Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 201 hún, en tvíburarnir hennar, Karl Milutin og Júlía Guðrún, sem eru á þrítugsaldri, eru farin að heiman. „Þau eru komin með sitt sjálfstæða líf og ég allt í einu komin á þann stað að vilja koma heim.“ Dóttirin er meistari í lýðheilsu frá Michigan-háskóla og komin hingað heim og starfar á Vogi. Sonur- inn hins vegar í hagfræðinámi, fyrst í Harvard en nú MIT. „Hann er ekkert að koma til Íslands en það að dóttirin fór heim spilaði inn í ákvörðun mína.“ Erna stóð í ströngu í COVID í New York síðustu ár sín þar. „COVID skall á með þvílíkum krafti og offorsi. Það bjóst enginn við þessari stærðargráðu,“ segir hún en New York er lendingarstaður stórs hluta heimsins og sýkingarnar því úr mörgum heimshornum. „Holskefla varð því í New York.“ Hún var þá yfir- maður smitsjúkdóma á stærsta spítala Fréttir af Hollywood-leikurunum Förruh Fawcett og Michael Douglas hafa varpað ljósi á HPV-veirukrabbamein. „Hún deyr úr endaþarmskrabbameini árið 2009 og hann fékk hálskrabbamein. Hann kom út og sagði að hann hefði fengið krabbamein vegna munnmaka. Hann sagði það í gríni en þetta vakti athygli á veirunni,“ segir Erna Milunka Kojic, smitsjúkdómalæknir. „Ég ber endaþarmskrabbamein saman við leghálskrabba- mein. Þetta er sama anatómían, sama veiran sem veldur sama sjúkdómi,“ segir Erna. Því sé mikilvægt að skima endaþarm rétt eins og legháls. Vandi steðji þó að. „Hægt er að skera leghálsinn úr en að taka hluta af enda- þarmi er meiriháttar mál. Þrátt fyrir það ætti að taka áhættu- hópa út og skima.“ Manhattan þar sem gripið var til alls konar ráða til að eiga við fjöldann. „Þetta er í mars 2020. Við vissum ekk- ert. Sem dæmi má nefna að við vorum að reyna að draga þekkingu af SARS- COV-1. Þá átti alls ekki að gefa stera og setja fólk á öndunarvélar sem fyrst. Þessi veira hagaði sér hins vegar öðruvísi og þetta hentaði henni ekki,“ segir hún. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálm- kennd. „Við vorum að prófa okkur áfram. Við fórum í mikla rann- sóknarvinnu, bera saman og setja fólk á ólíkar meðferðir. Sumar reyndust góðar en aðrar ekki, gagnslausar, jafnvel skað- legar,“ segir hún og lýsir því hvernig tjaldað var yfir heilu göturnar á Man- hattan til að koma sjúklingum fyrir. „Ég hugsaði: Hvert er ég komin?“ Fyrst hafi allir verið í sjokki. „En það var ákveðin spenna í lofti. Erna Milunka Kojic er nýr yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala. Hún kom til landsins um miðjan desem- bermánuð, líst vel á spítalann og segir að ef eitthvað fái hana til að snúa aftur til New York sé það veðrið. Mynd/gag Hollywood-kastljós á HPV-krabbamein „Ég hélt að hér væri allt í hræðilegum ólestri. Það er ekki þannig. Landspítali glímir við sömu vandamál og önnur sjúkrahús. Þau eru flóknir vinnustaðir og fyrirbæri þar sem margt spilar inn í“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.