Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 12
innan við áratug myndaðist því þétt
máfavarp á afmörkuðu svæði í hraun-
inu á suðurhluta eyjarinnar og fór það
stækkandi með árunum. Það kom fljótt
í ljós að fuglarnir höfðu afgerandi áhrif
á framvindu gróðurs og dýralífs í eynni.
Í varpinu tók gróður að þétta sig af
áburði sem féll frá þeim með driti og
fæðuleifum, sem og af dauðum ungum
og fullorðnum fugli. Vaxtarskilyrði
fyrir plöntur stórbötnuðu og gróska jó-
kst. Enn fremur varð varpið, og næsta
nágrenni þess, það svæði í eynni þar
sem flestir nýir landnemar æðplantna
fundust.24 Það leyndi sér ekki að fuglar
voru mikilvirkir við flutning fræs
af nýjum plöntutegundum til eyjar-
innar. Sennilega hafa máfarnir átt þar
drýgstan hlut en aðrir fuglar einnig
komið við sögu.
Árin 1995–2004 hélt sama þróun
áfram en þá hægði þó aðeins á. Alls
fundust 18 nýjar tegundir æðplantna
(3. mynd, 1. viðauki). Það er eftirtekt-
arvert að meðal landnema voru þrjár
víðitegundir, og fleiri tegundir, svo sem
skarifífill (Scorzoneroides autumnalis),
köldugras (Polypodium vulgare) og
friggjargras (Platanthera hyperborea),
sem líklegt er að hafi borist með vindi
til eyjarinnar. Fram að því hafði land-
nám æðplantna sem dreifast með vindi
verið lítið í Surtsey.
Áfram fjölgaði nýjum tegundum ára-
tuginn 2005–2014 en þó hægði veru-
lega á, og sama er að segja um árin
2015–2021. Nýir landnemar skutu upp
kollinum en lítt bættist í þann fjölda
sem fannst á lífi í eynni ár hvert eftir
2007. Árið 2021 höfðu alls fundist 78
tegundir æðplantna í Surtsey frá 1965.
Af þeim voru lifandi einstaklingar af 66
tegundum þetta ár (3. mynd) og liðlega
40 tegundir höfðu myndað lífvænlega
stofna (1. viðauki).
Þegar landnám og fjölgun tegunda
frá 1965 eru dregin saman í einfaldari
mynd eftir áratugum sést að í upphafi
fór landnám vel af stað. Liðlega ein ný
tegund fannst á ári hverju 1965–2004.
Síðan hægði á, en með tilkomu máfa-
varpsins náði landnám nýjum hæðum
og 1985–1994 bættust um tvær nýjar
tegundir árlega í flóru eyjarinnar, og
litlu færri árin 1995–2004. Eftir það
dró úr og hin síðustu ár, þ.e. 2015–2021,
var árleg fjölgun komin niður fyrir eina
tegund á ári, sem var hægasta fjölgun frá
upphafi (4. mynd). Því má bæta við að
í leiðangri til Surtseyjar sumarið 2022
fundust ekki nýjar tegundir æðplantna
en alls voru þá skráðar 63 tegundir með
lifandi einstaklinga í eynni.39 Hafði þeim
því fækkað um þrjár frá árinu áður.
Áhugavert er að líta á eftir hvaða
leiðum æðplöntur hafa borist til Surts-
eyjar í gegnum árin. Þetta ráðum við af
líkum, þ.e. af því hvar plönturnar fund-
ust í fyrsta sinn og hver aðlögun þeirra
er að frædreifingu. Planta sem finnst
við rekarönd ofan fjöruborðs hefur að
öllum líkindum borist með sjó. Sú sem
finnst inni á hrauni við setstaði fugla
eða á varpsvæðum hefur líklega borist
með fugli sé hún ekki aðlöguð vind-
dreifingu. Eins og komið hefur fram
námu fyrstar land strandplöntur aðlag-
aðar eru frædreifingu með sjó. Hefur lítt
bætt þar í frá upphafsárum (5. mynd).
Fuglar komu fljótt við sögu og einkan-
lega eftir að máfum tók að stórfjölga
í eynni. Allt fram undir 1990 var lítið
um að æðplöntutegundir sem dreifa
fræi eða gróum með vindi næmu land
í Surtsey. Aðeins tófugras og klóelft-
ing (Equisetum arvense), hvort tveggja
byrkningar sem dreifast með vind-
bornum gróum, fundust í eynni á fyrstu
tveimur áratugunum. Eftir 1990 tóku
tegundir sem bera létt vindborin fræ að
skjóta upp kollinum í vaxandi mæli (5.
mynd). Niðurstaða okkar er sú að þegar
á allt er litið hafi fuglar verið mikilvirk-
astir við flutning plantna til Surtseyjar.
Líkur eru á að liðlega 70% tegunda sem
þar fundust til ársins 2021 hafi borist
með fuglum. Um 20% tegunda hafa að
líkindum borist með vindi en tæplega
10% sjóleiðina (5. mynd).
5. mynd. Fjöldi og líklegar dreifingarleiðir æðplöntutegunda til Surtseyjar 1965–2021, áætlað út frá fyrstu fundarstöðum í
eynni og aðlögunum þeirra að frædreifingu. Sýndur er samanlagður fjöldi gegnum árin. - Cumulative curves of dispersal
routes to Surtsey most probably used by different vascular plant species during the period 1965–2021. Based on dispersal-
mode spectra of the flora and sites of first establishment on the island.
0
1 3 4 6 7 8 9 10 23 22 31 30 37 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 29 32 33 34 35 36
Fj
öl
di
h
re
ið
ra
á
á
ri
/
N
o.
o
f n
es
ts
y
r-1
Máfavarp á suðurhraunum
/ Gull colony on southern lava fields
Norðurtangi
/ Northern spit
Önnur svæði utan varps
/ Other areas outside of gull colony
Reitir / Plots
Máfar
/ Seagulls
Fýll
/ Fulmar
1
2
3
4
5
6
7
8
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Fj
öl
di
/
N
um
be
r
0
10
20
30
40
50
60
Sjór / Sea
Fuglar / Birds
Vindur / Wind
Náttúrufræðingurinn
12
Ritrýnd grein / Peer reviewed