Mímir - 01.04.1962, Side 32

Mímir - 01.04.1962, Side 32
miðað við prófkröfur til meistaraprófs, en það var eina prófið, sem hægt var að taka upp úr deildinni allt frá byrjun og lil ársins 1935. I Árbók Háskólans 1933—1934 er getið tveggja breytinga á háskólareglugerðinni, og varðar önnur þeirra íslenzk fræði. Með henni er í lög leitt kennarapróf í íslenzkum fræð- um, og er sú breyting staðfest 16. júlí 1934. I framhaldi af því var samin lestraráætlun til kennaraprófs í íslenzkum fræðum, og var lnin birt í árbókinni 1933—1934, hls. 56—63. Hún var einnig gefin út sérprentuð á sínum tíina, en upplag hennar er víst til þurrðar gengið fvrir nokkru. Það liggur í augum uppi, að leiðbeininga- rit um námsefni, sem samin eru fyrir hartnær Iiálfri öld (eða 30 árum), hljóta að vera farin að rýrna verulega að gildi, og mynd sú, sem þau gefa af fræðigreininni, getur tæplega ver- ið sannleikanuin fvllilega samkvæm lengur. Nemendur í íslenzkum fræðurn hafa reyndar á síðustu árum haft lítið af hinni eldri áætlun að segja, því að hún hefur verið torfengin og raunar ófáanleg í því formi, sem hún birtist í upphafi til nota fyrir nemendur, þ. e. sér- prentuð. En í öllum reglugerðum háskólans síðan 1912 liefur lagagreinin um áætlunina dafnað og er nú orðin svo ýtarleg sem að framan má sjá. En allt um það virðist engin breyting liafa orðið á námsefninu sjálfu, og þeir eru orðnir nokkrir nemendurnir í fræð- unum, sem byrjað hafa nám sitt — og lokið því — án þess að fá í hendur hin fjölrituðu eða prentuðu leiðbeiningarit. Bæklingur — íslenzk fræði 1911—1954 -, sem gefinn var út í tilefni af sýningu, sem haldin var að tillilutan Háskóla Islands í til- efni af 10 ára afmæli liins íslenzka lýðvehlis 16.—27. júní 1954, var ekki ætlaður sem neitt hjálparrit fyrir nemendur í íslenzkum fræð- um. Ritið var einungis ætlað fyrir sýningar- gesti, en þar er auðvitað margar góðar upp- lýsingar að finna. Til mála hafði komið að prenta fullkomna skrá vfir öll þau rit, sem á sýningunni voru, cn horfið var frá því og umrætt rit prentað, þar sem aðeins er drepið á það helzta. I rit- inu er farið svofelhlum orðum um fullkomna bókaskrá um íslenzk fræði: „En þá væri vel, ef sýning þessi flýtti fyrir því, að birt yrði fullkomin skrá um allt hið helzta, er prentaö hefur verið í íslenzkum fræðum fyrr og síðar og máli þykir skipta, en slík bókaskrá myndi mörgum manni kærkoinin, eigi aðeins kenn- urum og námsmönnum, Iieldur öllum, sem við þessi fræði fást. Verður það að bíða betri tíma“ (bls. 9). Enn hefur slík skrá ekki sézt. Leiðbeiningar í Árbók háskólans 1956— 1957 um námsefni til prófs í íslenzku fyrir erlenda stúdenta (Baccalaureatus philologiae islandicae) eru að sjálfsögðu ófullnægjandi fyrir Islendinga. Nemendur í íslenzkum fræðum voru orðnir langevgir eftir upplýsingaritum um námið í deildinni, en eftir útkomu málfræðibæklings- ins töldu þeir víst, að skriður kæmist á málið. Enn bólar J)ó ekki á ritlingum um upplýs- ingar og leiðbeiningar í bókmenntasögu og sögu, svo brýn nauðsyn sem á þeim er orðin. Áætlunin frá 1914 var hin nákvæmasta og greindi á milli hjálparmeðala og Jieirra rita, er beinlínis væri krafizt til próflestrar. Annað er athyglisvert við þá áætlun, að hún gerir sérstaklega ráð fyrir námi í menningarsögu og greinir 13 atriði innan liennar, Jiar sem fjallað er um almennar lestrarkröfur. Þessu atriði mætti gefa meiri gaum í kennslu í deildinni, en Jiar heyrist nii tæplega minnzt á }>á grein sérstaklega. Þess getur tæplega verið langt að bíða, að prófessorar deildarinnar Ijúki endurskoðun og gefi út að nýju hina gömlu góðu áætlun frá 1914 og kennaraprófsáætlunina frá 1934. Nemendur í íslenzkudeild hljóta að fagna Jieirri stund, er bæklingarnir B, C og jafnvel D um prófkröfur og kennsluáætlun líta dags- ins ljós og upp léttir enn betur þeirri þoku, er nemendum í deildinni finnst allt of lengi hafa grúft yfir námsefni og prófkröfum í ís- lenzkum fræðuin. 1 febrúar 1962. 24

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.