Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 33

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 201 hún, en tvíburarnir hennar, Karl Milutin og Júlía Guðrún, sem eru á þrítugsaldri, eru farin að heiman. „Þau eru komin með sitt sjálfstæða líf og ég allt í einu komin á þann stað að vilja koma heim.“ Dóttirin er meistari í lýðheilsu frá Michigan-háskóla og komin hingað heim og starfar á Vogi. Sonur- inn hins vegar í hagfræðinámi, fyrst í Harvard en nú MIT. „Hann er ekkert að koma til Íslands en það að dóttirin fór heim spilaði inn í ákvörðun mína.“ Erna stóð í ströngu í COVID í New York síðustu ár sín þar. „COVID skall á með þvílíkum krafti og offorsi. Það bjóst enginn við þessari stærðargráðu,“ segir hún en New York er lendingarstaður stórs hluta heimsins og sýkingarnar því úr mörgum heimshornum. „Holskefla varð því í New York.“ Hún var þá yfir- maður smitsjúkdóma á stærsta spítala Fréttir af Hollywood-leikurunum Förruh Fawcett og Michael Douglas hafa varpað ljósi á HPV-veirukrabbamein. „Hún deyr úr endaþarmskrabbameini árið 2009 og hann fékk hálskrabbamein. Hann kom út og sagði að hann hefði fengið krabbamein vegna munnmaka. Hann sagði það í gríni en þetta vakti athygli á veirunni,“ segir Erna Milunka Kojic, smitsjúkdómalæknir. „Ég ber endaþarmskrabbamein saman við leghálskrabba- mein. Þetta er sama anatómían, sama veiran sem veldur sama sjúkdómi,“ segir Erna. Því sé mikilvægt að skima endaþarm rétt eins og legháls. Vandi steðji þó að. „Hægt er að skera leghálsinn úr en að taka hluta af enda- þarmi er meiriháttar mál. Þrátt fyrir það ætti að taka áhættu- hópa út og skima.“ Manhattan þar sem gripið var til alls konar ráða til að eiga við fjöldann. „Þetta er í mars 2020. Við vissum ekk- ert. Sem dæmi má nefna að við vorum að reyna að draga þekkingu af SARS- COV-1. Þá átti alls ekki að gefa stera og setja fólk á öndunarvélar sem fyrst. Þessi veira hagaði sér hins vegar öðruvísi og þetta hentaði henni ekki,“ segir hún. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálm- kennd. „Við vorum að prófa okkur áfram. Við fórum í mikla rann- sóknarvinnu, bera saman og setja fólk á ólíkar meðferðir. Sumar reyndust góðar en aðrar ekki, gagnslausar, jafnvel skað- legar,“ segir hún og lýsir því hvernig tjaldað var yfir heilu göturnar á Man- hattan til að koma sjúklingum fyrir. „Ég hugsaði: Hvert er ég komin?“ Fyrst hafi allir verið í sjokki. „En það var ákveðin spenna í lofti. Erna Milunka Kojic er nýr yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala. Hún kom til landsins um miðjan desem- bermánuð, líst vel á spítalann og segir að ef eitthvað fái hana til að snúa aftur til New York sé það veðrið. Mynd/gag Hollywood-kastljós á HPV-krabbamein „Ég hélt að hér væri allt í hræðilegum ólestri. Það er ekki þannig. Landspítali glímir við sömu vandamál og önnur sjúkrahús. Þau eru flóknir vinnustaðir og fyrirbæri þar sem margt spilar inn í“

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.