Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 16

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 16
... Upp í vindinn Time since loading (log scale) Mynd 4. Hlutfallsraki í því umhverfi sem steypan er I meðan hún er undir álagi hefur mikil áhrifá skrið. Steypa í lágum hlutfallsraka umhverfis skríður meira en steypa I háum hlutfallsraka. Á þessari mynd er skrið steypunnar á lóðrétta ásnum og tími frá því álag er sett á steypuna á lárétta ásnum. Ath.: Skalinn á lárétta ásnum er logaritmískur. [8] [1]. Áhrif hlutfallsraka í umhverfi steypunnar á álags-tímanum má sjá á mynd 4. í þessu tilfelli er steypan að þorna út á álagstímanum við misháan hlutfallsraka, 50%, 70% og loks 100% hlutfallsraka, þ.e.a.s. í raka- mettuðu lofti. Þetta er vegna svokall- aðra „Picket" -áhrifa. 2.2. Innri þættir (efnisþætt- ir) sem hafa áhrif á skrið Sementstegundir hafa áhrif á skrið, en þó fyrst og fremst á óbeinan hátt með hvörfunarhraða. Steypa með fljótharðnandi sementi skríður minna en steypa með seinharðnandi sem- enti, að því gefnu að álag sé sett á sýni á sama aldri þar sem steypa með fljótharðnandi sementi væri þá búin að ná hærri hvörfunargráðu. Hærri v/s-tala og aukinn hluti sementsefju í steypunni veldur hvort tveggja meira skriði. Þar sem það er sementsefja steypunnar sem skríður en ekki fylli- efnin, er steypu með háu hlutfalli sementsefju hættara við skriði. Skrið í sjálfum fylliefnunum er nánast ekkert. Hærri v/s-tala gerir það að verkum að háræðar verða meiri og því er meira vatn til staðar og styrkur og fjaðurstuðull lægri, þar sem hol- rými í sementsefjunni er meira. Þetta stuðlar allt að auknu skriði. Skrið minnkar því með auknum hlut fylli- efna og minni hlut sementsefju. Vissir eiginleikar fylliefna hafa áhrif á skrið steinsteypu. Holrými fylliefna hefur áhrif á fjaðurstuðul og vatns- drægni og þar með óbeint á skrið steinsteypu. Því þéttari fylliefni, þ.e. minna holrými, þeim mun minna skrið. Sennilega hefur fjaðurstuðull fylliefna mest áhrif; því hærri sem hann er því minna skrið er í steypunni [1]. Ef fylliefni hefur lágan fjaður- stuðul þá gefur það meira eftir undir álagi, þar af leiðandi færist meira álag yfir á sementsefjuna sem skríður þá meira. Um langtímaáhrif fylliefna á skrið er hins vegar minna vitað. Þó hafa einhverjar rannsóknir verið gerðar á því og niðurstöður einnar þeirra má sjá á mynd 5. Þar má sjá að 10 28 90 1 2 5 10 20 30 Days Years Time since Loadmgdog scale) Mynd 5. Samanburður á áhrifum fylliefna á skrið steinsteypu. Hér koma fram sérkennileg áhrif basalts á skrið steypu. Þegar álag hefur verið á steypunni I u.þ.b. 90 daga fer skriðhraðinn vaxandi I steypusýnum með basalti samanborið við hin sýnin. Á lóðrétta ásnum er skrið, á lárétta ásnum tími frá þvi álag var sett á steypuna í lógaritmiskum skala. [4] 16

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.