Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 41

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 209 síðan bein, brýt upp og mala og legg yfir hryggbolinn þannig að það grói.“ Hann einfaldar málið til að lýsa fyrir blaðamanni, lýsir því hvernig hann raði hryggnum upp með hálfgerðum legókubbum úr beini. „Það sést á L2-L4 á myndunum.“ Það sé tímafrekast og erf- iðast. „Þar fer ég framhjá taugaknippum. Set 2-4 kubba.“ En hvernig tilfinning er það þegar vel tekst til? „Mér finnst þetta skemmtilegt, krefjandi aðgerðir þar sem maður getur rétt fólk við og séð lífsgæði sjúklinga aukast,“ segir hann. „Ef manni tekst að rétta við og minnka verki er það mjög gefandi.“ Freyr Gauti lýsir aðgerðinni á ungu konunni sem meðalstórri. Hana hefðu þeir Bjarki gert án nýju hryggsjárinnar. „Það er hægt að gera þessar aðgerðir án hennar en óvissunni er eytt með henni. Hún gerir aðgerðina bæði öruggari og fljótlegri. Á flestum sjúkrahúsum í hin- um siðaða heimi er svona tækjabúnaður og svipað tæki má finna á Landspítala. Með svona hryggsjá setjum við þessi ígræði á besta hátt til að rétta hrygginn. Smáatriðin skipta svo miklu,“ segir hann. En mænan, er hún aldrei í hættu? Mænan er bara að hluta til þarna. Hún verður að taugaknippi sem við fylgj- umst með í sérstöku tæki sem mælir taugaleiðni. Svo setjum við skrúfurnar í brjósthrygginn. Hættan er afskaplega lítil. Við erum vanir og vinnum með siglingatækið og höfum verið með þessa taugaleiðnimælingar (nevromonitoring) til stuðnings,“ segir hann og að sér- fræðingar frá Þýskalandi hafi komið sér- staklega til landsins til þess verks. „Þeir hafa setið og fylgst með mænunni þegar við gerum aðgerðina.“ Hér má sjá teymið á skurðstofunni. Bjarki Karlsson læknir, Elva Ásgeirsdóttir og Hulda Birgisdóttir skurðhjúkrunarfræðingar, og Freyr Gauti Sigmundsson læknir. Mynd/Skapti Hallgrímsson/ Akureyri.net Freyr Gauti lýsir því hvernig þeir Bjarki hafi smátt og smátt gert flóknari aðgerðir á spítalanum á Akureyri enda sé það sérsvið hans í Svíþjóð. Núna starfi hann á Akureyri fjórar vikur á ári. „Sjúkratryggingar hafa stutt við bakið á sjúkrahúsinu í þessum verkefnum.“ Þeir fái gesti á skurðstofuna sem fylgist með. „Já, já, síðast frá Svíþjóð. Þetta eru sömu aðgerðir og ég geri hér í Svíþjóð í daglegri vinnu. Geri við hryggskekkju, en það eru ekki margir sjúklingar á Íslandi sem þurfa slíka meðferð. Ég hef stundum tekið þá til Svíþjóðar en stund- um gert aðgerðir á Akureyri. Eftir að við fengum þessa hryggsjá er engin þörf á að flytja þá út,“ segir hann. Vill sjá fleiri valaðgerðir En er Sjúkrahúsið á Akureyri nægilega stórt fyrir svona flóknar aðgerðir? „Við þurfum góða svæfingalækna og góða gjörgæslu fyrir þessa sjúklinga. Kostur- Freyr Gauti Sigmundsson, yfirlæknir bæklunardeildar Háskólasjúkrahússins í Örebro, kemur reglulega til Akureyrar og gerir flóknar bakaðgerðir með Bjarka Karlssyni; aðgerðir sem áður voru gerðar erlendis. Mynd/Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.