Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 40
Staðan annars staðar á landinu Í greinargerð landlæknis frá 1934 kemur fram að í mörgum þeirra héraða sem svör bárust ekki frá hafi viðkomandi lækni verið ókunnugt um veggjalús. Sjálfur vissi landlæknir þó um veggjalýs í fjórum þessara héraða, í Reykjavík, á Ísafirði, á Húsavík og í Hornafirði. Héruð þar sem læknar aftur á móti staðfestu tilvist veggjalúsa þetta ár voru Hafnarfjörður (1 heimili utanbæjar), Bíldudalshérað (2 bæir), Þingeyrarhérað (16 heimili á 13 sveitabæjum), Flateyrarhérað (3 hús á Suðureyri), Hólmavíkurhérað (1 sveita- bær), Akureyri (1 hús) og Síðuhérað (2 sveitabæir).10 Árið 1934 hafði veggjalúsar því orðið vart í 11 af 49 læknishéruðum landsins. Næstu ár hélt útbreiðslan áfram. Árið 1942 er þess getið í heilbrigðisskýrslunum að allt sé morandi í veggjalús á elliheimil- inu á Ísafirði og 1944 er sagt frá því að veggjalús hafi borist til Norðfjarðar með sjómanni í Englandssiglingum, og sé komin í sex íbúðir.10 Uppruni veggjalúsa var því ekki alltaf rakinn til Vestfjarða. Veggjalús nær hámarki – Viðsnúningur næst með DDT Útbreiðsla og algengi veggjalúsa náði hámarki á Íslandi á árum heimsstyrj- aldarinnar síðari. En fljótlega eftir að hið öfluga skordýraeitur DDT bættist í vopnabúr landsmanna (sjá Innskot- skafla B) tók veggjalús að fækka og útbreiðslan dróst saman.16,17 Enn varð veggjalúsar þó vart á nýjum stöðum, svo sem árið 1947 á Varmalæk í Skagafirði.10 DDT var notað ótæpilega til að út- rýma veggjalús. Til að byrja með var það oft notað samhliða blásýru sem bræld var innandyra (sjá Innskotskafla A). Árangurinn lét sjaldnast á sér standa og er hann gjarnan tíundaður í Heilbrigðis- skýrslum.10 Á Vestfjörðum var farið að nota DDT árið 1945 en árið eftir var veggjalús víða algeng, sem marka má af því að við skólaskoðun í Þingeyrar- læknishéraði sáust útbrot eftir veggja- lýs á 83 börnum.10 Erfiðast var að eyða veggjalús í gömlum timburhúsum, en tókst þó á næstu árum. Staðan í Reykjavík á öðrum fjórðungi 20. aldar Veggjalús hafði þegar árið 1923 sest að í Pólunum í Reykjavík. Næstu ár skaut hún upp kollinum á sífellt fleiri nýjum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1930 hófust eitranir með blásýrugasi (sjá Innskotskafla A) en allt kom fyrir ekki og útbreiðslan jókst jafnt og þétt. Skjótur viðsnúningur varð þegar farið var að nota DDT árið 1945 (sjá Innskot- skafla B). Við lestur Heilbrigðisskýrslna næstu árin má samt sjá að veggjalúsin hafði komið sér víða fyrir. Strax árið 1945 var lagt til atlögu við veggjalýs í 43 herbergja húsi í Reykjavík. Árangurinn varð ágætur og bar ekkert á veggjalús í húsinu eftir það. Næsta ár var veggja- lús eytt á 18 stöðum öðrum, í samtals 34 herbergjum. Árið 1947 var eitrað í 120 herbergjum í 27 húsum og árið 1948 var eitrað í 170 herbergjum. Eftir það fækkaði tilfellum svo hratt að um mið- bik aldarinnar hætta læknar að nefna veggjalýs í heilbrigðisskýrslunum.10 Seinni helmingur 20. aldar Eftir miðbik aldarinnar hvarf veggjalúsin að mestu á Íslandi en ráðist var til at- lögu við hana þar sem tilfelli komu í ljós á sjötta og sjöunda áratugnum. Þekking, reynsla og árangursrík efni voru til staðar. Síðast var vitað um „gamla stofninn“ hérlendis á hænsnabúi í Kópavogi á áttunda áratug aldarinnar og var henni fljótlega útrýmt. Ásmundur Reykdal var meindýra- eyðir Reykjavíkurborgar um árabil. Sagði hann frá því í viðtali 1989 að þá hefði árum saman ekki orðið vart við veggja- lús í Reykjavík, utan eins tilviks sem kom upp um miðbik níunda áratugarins þegar veggjalýs fundust í farangri ferða- langs sem var að koma að utan.18 Þessi staða átti eftir að gjörbreytast með auknum ferðalögum til landsins. Fyrstu veggjalýs sem komu til kasta höfundar höfðu komist á legg í íbúð í Breiðholtinu í Reykjavík og fundust í júlí 1997. Smitið var rakið til dvalar íbúans á hótelherbergi í Bretlandi haustið áður. Næsta tilvik kom upp sumarið 2000 og var það í Vogahverfinu í Reykjavík. Fljótlega hættu veggjalýs samt að berast að Keldum til greiningar, einkum vegna þess hversu auðgreindar lýsnar eru og ummerki eftir þær skýr. Þolendur vita því oftast við hvað er að eiga og hafa strax samband við þá meindýraeyða sem auglýsa það opin- berlega að þeir hafi sérhæft sig í því að útrýma veggjalús. Ný öld Árið 2004 áætlaði meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar að um 10 veggjalúsartilfelli hafi komið upp í borginni það ár (Ómar Dabny, munn- legar upplýsingar). Tæpum tveimur ára- tugum síðar var haft samband við meindýraeyða sem taka að sér að eyða veggjalúsum. Kváðust sumir þeirra fá að jafnaði eitt tilvik á viku að takast á við. Samkvæmt því skiptir fjöldi veggjalúsa- tilfella á landinu nú (2023) væntanlega hundruðum. Auk heimahúsa (sjá Inn- skotskafla C) eru þessi tilfelli hvað algengust í ferðaþjónustuhúsnæði, á hótelum, gistiheimilum og í Airbnb- íbúðum, og í húsnæði innflytjenda, vinnubúðum farandverkamanna og jafn- vel í skálum ferðafélaganna, auk heima- húsa. Hættan er vitaskuld mest þar sem margir leita gistingar og gestirnir eru að koma frá löndum þar sem veggjalúsin er algeng. Útrýmingaraðferðir nú Síðustu áratugina hefur fjöldinn allur af eiturefnum verið notaður til að útrýma veggjalús. Þau verða ekki kynnt hér frekar en fram kemur í Innskotskafla C. Á síðari árum hafa umhverfisvænni aðferðir en áður tíðkuðust rutt sér til rúms, aðferðir þar sem spilað er ann- aðhvort á hita- eða kuldaþolmörk veggjalúsarinnar.3,19 Hitameðferð miðar að því að hækka hitastigið í umhverfi dýranna í tiltekinn tíma upp fyrir 50°C þar sem rannsóknir hafa sýnt að veggjalýs lifa ekki við meiri hita en 45−47°C. Til að hækka hitastigið eru notaðir sérhannaðir blásarar, yfir- leitt rafmagnskyntir. Þvott má þvo við Náttúrufræðingurinn 40 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.