Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 9
verið byggð rannsóknaskáli, þyrlupallur og veðurstöð. Enn fremur gefur það út vísindarit með niðurstöðum rannsókna sem þar fara fram (www.surtsey.is). Í tengslum við tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO árið 2006 var friðlandið stækkað verulega og nær það frá þeim tíma yfir eldstöðina alla ofan og neðan sjávarmáls. Alls varð friðlandið 64 km2 að flatarmáli við þessa breytingu.15 Árið 2008 var Surtsey síðan skráð á heimsminjaskrána.17−18 Líffræðingar stigu fyrst á land í Surtsey vorið 1964 og leituðu merkja um hvort landnám plantna eða annarra lífvera væri hafið.19−20 Síðan hafa leið- angrar verið farnir til eyjarinnar á hverju ári til að fylgjast með landnámi og framvindu vistkerfis á landi, í fjörum og á grunnsævi. Ekki hefur þó verið um árlegar rannsóknir á öllum þessum sviðum að ræða, og hefur mislangt liðið milli úttekta eftir þörfum og tiltækum mannafla. Ýtarlegast hefur verið fylgst með landnámi æðplanta í eynni. AÐFERÐIR Rannsóknir á landnámi æðplantna Í byrjun júní 1965 fannst smávaxin fjöru- kálsplanta (Cakile maritima) á norður- strönd Surtseyjar og seinna í mánuðinum fleiri einstaklingar sömu tegundar. Fræi hafði augljóslega skolað á land og spírað í sandinum.21 Landnám æðplantna í eynni hófst því áður en gosinu lauk. Í kjölfarið, sumrin 1966 og 1967, hélt landnám áfram og tegundum fjölgaði. Til að auðvelda skráningu og kortlagningu plantna var árið 1967 tekið upp fast reitakerfi í eynni og tók það mið af hnitakerfi fyrir landið allt. Samkvæmt því var eynni skipt niður í 1 ha (100 × 100 m) reiti.22−24 Þannig var framan af árum unnt að kortleggja með allgóðri nákvæmni fyrstu fundarstaði landnema og afkomenda þeirra. Jafn- framt voru einstaklingar merktir með því að reka niður tréhæla með númeri. Vitjað var um plönturnar með reglu- bundnu millibili, stærð þeirra mæld og skráð blómgun og fræmyndun.23,25 Merk- ingu plantna á þennan hátt var haldið áfram allt til ársins 1979 en var þá hætt vegna gífurlegrar fjölgunar plantna og þéttingar gróðurs í eynni. Fundarstaðir nýrra tegunda voru þó áfram merktir og færðir inn á kort með svipuðum hætti allt þar til GPS-staðsetningartæki komu til sögunnar um 1995. Gögn um land- nám og nákvæma staðsetningu plantna í Surtsey fyrir tímabilið 1965–1990 hafa nýlega verið tekin saman.23 Jafnframt hafa niðurstöður rannsókna á land- námi og útbreiðslu æðplantna í eynni yfir tímabilið 1965–2015 verið birtar.24 Í báðum tilvikum er tekið mið af hinu upphaflega reitakerfi. 3. mynd. Landnám æðplantna í Surtsey 1965-2021, heild og fjöldi sem fundist hefur á lífi ár hvert. – Surtsey colonizing curve for vascular plants during 1965–2021. 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 Fj öl di te gu nd a / N o. o f s pe ci es 80 60 40 20 0 Heildarfjöldi frá 1965 / Cumulative from 1965 Á lífi hvert ár / Alive each year 9 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.