Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 18
leste o. s. frv.) Hómilíubók 93:17 og mýTe (við
hlið mætte o. s. frv.) AM. 645 4° 30:22 (Hér
segir reyndar Larsson, að ó í móTe sé hugsan-
lega leiðrétting á 0). Ef leyfilegt er að álykta,
að þau hljóð, sem táknuð eru með ? og 9 hafi
ekki verið frammælt og ókringd virðist hér
vera á ferðinni tilhneiging til útjöfnunar á mor-
fófónemískum skiptum í rótinni. Virðist mega
setja þessar myndir, ef marktækar teljast, á svip-
aðan bás og myndirnar skjaldi (þgf. et.) og
fleiri myndir, sem skjóta upp kollinum á víð
og dreif síðar á öldum í u-stofnaorðum, en virð-
ast ekki sýna neina ákveðna almenna breytingu
eða þróun.
1.2.4 Um þf. flt. á -i (+i-hljv.), sem Noreen
og Alexander Jóhannesson telja, að komi fyrir
í elztu ritum í nokkrum orðum,1 fannst eitt
dæmi hjá Larsson: ?Je (AM. 645 4°, 68:12.).
Bandle segir, að um 1300 hafi -i rroðið sér
inn í þf. flt. orðsins tigur,2 Sjá nánar um þf. flt.,
gr. 3.1 hér á eftir.
1.3 Þau frávik, sem um var fjallað í 1.2, sýn-
ast ekki benda til þess, að á ferðinni séu neinar
meiri háttar breytingar í beygingu u-stofna í
fornu máli. Eins og áður gat, er ekki óeðlilegt
að búast við því, að þau orð, sem ekki hafa
nein morfófónemisk skipti á sérhljóðum í rót-
inni, hafi fyrst lagað sig að því beygingar-
mynztri, sem kennt er við i-stofna. Það eina,
sem gæti bent til þess, er endingarleysi orðanna
litr og siþr í þgf. et. Hins vegar hef ég enga
sönnun þess, að þessi orð hafi nokkurn tíma
haft i-endingu í þgf. et. í íslenzku og auk þess
bendir ekkert til þess, að i-endingin hafi verið
sérstaklega veik fyrir í öðrum orðum með i í
stofni, s. s. friðr, kviþr og liþr.
II Nútímamál
2.0 I nútímamáli hefur hinn forni beygingar-
flokkur u-stofna misst talsvert af þeim orðum,
sem honum tilheyrðu í fornu máli.
Það einkenni, sem þau orð, sem í nútíma-
máli mætti kalla u-stofna, hafa varðveitt, eru
sérhljóðatilbrigðin í rótinni. Að öðru leyti er
beyging þeirra ekki frábrugðin beygingu flestra
upprunalegra i-stofna og fleiri orða, sem tekið
hafa upp sömu beygingu. Endingarnar réttlæta
ekki tal um sérstakan flokk. Enda telur Valtýr
Guðmundsson hina fornu u-stofna undirflokk
þess beygingarflokks, sem hann kallar -ir -ar
beygingu. Það, sem hefur þá gerzt, er, að u-
stofnar, sem ekki höfðu sérhljóðatilbrigði í
stofni, hafa fallið inn í aðra beygingarflokka.
Til þess að gera fullkomna grein fyrir stöðu
hinna fornu u-stofna í beygingarkerfi nafnorða
í nútímamáli þarf að koma til gagnger athug-
un á öllu beygingarkerfi sterkra nafnorða, og
er því það, sem um það segir hér, einungis
óljósar hugleiðingar.
Segja má, að að slepptum þeim gömlu u-
stofnum, sem ekki höfðu (eða hafa) sérhljóða-
tilbrigði í stofni, séu fjögur beygingarsnið í
nútímamáli, sem telja má arftaka u-stofnabeyg-
I II III IV
köttur fjörður háttur sonur
kött fjörð hátt son
ketti firði hætti syni
kattar fjarðar háttar sonar
kettir firðir hættir synir
ketti firði hætti syni
köttum fjörðum háttum sonum
katta fjarða hátta sona
Eftir mynztri I beygjast allmörg orð. Gera
má grein fyrir beygingu þeirra með því að
telja grunnmynd rótarmorfemanna hafa a að
sérhljóði og gefa morfófónemískar reglur, sem
breyta rótinni eftir beygingarendingum.
Eftir mynztri II beygist tæpur tugur orða
samkvæmt Valtý Guðmundssyni (bls. 60.), og
1 Sjá Altnord. Grammat., bls. 274. og Isl. tunga í
fornöld, bls. 207.
2 O. Bandle: Die Sprache der Guðbrandsbiblía, Bib-
liotheca Arnamagnæana, Vol. XVII, Khöfn. 1956,
bls. 241. Sbr. Björn Karel Þórólfsson: Um íslenzk-
ar orðmyndir á 14. og 15. öld, Rvík. 1925, bls. 22.
3 Sjá Valtýr Guðm.: Isl. gr., bls. 58.
18