Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 42

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 42
210 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L inn við Akureyri er hvað mönnunin á skurðstofunni er góð. Þar hefur fólk unnið lengi. Við höfum byggt upp teymið. Hollvinir hafa reynst okkur vel. Keypt hryggjarborð, röntgentæki og smásjá. Við höfum smám saman, í yfir áratug, byggt upp. Allir vita hvað þeir eru að gera og við höfum ekki þurft meira bakland fyrir þessar aðgerðir,“ segir hann. „En ég tek þær aðgerðir sem þurfa samstarf við brjóstholsskurðlækna eða heila- og taugaskurðlækna út til Svíþjóð- ar.“ Freyr Gauti sér fyrir sér að sjúkra- húsið á Akureyri geti enn vaxið, sér- staklega litið til valaðgerða. „Þar er ekki mikið flæði bráðaaðgerða. Þar er stöðug mönnun, góðir svæfingalæknar. Það hef- ur sýnt sig í gegnum tíðina að sjúkrahús- ið hefur staðið sig vel þegar ráðist hefur verið í átak í valaðgerðum. Ég tel að sjúkrahúsið sé hæfilega stórt fyrir slíkt.“ Hann er ekki óvanur uppbyggingu því frá árinu 2019 hefur hann stýrt bæklunarlækningastofu Örebro-há- skólasjúkrahússins. „Örebro er yngsta háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð. Þar vildu þau byggja upp starfsemina, sérstaklega varðandi slysalækningar, vegna stað- setningar í miðri Svíþjóð. Ég var þá í Malmö en hefði verið tvisvar til þrisvar hjá þeim á ári og hjálpað þeim með þess- ar fáu hryggjaraðgerðir. Núna gerum við um 250 aðgerðir á ári.“ Svo kíkir hann á Karólínska. „Í Malmö gerði ég aðgerðir á börn- um með flókna hryggjarsjúkdóma. Ég vildi halda því við og hef nú í hálft ár verið 50% þar, 2-3 daga í viku en hina í Örebro.“ Það er alveg ljóst að margt er á prjónunum hjá Frey Gauta – eða réttara sagt: skurðarhnífunum. „Ég hef haft svo mikið að gera og fengið svo mörg tækifæri til að læra og gera skemmtilega og krefjandi hluti. Það er bæði gaman og dýrmætt fyrir mig að geta komið til Akureyrar og hjálpað til.“ Horfir fram á betri tíma 37 ára tveggja barna móðir lýsir því hvernig hún datt úr klifurgrind á harðan steininn 7 ára gömul, missti andann, var rifin upp og send í myndatöku. Þar hafi brákaðir hryggjarliðir sést en ekki verið ljóst fyrr en við myndatöku eftir tvö bílslys síðar á lífsleiðinni að þeir höfðu ekki gróið. Hryggskekkjan hafi verið orðin mikil og eyðing í bakinu og hryggurinn að falla saman. Setja hafi þurft bein í bak- ið. „Ég vissi ekki fyrir aðgerðina að til væri beinabanki. Nú ber ég bein úr annarri manneskju í mér,“ segir hún við Læknablaðið tveimur mánuðum eftir aðgerðina á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég var orðin algjörlega óvinnufær vegna verkja og hef ekkert unnið síðan í fyrravor. „Það er mjög erfitt fyrir mig þar sem ég er virk manneskja.“ Nú bíði hún eftir að komast í vinnu á ný. „Já, það styttist í það,“ segir hún von- góð við Læknablaðið. Verkirnir hafi að lokum kallað á stóra verkjalyfjaskammta. „Ég tók 8 parkódín forte á dag, tramadól og gigtarlyfið Celecoxib, svo ég var á miklum verkjalyfjum.“ Hún komst ekki að hjá verkjateymi á Landspítala og því sá heimilislæknir hennar um verkjastillinguna. Hún hefur einnig verið á lyfjum vegna Crohns-sjálfsofnæmissjúkdóms, þjáðst af endómetríósu og gigt. Nú eftir að- gerð sé hún nær verkjalyfjalaus. „Ég er nánast hætt á öllum verkjalyfjum. Er á paratabs og taugalyfinu gabapentin kvölds og morgna. Fékk flott niðurtröppunarskema sem ég fylgdi og hef ekki fundið nein fráhvörf. Ég er orðin betri núna en fyrir aðgerðina. Já, ég er betri,“ segir hún. „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé aðgerð til eilífðar en vonast til að þeir hafi náð að leysa vandann í ágætis tíma.“ Hún hlakkar til að lifa lífinu eins og hún gat gert áður. „Geta til dæmis farið í göngutúra án þess að vera að drepast á eftir,“ segir hún. „Nú eru að koma 8 vikur frá aðgerðinni. Mér skilst að ég hafi hækkað um 3 cm. Ég hallaði alveg til hægri. Svo var komin mikil kryppa. Núna stend ég teinrétt.“ Kona á fertugsaldri gekkst undir aðra aðgerðina með nýju hryggsjánni nú í janúar. Freyr Gauti lýsir því hvernig hann notar stög til að skrúfa hrygginn í rétta stöðu, brýtur upp bein og malar og leggur yfir hryggbolinn. Hann raði hryggnum upp með hálfgerðum legókubbum úr beini. „Það sést á L2-L4 á myndunum,“ bendir hann á.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.