Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 30

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 30
GUÐRÚN HALLA GUNNARSDÓTTIR, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR: HEIÐNAR GRAFIR Inngangur: Ari fróði segir í íslendingabók sinni, að fyrstu norrænir menn hafi setzt að hér á landi um 870, en aðalstrauminn segir hann hafa verið árin 890—910. Er alþing var stofnað 930 telur hann landið albyggt. Að vísu getur hann um írska einsetumenn kristna, svonefnda Papa, sem verið hafi fyrir í landinu er landnám hófst. Þeir hurfu skjótt á braut, þar eð þeir kusu ekki samneyti við heiðna menn. Ekki hafa fundizt neinar minj- ar um búsetu þeirra hér svo vitað sé. En árið 1000 var kristni lögtekin á Islandi samkvæmt rituðum heimildum, og lagðist þá heiðni niður að mestu leyti. Heiðinn siður hefur því ríkt á íslandi allt að 125 ár. Hér verður aðallega fjall- að um legstaði heiðinna manna, greftrunarsiði þeirra, og þá hluti er í kumlum finnast. Skilgreining á heiSinni gröf: Helzta einkenni heiðinnar grafar er haugféð. Finnist með mannabeinum hlutir, svo sem vopn, skrautgripir og búsáhöld, eða bein húsdýra (oft- ast hesta), er það talin óyggjandi sönnun þess, að um heiðið kuml sé að ræða. Kuml merkir haug, bautastein og minnisvarða, eða allt það sem sýnilegt er af legstaðnum ofan- jarðar. Hér verður orðið notað um hinztu hvílu heiðins manns almennt, þ. e. sem samheiti án tillits til gerðar legstaðarins. Ymsir smáhlutir, sem fundizt hafa einir sér við uppgröft hér á landi, sanna ekki tvímæla- laust, að um heiðið kuml sé að ræða, heldur gæti það verið frá fyrri hluta elleftu aldar, þ. e. frá frumkristni. Lýsing á heiðinni gröf: Þar sem hinir heiðnu menn töidu, að þeir mundu hafa í framhaldslífi bólfestu í kumli sínu, er líklegt, að menn hafi á öllum öldum mælt fyrir í lifanda lífi hvar legstaður skyldi valinn og hvaða umbúnaður veittur nánum. Kumlin eru flest nálægt bæjum, en þó ekki inni á sjálfu túninu. Er það greinilegur munur á heiðnum grafreitum og kristnum. Fýrir kemur, að kuml finnast langt frá bæjum, en ástæðan mun vera sú, að byggð hefur lagzt þar af síðar. Oftast hafa grafirnar verið teknar á þurrum hæðum, árbökkum eða marbökkum, og er þetta mjög skiljanlegt, þar sem illa hefði farið um lík og grafgóss í blautri mýri á láglendi. Gerður er greinarmunur á tveimur tegund- um kumla — haug og gröf. Haugar eru oft óreglulegir að lögun, ýmist aflangir eða kringl- óttir, lítt niðurgrafnir, en yfir þá gerð þúst úr mold og grjóti. Grafirnar nálgast það að vera ferkantaðar. Þær eru dýpri, og í þeim er minna grjót. Ekki hafa verið gerðir haugar yfir þær. Hér á landi hafa aldrei fundizt minjar bauta- steina eða annarra minnismerkja. Islenzk kurnl eru þannig, að gerð hefur verið grunn gröf á haugstæðinu, oftast um 50 sm djúp, óregluleg eða sæmilega ferhyrnd að lögun, en þó ekki stærri en svo, að líkið kæmist fyrir í þeim skorðum er því voru fyrirhugaðar. Síðan var raðað steinum í kring um náinn í gröfinni, og að nokkru leyti ofan á hann, og mold síðan mokað að. Stundum var mokað mold að líkinu, en grjótlag sett þar ofan á, en dæmi eru til um algerlega grjótlausar grafir. Að lokum var oft- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.