Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 21
Þau straumhvörf sem urðu í land- námi og vexti plantna í Surtsey eftir að máfabyggðin tók að myndast hafa komið fram í örri framvindu alls lífríkis. Flestar rannsóknir í eynni á seinni árum hafa sýnt sláandi mun milli svæða eftir þéttleika fugla og áburðaráhrifa í varpi. Þetta hefur meðal annars komið fram við rannsóknir á jarðvegsmyndun,29,47,62,77 losun koltvíoxíðs frá jarðvegslífverum, ljóstillífun og vexti gróðurs,27,32,33, land- námi fléttna, mosa og sveppa,48,78,79 jarð- vegslífi,31 smádýralífi á yfirborði28 og fuglalífi.38,80 Surtsey er ekki rík að tegundum varpfugla. Árið 2021 höfðu sautján tegundir reynt þar varp en undanfarin ár hafa um tíu tegundir verpt þar að staðaldri.81 Framvinda fuglalífs í eynni gefur áhugaverða mynd af breytingum á vistkerfi og fæðuvef sem þar hafa orðið gegnum árin. Fram til ársins 1996 höfðu aðeins sjófuglar orpið í Surtsey. Þá verða hins vegar þáttaskil og kveður við nýjan tón. Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) hefur varp í eynni, fyrstur allra landfugla. Hann fæðir unga sína á smá- dýrum og koma hans sýnir að gróður og smádýralíf hafði náð því stigi að rými var fyrir landfugla í vefnum sem verið var að spinna. Árið 2002 bætti í raddirnar en þá tóku maríuerla (Motacilla alba) og þúfu- tittlingur (Anthus pratensis) að verpa í eynni en báðar tegundirnar lifa á smá- dýrum og fæða unga sína á þeim. Jafn- framt var komið þangað grágæsarpar sem verpti og kom upp ungum.38 Þar með hafði grasbítur bæst í fuglafánu eyjarinnar. Á þessum tíma var samfellt graslendi í máfavarpinu orðið um 8 ha að flatarmáli.82 Hrafn, sem sést hafði í eynni frá fyrstu árum, hóf varp þar árið 2008. Byggði hann sér laup í vestari gígnum og kom upp ungum. Fæðuleifar við laupinn sýndu að hann fæddi unga sína meðal annars á eggjum sjófugla, einkum fýls sem mikið var orðið af í eynni.38 Kominn var til sögunnar afræningi sem trónir efst í fæðukeðjunni. Hrafn hefur síðan verið árviss varpfugl í Surtsey. Síðustu ár hafa fýll, teista, svartbakur, silfurmáfur, sílamáfur, snjótittlingur, maríuerla, þúfutittlingur, hrafn og líklega lundi orpið í Surtsey. Langstærstir eru stofnar fýls, svartbaks, sílamáfs, silfurmáfs og teistu.38,80 Landfuglarnir eru hins vegar mjög fáliðaðir. Sumarið 2021 voru í eynni um tugur af sólskríkjupörum, um fimm pör af þúfutittlingi og annað eins af maríuerlu. Eitt grágæsapar var þar með unga.81 Samfellt graslendi í Surtsey var þá orðið um 15 ha að heildar- flatarmáli.32 Hvert stefnir? Einhver þekktasta kenning vist- fræðinnar er sú sem MacArthur og Wilson83,84 settu fram um landnám og útdauða tegunda í eyjum og jafnvægi þar á milli, sem réði tegundafjölda þegar til lengri tíma er litið. Olli hún straumhvörfum í rannsóknum og þróun í eyjavistfræði en hefur þó ekki leyst allar gátur sem lausna hefur verið leitað við.54,85 Við höfum ekki skoðað gögn frá Surtsey eða öðrum Vestmannaeyjum ýtarlega með ofangreinda kenningu í huga. Ljóst er þó að náin tengsl eru milli stærðar eyjanna og fjölda æðplantna sem í þeim finnast. Allt bendir til að það endurspegli hægfara rof þeirra og niðurbrot fremur en upphaflega stærð og jafnvægi milli landnáms og útdauða. Við höfum enn ekki dæmi um að æð- plöntur hafi dáið út í Surtsey eftir að þær námu þar land og komu sér fyrir. Aðeins eru dæmi um misheppnaðar tilraunir til landnáms, að einstaklingur af nýrri tegund finnst en hverfur innan eins árs eða tveggja án þess að ná þroska og fjölga sér. Líklegt er að nýjar tegundir æð- plantna finnist í Surtsey á næstu ára- tugum og að eitthvað fjölgi í flóru eyj- arinnar áður en halla tekur að marki undan fæti. Rof Surtseyjar heldur hins vegar áfram og búsvæði hverfa. Gróður þéttist en tegundum fækkar. Lundi tók að gera sig heimakominn í hömrum í Surtsey árið 2004 og sást þar smjúga inn í glufur með síli í goggi. Hans hefur orðið vart í hömrunum síðan í flestum 16. mynd. Útselskópar í breiðum af melgresi og fjöruarfa á norðurtanga Surtseyjar.– Grey seal pups within beds of Leymus arenarius and Honckenya peploides by the northern shore of Surtsey. Ljósm./Photo: Borgþór Magnússon, 30. október 2019. 21 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.