Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2023, Page 3

Læknablaðið - 01.04.2023, Page 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 171 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Halla Viðarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Oddur Ingimarsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Áskrift 23.400,- m. vsk. Lausasala 2340,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Fimm sjúklingar hafa síðustu ár verið sendir til Svíþjóðar í CAR T-frumumeðferð. Hallgerður Kristjánsdóttir, blóðlæknir á Landspítala, segir bæði hagræði fyrir sjúklinga og sparnað fyrir ríkið að fá þessa meðferð hingað heim ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Blóðlæknir vill byltingarkenndar frumumeðferðir heim Blóðdeild Landspítala hefur sent 5 sjúklinga til Svíþjóðar í CAR T-frumumeðferð sem er ný og byltingarkennd meðferð við ýmsum blóðsjúk- dómum. Hallgerður Kristjánsdóttir, blóðlæknir á Landspítala, segir meðferðina lengst á veg komna í endurkomu á stórfrumueitlakrabba- meini. Einnig sé meðferðin til að mynda notuð við endurkomu á bráðaeitilfrumuhvítblæði. „Á næstu árum sjáum við þessa meðferð til að mynda verða notaða við endurkomu á merg- æxli,“ segir hún við Læknablaðið. Hallgerður sat ráðstefnu nú um miðjan marsmánuð um tækifæri og áskoranir sem felast í gena- og frumumeðferðum. Þar hvatti hún til þess að boðið yrði upp á þessa meðferð hér á landi í stað þess að senda sjúklingana út. „Við höfum þegar átt fyrsta fund með lyfja fyrirtæki, Kite frá Gilead, sem framleiðir Yescarta,“ segir hún, en lyfið er notað til að meðhöndla tvær tegundir eitlaæxla, samkvæmt heimasíðu framleiðandans, og segir Hallgerður þetta einmitt CAR T-lyfið sem flestir hafi fengið í Svíþjóð. „Það er allt tilbúið að hefja þessa vegferð með okkur en áður en sú vegferð getur hafist verður greiðsluþátttaka að vera ljós,“ segir hún. „Íslenska ríkið er nú þegar að borga fyrir þessa meðferð þegar einstaklingarnir hafa verið sendir út,“ benti hún á á fundinum og að allur kostnaður og fylgdarkostnaður væri greiddur þegar þjónustan væri sótt til útlanda. „Það er því ljóst að bæði hagræði og sparnaður skapast, færum við þessa meðferð heim.“ Hallgerður segir við Læknablaðið að miðað við sænskar áætlanir megi ætla að 1-2 sjúk- lingar hér á landi þurfi meðferðina árlega. Bú- ast megi við að þeir verði allt að 12 á komandi árum þegar fyrr verði gripið til meðferðarinnar við fleiri sjúkdómum. „Þessi meðferð veitir sjúklingum alveg ný tækifæri.“ Hallgerður segir blóðlækna spennta fyrir þessari nýju tækni. „Það eru ekki öll lönd farin að nýta hana. Það er verið að byrja í Noregi og ef okkur tekst að landa samningnum verðum við með þeim fyrstu.“ Hún segir þó nokkur CAR T-lyf þegar samþykkt af bandarísku og evrópsku lyfja- stofnununum. Þau séu þegar notuð í yfir 16 Evrópulöndum. „Svíþjóð hefur verið leiðandi í CAR T-meðferð á Norðurlöndunum og fóru sjúklingarnir fimm frá blóðdeild Landspítala til Lundar í meðferðina,“ segir hún. „Við óskum því eftir samtali og aðstoð íslenskra stjórnvalda og eins frá yfirstjórn Landspítala svo færa megi CAR T-meðferð til Landspítala.“ Hallgerður Kristjánsdóttir, blóð- læknir á Landspítala, biður um samtal við yfirvöld og yfirstjórn Landspítala um að færa CAR T-með- ferðir til Íslands. Mynd/gag Hvernig virkar CAR T-meðferð? „Meðferðin virkar þannig að hvítu blóð- kornin eru tekin úr sjúklingnum með svo- kallaðri hvítkornasíu. Afurðin er send til lyfjafyrirtækis sem ræktar upp frumurnar og genabreytir þeim með veiruvektor þannig að þær fái viðtaka sem þekkir krabbameins- frumurnar,“ segir Hallgerður Kristjánsdóttir, blóðlæknir á Landspítala. „Í tilfelli eitilfrumukrabbameins er það CD19-viðtaki sem er settur inn í T-frumur. Þessum genabreyttu CAR T-frumum er þá sprautað aftur inn í líkama sjúklings þar sem þær svo finna krabbameinsfrumurnar og eyða þeim.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.