því tekinn. Og hefur vart verið fegur ort um meindýr á íslensku. Vörpulegt dýr er veggjalús, vitni þess Geiri ber, fluttur var hann í fagurt hús, fullvel þar undi sér, lofaði mjög sín höpp og hag háttandi í dúnmjúkt ból; en leyfa áttu engan dag áður en rennur sól! Þrútin af vonsku vagar fram veggjalús býsna stór, framan í Geira hristi hramm, hugðist að fremja klór, jafnskjótt og Geiri hræddur hrein í holu lúsin þaut, gægðist samt út það eiturbein óðar en gólið þraut. Veggjalúsin með víðan skolt veglegan kappann beit, mannakjöt reyndist henni hollt, horskjátan gerðist feit; settur var Geiri á sjúkrahús, sat þar með nöguð þjó, Hungruð og voluð veggjalús veslaðist upp og dó. Lúkum vér þar veggjalúsarforsögu. Höfundur þakkar Karli Skírnissyni að- stoð og velvild, einnig þeim Þorleifi Haukssyni og Þórunni Björnsdóttur fyrir hjálp við bókmenntakaflann. Mörður er yfirlesari Náttúrufræðingsins og starfar í ReykjavíkurAkademíunni. Netfang: mordurarna@gmail.com 45 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.