Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 40

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 40
208 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Ný hryggsjá á Akureyri breytir öllu. Hún gerir aðgerðirnar öruggari, einfaldari og fljótlegri, segir hryggjarskurðlæknirinn Freyr Gauti Sigmundsson sem flýgur þrisvar til fjórum sinnum á ári á heimaslóðirnar og sker með Bjarka Karlssyni sjúklinga með hryggjarvanda sem áður þurfti að skera erlendis. Hér lýsir hann einni fyrstu skurðaðgerðinni fyrir norðan þar sem hryggsjáin nýttist ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Bryður bein og byggir upp hryggi á heimaslóðum „Ég er uppalinn á Akureyri, er Akureyr- ingur og foreldrar mínir eru ennþá bú- sett þar og þar á ég bróður. Ég á nánustu fjölskyldu mína á Akureyri,“ segir Freyr Gauti Sigmundsson, yfirlæknir bæklun- ardeildar Háskólasjúkrahússins í Örebro. Hann venur komur sínar á æskuslóð- irnar og gerir einar flóknustu bakaðgerð- irnar sem gerðar eru hér á landi – nú með glænýrri hryggsjá sem Hollvina- samtök sjúkrahússins gáfu spítalanum og tekin var í notkun í byrjun árs. Þessi bakgrunnur Freys Gauta er ein ástæða þess að sérhæfðar bakaðgerðir hafa blómstrað á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Mjög hæft starfsfólk er á skurðstofum og legudeild spítalans.“ Freyr Gauti fór ekki hefðbundna leið í læknisfræði því námið varð að víkja um stund fyrir júdóæfingum. Hann keppti á Ólympíuleikunum 1992, aðeins tvítugur, lagði stund á íþróttina og útskrifaðist svo úr Verkmenntaskólanum 27 ára gamall. Kandídatsárið sitt tók hann svo á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég fór í sér- nám í Svíþjóð og skrifaði doktorsritgerð í Lundi 2014.“ Nú yfirlæknir á Örebro háskólasjúkrahúsinu, stekkur hann þó reglulega á Karólínska og sker fram á kvöld. „Ég hringi eftir vaktina klukkan 22,“ svarar hann pósti frá Stokkhólmi þegar blaðamaður vill ræða betur um eina fyrstu aðgerðina í hryggsjánni nýju. Fjölskyldan bíður í Örebro. Eiginkonan Sylvía Húnfjörð tannlæknir og þrír tán- ingar þeirra. Hann er þó ekki einn á Kar- ólínska. „Hér á ég líka bróður, Þóri svæf- ingalækni. En það er þó ekki sjálfgefið að ég hitti hann í þessum ferðum,“ segir hann og hlær. „Þetta er svo stór spítali.“ Meiri nákvæmni með sjánni Freyr Gauti lýsir hlýjum tilfinningum til sjúkrahússins á Akureyri. Þar eigi hann góða kollega. „Þannig að ég hef viljað koma og hjálpa þeim öðru hverju.“ Að- gerðirnar gerir hann með Bjarka Karls- syni bæklunarlækni sem lærði í Svíþjóð og hafa þeir unnið þar saman frá árinu 2016. „Síðan ég varð sérfræðingur hef ég komið 3-4 sinnum á ári og við gert erfið- ustu aðgerðirnar saman.“ Eina slíka gerði hann nú í janúar á 37 ára konu. Skar upp bak og spengdi. Freyr Gauti lýsir því hvernig ofan við neðstu skrúfurnar hafi „diskurinn“ verið ónýt- ur og ekki þolað álag. „Þar var skekkjan mest. Svo heldur skekkjan áfram eftir lendarhryggnum. Við settum skrúfur í hryggjarbolinn og neðri hluta brjóst- hryggjar. Þar var liðskrið sem ég þurfti að laga,“ segir hann og lýsir því hvernig hryggjarbolur ofan við neðstu skrúfurn- ar hafi verið skriðinn til hliðar. „Þá tek ég diskinn, set búr og fylli með beini.“ Aðgerðin tók allt í allt 2,5-3 klukku- stundir og var sú önnur sem hann gerði með aðstoð nýju hryggsjárinnar. „Við höfum gert svona aðgerðir áður en með nýju hryggsjánni er hún nákvæmari,“ segir hann. „Aðgerðin er gerð í gegnum bak, en sumar aðgerðir gerum við í gegnum síð- una eða magann og þá með hjálp æða- skurðlækna á Akureyri. Þetta er hefð- bundin, hryggskekkjuaðgerð þar sem við opnum hrygginn. Við nýtum hryggsjána sem siglingatæki. Þá setjum við loftnet á sjúklinginn og skönnum inn og tengjum við þessa hryggsjá. Þegar við gerum aðgerðina sjáum við inn í líkamann, inn í hryggbolinn, setjum skrúfuna um leið og við horfum á skjá fyrir framan á okkur. Með hryggsjánni er alltaf meiri nákvæmni.“ Freyr Gauti segir að það taki sjúk- linga oft langa tíma að ná sér eftir svona aðgerðir. Meta þurfi vel hvort inngripið sé þess virði því eftir langan tíma með verki geti aðgerð verið eins og að hella bensíni á eld. Verkirnir hverfi þá ekki þar sem hryggjarliðir sem legið hafi í þessari skökku stöðu lengi séu allir skemmdir og slitnir. Skrúfur og stög í bakið Hann segir að skrúfurnar sem settar eru séu í aldrei teknar. „Svo nota ég stög til að skrúfa hrygginn í rétta stöðu.“ Tek

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.