Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 20
koxni fyrir þegar í elzta máli í nokkrum orðum: limr, sonr / stmr, (þf. flt. sfine, syne), órr (ære), óss (cese).1 Eins og áður getur, fær þetta stuðn- ing af einu dæmi hjá Larsson, ?fe af orðinu óss, sem reyndar er sagt, að hafi einnig a-stofna- beygingu í fornmáli (áss, nf. flt. ásar).2 Björn K. Þórólfsson telur, að -i í þolfalli komi ekki fyrir fyrr en á síðari hluta 13. aldar, en u-stofnar haldi yfirleitt hinni fornu mynd fram yfir 1500.3 Stefán Karlsson hefur bent mér á nokkur dæmi úr frumbréfaútgáfu sinni4 um þolf. flt. u-stofna, og hafa þau öll hina fornu u-endingu: vestfiordu (333-2—3) Barð. 1450; Rettu (113.30) Eyjafj. 1401; Retthu (113-37) Eyjafj. 1401; farueghu (42.9) Skag. 1371; vidu (91.5) Skag. 1393; vido (289-22) Skag. 1442; torf- uollu (74.8) Hörgárdalur 1387; steinauollu (bæjarnafn) (154.3) Fljót 1416; huit'ár vollu (308.9—10) Hún. 1445. Stefán telur þessi dæmi sín benda frekar til þess, að i-endingin í þf. hafi ekki verið algeng í þeim bréfum, sem í útgáfunni eru, því sennilega hefði hann rekið augun í það, ef beygingin hefði verið á reiki. I Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar er að sögn Jóns Helgasonar5 hin forna beyging u- stofna að mestu leyti enn við lýði. Hann nefnir fjögur dæmi um þf. flt. á -i, og eru þrjú í orðinu sonur, en hann nefnir líka dæmi um þf. flt. sonu (bls. 54.). Auk þess nefnir hann orðmyndina sofnudina (bls. 62.). Orðin með -að/-uð viðskeytinu höfðu þegar í fornu máli i-end. í þf. flt. sbr. t. a. m. fagnaþe hjá Larsson (Hómilíubók 54:4; 178:5). Orðið siður, sem í elztu hdr. er endingarlaust í þgf. et. nefnir Jón að hafi hér þf. flt. siðu, en nefnir ekki, að það endi á -i f Nýja testamenti Odds. Oskar Bandle segir, að þf. flt. endi í Guð- brandsbiblíu ýmist á -i eða -u, en -u sé enn töluvert (bedeutend) algengara. Telur hann hins vegar, að -i endingin sé í sókn á síðari hluta 16. aldar.0 Dæmi þau, sem Bandle nefnir um i- þf. flt. í Gb., eru allmiklu fleiri en þau, sem Jón Helgason nefnir, og virðist af þeim ekki sjáanlegt, að það fari neitt eftir stofnsérhljóði, hvor fallmyndin er. T. a. m. koma fyrir tvímynd- irnar vide og vidu af viður, Grunduelle og Vfittu af völlur og Skillde og Skifilldu af skjöldur. Björn Karel7 nefnir nokkur fleiri dæmi frá 16. öld um i-þf., og kemur það, sem hann segir, vel heim við það, sem áður var haft eftir Bandle um ástandið á 16. öld. Björn bætir því við á sama stað, að á 17. öld fái „þessi flokkur í heild sinni i-stofna fleirtölu”. I málfræðibók Runólfs Jónssonar, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1651,8 er gefin þessi regla á bls. 54.: „Accusativus Pluralis Masculin- orum formatur á Nominativo Plurali, rejecto R finali, ut ab hestar est hesta... Sic á Daler Dale / hvaler hvale / Saler Sale / Vetter Velle / etc." Þarna slæðist með u-stofnaorðið völlur. Hvort óhætt er að túlka þessa reglu Runólfs svo, að þf. flt. í upprunálegum u-stofnum hafi yfirleitt endað á -i í hans máli, skal ósagt látið, enda hefur málfræði hans yfirleitt ekki talizt til hinna traustari heimilda. I málfræði Jóns Magnússonar, Grammatica Islandica, sem samin er á árabilinu 1733—38, 1 Altn. Grammat., bls. 274. Rétt er að geta þess í þessu samhengi, að við lauslega athugun á orða- safni Onnu Holtsmark (Ordforrádet i de norske hándskrifter til ca. 1250, ved Anne Holtsmark, Oslo 1955),fannst eitt dæmi um þf. flt. á -i: ttmi (af limur) við hlið limu. 2 Sjá Finnur Jónsson, Skjaldesprog, bls. 55. (Dæmið er reyndar úr Laufáss-Eddu.), Noreen, bls. 273. og Isl. tunga í fornöld, bls. 207. Ennfr. A. M. Sturtevant, Scandinavian Studies, 19-, bls. 82. 3 Um ísl. orðm., bls. 22. Sjá áður tilvitnuð ummæli Bandles, gr. 1.2.4. 4 Stefán Karlsson: Islandske orginaldiplomer indtil 1450, Ed. Arnamagnæanæ, Ser. A. vol. 7., Khöfn. 1963. 5 Jón Helgason: Málið á Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar, Safn Fræðafélagsins VII, Khöfn. 1929, bls. 53. o. áfr. 6 Die Sprache, bls. 241—242. 7 Um ísl. orðm., bls. 84. s Grammaticæ islandicæ rudimenta... per Run- olphum Jonam, Hafniæ 1651. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.