Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 6

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 6
að mestu aðflutningum til íslands og gátu því auðveldlega sett siglingabann á landið. Ári síðar, 1218, tók Snorri Sturluson sér ferð á hendur til Noregs, líklega þeirra erinda að semja um deilumál Norðmanna og Islendinga, einkum Oddaverja. Þá voru við völd í Noregi Skúli jarl Bárðarson og Hákon konungur Há- konarson. Tóku þeir mjög vel við Snorra, og var Snorri við hirðina í góðu yfirlæti allan þann vetur. Ekki treystu Oddaverjar Snorra betur en svo til að reka vígsmál Orms, að Björn Þorvalds- son Gissurarsonar, tengdasonur hans, fór norður í Miðfjörð lét þar draga norskan mann úr kirkju og drap hann í hefndarskyni. Brugðust Norð- menn illa við, einkum Skúli jarl, sem sjálfur átti skip í Islandssiglingum, og hugðist hann herja á Island. Segir svo í Islendingasögu Sturlu Þórðarson- ar um þennan atburð: „Snorri Sturluson var tvo vetur með Skúla. Gerðu þeir Hákon konungur og Skúli hann skutilsvein sinn. En um vorið ætlaði Snorri til Islands. En þá voru Noregsmenn miklir óvinir Islendinga og mestir Oddaverja — af ránum þeim, er urðu á Eyrum. Kom því svo, að ráðið var, að herja skyldi til Islands um sumarið. Voru til ráðin skip og menn hverir fara skyldu Snorri latti mjög ferðarinnar og kallaði það ráð að gera sér að vinum hina bestu menn á Islandi og kallaðist skjótt mega svo koma sínum orðum, að mönnum myndi sýnast að snúast til hlýðni við Noregshöfðingja. Hann sagði og svo, að þá voru aðrir eigi meiri menn á Islandi en bræður hans, er Sæmund leið, en kallaði þá mundu mjög eftir sínum orðum víkja, þá er hann kæmi til. En við slíkar fortölur slævaðist heldur skap jarlsins, og lagði hann það ráð til, að Islend- ingar skyldu byðja Hákon konung, að hann bæði fyrir þeim, að eigi yrði herferðin. Konungurinn var þá ungur, en Dagfinnur lögmaður, er þá var ráðgjafi hans, var hinn mesti vinur Islendinga. Og var það af gert, að kon- ungur réð, að eigi varð herförin. En þeir Há- kon konungur og Skúli jarl gerðu Snorra lendan mann sinn. Var það mest ráð þeirra jarls og Snorra. En Snorri skyldi leita við Is- lendinga, að þeir snerist til hlýðni við Noregs- höfðingja. Snorri skyldi senda utan Jón, son sinn, og skyldi hann vera í gíslingu með jarli, að það endist, sem mælt var " (Smrl., II, bk 83—85). Á þessari frásögn byggja menn þá skoðun sína, að Snorri hafi ætlað að ganga erinda kon- ungs hér á landi. Tilvitnanir þær, sem hér koma á eftir sýna þetta að nokkru leyti. Finnur biskup Jónsson skrifaði ævisögu Snorra Sturlusonar á latínu, og kom sú saga út 1777. Formála á dönsku skrifar útgefand- inn Gerhardi Schöning, og byggir hann eink- um á frásögn Finns biskups. Þar segir hann frá sóma þeim, er Snorri hlaut af Hákoni kon- ungi. „En gegn því tók hann að sér að koma því fram fyrir konungsins hönd, sem hann hafði í huga varðandi Island". Síðan er minnst á það, þegar Snorri hindraði herförina til Islands, og þar segir Schöning, að Snorri hafi lofað, „að hann með hjálp bræðra sinna kæmi eyjunni, án vopnaviðskipta, undir hlýðni við konung, einn- ig að senda son sinn, Jón murt, sem gísl, veð og fullvissu fyrir því, að við loforðið yrði staðið, utan til Noregs til dvalar við hirð jarlsins". Og Shöning heldur áfram: „eftir heim- komuna til Islands árið 1220 stóð hann við annan hluta loforðs síns, að senda nefndan son sinn næsta ár utan til Noregs, en hvað varðaði hinn hlutann, hinn veigameiri, var lítið eða ekkert gert, hvort sem innbyrðis deilur innanlands, sem hann tók þátt í jafnvel við bræður sína og nánustu vandamenn, hindruðu hann í því, eða hann, vegna eigin hagsmuna reyndi að draga á tálar bæði sína eigin landa og konunginn." (formáli að Heimskr., bls. VI) Finnur Jónsson prófessor segir í bókmennta- sögu sinni, að í landsmannsnafnbótinni, sem konungur og jarl sæmdu Snorra, hafi það falist, „að hann síðar skyldi stjórna því „landi", sem gengi konungi á hönd". En Finnur telur Snorra engan föðurlandssvikara fyrir þessar sakir: 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.