Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 16

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 16
... Upp í vindinn Time since loading (log scale) Mynd 4. Hlutfallsraki í því umhverfi sem steypan er I meðan hún er undir álagi hefur mikil áhrifá skrið. Steypa í lágum hlutfallsraka umhverfis skríður meira en steypa I háum hlutfallsraka. Á þessari mynd er skrið steypunnar á lóðrétta ásnum og tími frá því álag er sett á steypuna á lárétta ásnum. Ath.: Skalinn á lárétta ásnum er logaritmískur. [8] [1]. Áhrif hlutfallsraka í umhverfi steypunnar á álags-tímanum má sjá á mynd 4. í þessu tilfelli er steypan að þorna út á álagstímanum við misháan hlutfallsraka, 50%, 70% og loks 100% hlutfallsraka, þ.e.a.s. í raka- mettuðu lofti. Þetta er vegna svokall- aðra „Picket" -áhrifa. 2.2. Innri þættir (efnisþætt- ir) sem hafa áhrif á skrið Sementstegundir hafa áhrif á skrið, en þó fyrst og fremst á óbeinan hátt með hvörfunarhraða. Steypa með fljótharðnandi sementi skríður minna en steypa með seinharðnandi sem- enti, að því gefnu að álag sé sett á sýni á sama aldri þar sem steypa með fljótharðnandi sementi væri þá búin að ná hærri hvörfunargráðu. Hærri v/s-tala og aukinn hluti sementsefju í steypunni veldur hvort tveggja meira skriði. Þar sem það er sementsefja steypunnar sem skríður en ekki fylli- efnin, er steypu með háu hlutfalli sementsefju hættara við skriði. Skrið í sjálfum fylliefnunum er nánast ekkert. Hærri v/s-tala gerir það að verkum að háræðar verða meiri og því er meira vatn til staðar og styrkur og fjaðurstuðull lægri, þar sem hol- rými í sementsefjunni er meira. Þetta stuðlar allt að auknu skriði. Skrið minnkar því með auknum hlut fylli- efna og minni hlut sementsefju. Vissir eiginleikar fylliefna hafa áhrif á skrið steinsteypu. Holrými fylliefna hefur áhrif á fjaðurstuðul og vatns- drægni og þar með óbeint á skrið steinsteypu. Því þéttari fylliefni, þ.e. minna holrými, þeim mun minna skrið. Sennilega hefur fjaðurstuðull fylliefna mest áhrif; því hærri sem hann er því minna skrið er í steypunni [1]. Ef fylliefni hefur lágan fjaður- stuðul þá gefur það meira eftir undir álagi, þar af leiðandi færist meira álag yfir á sementsefjuna sem skríður þá meira. Um langtímaáhrif fylliefna á skrið er hins vegar minna vitað. Þó hafa einhverjar rannsóknir verið gerðar á því og niðurstöður einnar þeirra má sjá á mynd 5. Þar má sjá að 10 28 90 1 2 5 10 20 30 Days Years Time since Loadmgdog scale) Mynd 5. Samanburður á áhrifum fylliefna á skrið steinsteypu. Hér koma fram sérkennileg áhrif basalts á skrið steypu. Þegar álag hefur verið á steypunni I u.þ.b. 90 daga fer skriðhraðinn vaxandi I steypusýnum með basalti samanborið við hin sýnin. Á lóðrétta ásnum er skrið, á lárétta ásnum tími frá þvi álag var sett á steypuna í lógaritmiskum skala. [4] 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.