Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 43
—Innskotsgrein D— FORSAGA VEGGJALÚSARINNAR Á ÍSLANDI eftir Mörð Árnason Karl Skírnisson hefur nú skráð sögu veggjalúsarinnar – eða rúmtítunnar – á Íslandi. Þá er ekki úr vegi að graf- ast fyrir um forsögu veggjalúsarinnar á landinu bláa – athuga hvað menn kunna að hafa vitað um þetta meindýr áður en það gerðist nærgöngult í íslenskum rúmstæðum á síðasta tug 19. aldar. Þá er helst að leita að orðinu veggjalús í heimildum − hingað til hefur paddan ekki haft önnur heiti, og gá hvað það segir okkur um forsöguna. GRIPIÐ Í TÓMT VIÐ NORSKU HIRÐINA Byrjum á byrjuninni og orðasöfnum um fornmálið – hið sameiginlega tungumál á vestnorræna svæðinu á miðöldum. Og úr heimild frá 13. öld stekkur fram veggjalús! Þetta er svokölluð Hirðskrá, reglur um hegðun við norsku konungs- hirðina, orðin til hjá Magnúsi lagabæti Hákonarsyni, sem var annar kóngur Ís- lendinga (1263−80) á eftir föður sínum. Hirðskráin á eldri rætur, en aðalhand- ritið er frá fyrri hluta 14. aldar. Dýrið er nefnt í kafla um vopn sem hirðmönnum ber að eiga, og um skyldu þeirra til að taka þau með þegar lúður er þeyttur til merkis um að konungur vilji hitta sína menn – hina handgengnu hirðmenn. Í kaflalokin segir, á íslensku með staf- setningu okkar tíma:1 Lítil vorkunn er og á því að hand- gengnir menn hafi þá og eigi öll vopn sín með sér þegar þeir eru hjá konungi. Er og seint til þeirra [vopn- anna] að taka er heima eru, hvers sem við þarf, og meira um vert þar sem líf konungsins er og hans góðra drengja en vopn þau sem ryð eða veggjalýs eða mölur éta heima. Í frumtextanum: … en uopn þau sem rydr eda uæggia lyss eda molr eta hæima. En það sem þessi veggjalús étur er vopn! væntanlega úr tré, til dæmis skildir, og þetta er því ekki okkar skordýr, heldur líkast til veggjatítlan (Anobium punctatum)2 sem er kunn um öll Norð- urlönd frá fornu fari. BISKUP KENNIR LATÍNU Að öllum líkindum er það líka við- arætan sem Jón Árnason Skálholts- biskup (1665−1743) á við þegar hann skýrir orðið cimex í latneskri orðabók 1738, og svolitlu orðasafni fjórum árum áður:3,4 Cimex …: Veggia-lus, Trieormur. Skýringarorðin virðast vera samheiti. Og hér er latnesk tunga á boðstólum en ekki fjallað um samtímafyrirbæri inn- anlands eða utan. Þessi fletta gengur svo aftur í ýmsum orðabókum og orðasöfnum – um við- arætuna nokkurn veginn örugglega. Það sést til dæmis ágætlega hjá Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal (1724−94). Í merkri orðabók hans er Veggialús skýrð sem „cimex, Væggelus“. Næsta orð í röðinni er „Veggjatitla“ og við það stendur bara „idem“ – það sama og síðast.5 Og reyndar má gera ráð fyrir sömu sögu í óprentuðum orðasöfnum frá 18. og 19. öld. Veggjalúsin er á sínum stað í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705−79),6 hins kunna að- stoðarmanns Árna Magnússonar hand- ritasafnara, sem er mikið að vöxtum en nokkuð óskipulegt og aðallega á latínu. Orðskýring Grunnvíkingsins er aðeins sú að dýrið sé til á Íslandi, og verður því að telja að átt sé við Anobium punctatum og ekki blóðsuguna: Veggia lws … quæ tamen in Islandia inveniuntur. SVEINN PÁLSSON SEGIR TÍÐINDI Líður nú og bíður fram til loka 18. aldar- innar að sjálf Upplýsingin ríður í hlað í leiðsögn Magnúsar Stephensens dóm- stjóra og konferensráðs. Þá fyrst verður vart raunverulegra tíðinda af Cimex lect- ularius á íslensku. Það er Sveinn Páls- son læknir og náttúrufræðingur sem segir þau – í greinum sem hann þýddi í Rit þess konunglega íslenska lærdóms- listafélags, ársrit sem Magnús hélt úti til að fræða landsmenn og reka áróður fyrir upplýsingu og framförum með einkunnarorðunum: Guði! Konunginum! og Föðurlandinu! 43 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.