Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 44
Þessar greinar eða bókarbrot eru eftir
merka vísindamenn, Svíann Torbern Olof
Bergman (1735−84), efna- og steinda-
fræðing: Rit um þá organísku eður lif-
andi hluti á jarðarhnettinum;7 og Þjóð-
verjann Anton Friedrich Büsching
(1724−93), jarðfræðing með meiru:
Undirvísan í náttúruhistoríunni fyrir
þá sem annaðhvort alls ekkert eður lítið
vita af henni.8
Þorbjörn Bergmann víkur að veggja-
lús þegar hann lýsir húsakynnum í
höfuðborg Perúríkis:
Í Líma, hvar ekkert vatn kemur, eru
húsin einungis þakin með þunnum
borðviði og litlu af mold til að stela
úr sólargeislunum, safnast þar í
svo mikil óværa, einkum veggjalýs
og flær, að þá bylur feykir stykki af
þessu lausaþaki niður í húsasundin
vaða menn í millíónum af óværu
þessari, eins og svartasta kolareyk.
Hér er líklegra − eða hvað? – að viðarætan
sé á ferðinni. Verður þó ekki slegið
föstu. En í náttúrusögu Büschings segir
meðal annars frá skordýrum með fjóra
vængi, og þar er þetta:
Mörg kyn þeirra eru með hýði yfir
vængjunum, sem annaðhvort að
nokkru eður öllu leyti skýlir þeim efri
vængjum, og er annaðhvort að hálfu
eður öllu leyti skelhart. Af hinum
fyrri eru margslags járnsmiðir, af
þeim síðari eru ýmsar tegundir með
sogbroddi, hvar á meðal eru veggja-
lýsnar* (jafnvel þó þær sem halda
sig í rúmum fólks séu vænglausar),
blaðlýsnar, sem almennt kallast
mjöldögg, og skarlatsormurinn.
Neðanmáls er svo frekari umfjöllun um
veggjalúsina:
Verst allra þessa kyns er sú veggja-
lús sem heldur sig í rúmum; pínir
hún einkum skinnveikt fólk mjög um
nætur. Mest heldur hún sig í gömlum
húsum og rúmstæðum af furutré,
helst ef gamall hálmur er í þeim.
Ýmis ráð eru við þessari óværð, nl.
tóbaksreykur, brennt skinn, kvika-
silfur, viktríl-olía hellt á grásalt; hinn
svonefndi flugnasveppur, útbleyttur
í vatni, og lögurinn ryðinn í holur
og rifur nokkrum sinnum, er raunar
gott meðal til að drepa veggjalýs.
Þær hafa svo að segja önga vængi
en þó stofninn til þeirra.
Hér eru sannarlega hafin fræðileg kynni
Íslendinga af Cimex lectularius.
BENEDIKT GRÖNDAL
STUTTORÐUR
Það er enginn vafi 1878 í Dýrafræði
Benedikts Gröndals (104), þar sem í
kaflanum um „Skorkvikindi, skordýr“
– undirkafla „Hálfgjör myndbreyting“
– undirundirkafla „Með sogmunni“ er
minnst á dýrið, atferli þess og heim-
kynni:9
Veggjalús (Cimex) er í útlöndum
og sækir í rúm og sýgur blóð úr
mönnum.
Alþýðufræðarinn Þórarinn Böðvarsson
(1825−95), prestur og alþingismaður,
er heldur ekki langorður um kvikindið
í dýrakynningu í Lestrarbók sem hann
gaf út fyrir ungmenni þjóðhátíðarárið
1874.10
Af veggjalúsum eru til margar teg-
undir; ein þeirra er sú er heldur sig
í rekkjum, flóin, bítur hún sofandi
menn, tegund sú æxlar mjög kyn
sitt, og getur soltið mörg ár. Hrein-
læti og gott loft útrýmir henni best.
Hér kallar hann hana fló, en áður hefur
komið fram að veggjalýsnar hafa „vængi
í kross“ og síðar er rætt um „hinar
eiginlegu flær“.
PLÁGUR VESTURHEIMS
Um það leyti sem Cimex lectularius berst
til Íslands stendur yfir mikil deila um
flutningana til Vesturheims. Fjöldaferðir
þangað hófust árin 1873 og 1874 og
standa síðan fram yfir aldamót. Há-
marki ná Vesturheimsferðinar árin
1887−88 þegar um 3.200 manns flytjast
úr landi – af um 70 þúsund.11
Stjórnvöld í Kanada og norðlægum
fylkjum Bandaríkjanna lögðu sig fram
um að hvetja Íslendinga til að koma
vestur, að ógleymdum agentunum sem
höfðu beinan hag af sem mestum flutn-
ingum. Vesturfararnir sjálfir skrifuðu
heim um ferðina og landnámið – og
hylltust til þess að leggja áherslu á kostina
en láta gallana liggja í þagnargildi.
Þar á móti mæltu ýmsir og töldu
ferðunum og flutningunum flest til for-
áttu, og mótaðist sú afstaða ekki síst af
nokkuð þrútinni þjóðerniskennd. Og
sumir reyndu svo einsog gengur að meta
hlutlægt kosti og galla.
Í þessar deilur blandast veggjalúsin
rétt ókomin til Íslands. Það eru að sjálf-
sögðu andstæðingar og efasemdarmenn
um vesturferðir sem halda henni á lofti
til varnaðar.
Gísli Jónasson bóndi á Svínárnesi í
Höfðahverfi flytur fyrirlestur í Reykja-
vík árið 189012 eftir ársdvöl vestra, meðal
annars í Manítóba og Dakóta, og telur
helstu ókosti landsins, vetrarfrost, ofsa-
hita á sumrum, og flugu −
sem er versta landplága. Þá er
veggjalúsin önnur landplágan, og
ekki betri. Hún er þar í öllum húsum,
nema steinhúsum, en þau eru fá-
gæt. Hvað mikið hreinlæti sem haft
er, rúmföt þvegin á viku hverri og
rúmstæðin hreinsuð sem best má
verða, þó er enginn vegur að verjast
þessu kvikindi. Helsta ráðið er að
láta rúmin standa langt frá vegg,
og láta rúmfæturna standa niðri í
vatni. Fætur og hendur bólgna upp
undan biti þessara kvikinda og fylgir
ákafur kláði.
Náttúrufræðingurinn
44
Ritrýnd grein / Peer reviewed