Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 19
virðist hægt að gera grein fyrir stofntilbrigðum þeirra með morfófónemískum reglum, ef gengið er út frá grunnmynd með e. Eftir sniði III beygjast reglulega skv. Valtý Guðmundssyni 5 orð auk tveggja óreglulegra, ás og spónn. Þessi orð, sem hafa á í stofni, i nema spónn, hafa i-hljv. {ce) á undan i-hljóð- varpsendingum. Snið IV er heldur strjálbyggt, þar er sonur eina orðið, en það sýnir i-hljóðvarp í sömu föllum og snið III, svo e. t. v. má fella þessi tvö mynztur saman í eitt. III Sagan 3.0 Hljóðsögulegar breytingar í íslenzku hafa fæstar haft mikil áhrif á þróun hinna fornu u-stofna, t. a. m. tilkoma stoðhljóðsins, r “* ur /C— | f | í áherzlulausu atkvæði og breytingarnar 9, 0 > ö og i, y > I. Þessar breytingar ollu ekki samfalli neinna beygingar- mynda í u-stofnum. Hins vegar olli samfall löngu sérhljóðanna á:ó og ó:nefjað ó nokkurri röskun. Þá féllu saman stofnsérhljóðin í orðum, sem beygjast eins og háttur, í fornmáli hóttr (t. a. m. blóstr bólkr (< bplkr), dróttr. gróðr, hQttr, órr, Óss), í nf., þf. et. og þf., þgf. flt. annars vegar og ef. et. og flt. hins vegar. I orðinu spónn, í elzta máli spónn (nefjað <?) gerðist það, að í nf., þf. et. og þf., þgf. flt. kom upp ó, sem nýtt stofnsérhljóð í þessum beygingarflokki, en beyg- ingu þessa orðs að fornu hefur mér ekki gefizt tími til að rannsaka nægilega vel til að fullyrða neitt um hana, en þess má geta, að það hefur í nútíðarmáli reglulega ef.-myndina spóns (ekki spánar).Breytingin ó (nefjað),ó > ó er talin ger- ast á 11. og 12.öld og breytingin 9, á > á á svip- uðum tíma eða nokkra síðar.1 Þessar tvær breyt- ingar, og þó sérstaklega samfall ó og á, hafa á sínum tíma valdið nokkrum klofningi í beyg- ingarflokki u-stofnanna, þar sem skil mynduð- ust á milli morfófónemísks breytingamynzturs í stofni þeirra orða, sem samsvara I og III beygingarsniði í nútímamáli (köttur: kattar, háttur: háttar.) Hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir þróun u-stofnanna á síðari öldum, skal ósagt látið að sinni. Nokkuð er um það, samkvæmt handbókum, að útjöfnun eigi sér stað milli falla í sérhljóða- tilbrigðum rótar. Nokkur dæmi slíks í þgf. et. í fornmáli eru nefnd í 1.2.3 hér að framan. Þessar breytingar er ekki hægt að segja, að hafi verið mjög afdrifaríkar í sögu u-stofnaflokksins í heild. Myndir eins og ef. flt. björna og hjörta eða þgf. flt. birnum, skilldum, sem Bandle nefnir, að komi fyrir í Guðbrandsbiblíu,2 held ég ekki, að hafi skipt miklu máli í þróun beygingarflokksins. Hins vegar eru þess dæmi, að einstök orð hafi annað hvort klofnað í tví- myndir eða tekið upp eitt sérhljóð í stofni, þar sem áður voru fleiri. Afdrifaríkast var þetta í orðum, sem beygjast að fornu eins og fögnuður, en þar komu upp tvö beygingarsnið.3 Annars held ég, að í nútímamáli sé svona óregla í stofnsérhljóðum sjaldgæf. 3.1 Sú breyting, sem fyrst blasir við, ef borin era saman beygingardæmin í 2.0 og 1.1, er sú, að þf. flt. hefur fengið endinguna -i (+ i-hljóð- varp) í stað endingarinnar -u (-0) (+ u-hljv. eða klofning) í fornu máli. Ending þessi mun upprunalega hafa átt heima í i-stofnum (nf. staðir, þf. staði), en á þeim tíma, sem sennilegt er, að þessi breyting hafi orðið í u-stofnunum er endingamynztrið -ir, -i, -um, -a í flt. í nokk- urri sókn og útbreiddara en það var í fornu máli.4 Noreen telur, að endingin -i (+ i-hljóðvarp) 1 Sjá t. a. m. Hreinn Benediktsson: Early Icelandic Script as Illustrated in the Vernacular Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries, Rvík. 19'6 5, bls. 62. 2 Die Sprache, bls. 244., sbr. ennfr. Málið bls. 56., Isl. orðm., bls. 22. og myndina giallti af göltur hjá Jóni Magnússyni. Sjá gr. 3.1 hér á eftir. a Sjá t. a. m. Bandle: Die Sprache, bls. 242—46. Sjá ennfremur gr. 1.1. hér að framan, nmgr. 2. 4 Sjá t. a. m. Bandle: Die Sprache, bls. 192 o. áfr. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.