Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 10
en tilgátan um það, að Snorri hafi þegið ísland
sem jarlsdæmi úr hendi Skúla hertoga er frá-
leit. I fyrsta lagi hafði Skúli ekki enn tekið
sér konungsnafn, en í þann tíma var það aðeins
á valdi konungs að úthluta því um líkri nafn-
gift. I öðru lagi hafði Skúli ekki nokkurn ráð-
stöfunarrétt á Islandi. I þriðja lagi var Skúli að
undirbúa valdatöku í Noregi en ekki á Islandi.
Lengi framan af töldu menn, að fólgsnarjarl
merkti leynilegur jarl, en Guðbrandur Vigfús-
son bendir fyrstur manna árið 1878 á tengsl
viðurnefnisins fólgsnarjarl og eyjunnar Fosn eða
Folgsn, sem er utan við mynni Þrándheims-
fjarðar. Nils Hallan bendir á það í nýútkomn-
um Skírni, (R.vík. 1972) að allar vangavelmr
um hina málfræðilegu hlið viðurnefnisins
fólgsnarjarl leiði að þeirri niðurstöðu, að það
geti ekki merkt leyndarjarl. Enda er ólíklegt, að
Styrmir hinn fróði, sem var vinur Snorra og
bjó um tíma hjá honum í Reykholti, hafi gengið
það til með árstíðarminnisgrein sinni. að koma
landráðastimpli á Snorra. Artíð er dánardægur
látins manns, á þeim degi skyldi sálumessa
hans haldin árlega. Styrmir hefur með ártíð-
arminnisgrein sinni viljað tryggja það, að sálu-
messa yrði haldin árlega yfir Snorra á réttum
degi.
Þá er að snúa sér að skýringu Guðbrands
Vigfússonar þeirri, að Skúli hafi gert Snorra
að jarli yfir eyjunni Folgsn fyrir utan Niðarós
í væntanlegu konungsveldi Skúla sjálfs. Fosna
var konungseign á miðöldum. Þar var aðeins
ein jörð. Þar sat sýslumaður Hákonar konungs
Hákonarsonar. Fyrsta verk Skúla hertoga, eftir
að hann hefur tekið sér konungsnafn haustið
1239, var að senda menn sína út á Fosnu þeirra
erinda að drepa menn konungs þar.
En sé það rétt, að Skúli hafi gert Snorra að
jarli yfir Fosnu, þá hlýtur sú spurning að vakna,
hver hafi verið hinn stjórnmálalegi tilgangur
hans með því. Takmark Skúla sumarið, sem
Snorri dvaldi hjá honum, var að leggja undir
sig Noreg, og honum reið á að koma sér upp
góðum bandamönnum bæði heima fyrir og eins
í næstu nágrannalöndum. Nils Hallan kemur
með þá skýringu á jarlsdæmi Snorra á Fosnu,
að Skúli hafi ætlað að setja þar niður stóran
hóp vígra Islendinga, svo að áhættusamt yrði
fyrir Hákon konung að sigla norður til Niðar-
óss. Hallan bendir líka á, að Skúli skaut því á
frest að taka sér konungsnafn, ef til vill beið
hann eftir liðstyrk Islendinga, sem brást? En
seinna um haustið mistókst valdataka Skúla her-
toga, og var hann drepinn af konungsmönnum.
Hákon konungur var Snorra reiður fyrir sam-
skipti hans við Skúla Bárðarson, og krafðist
hann þess, að Snorri yrði flæmdur utan á sinn
fund ellegar drepinn. Var Snorri höggvinn í
Reykholti 23. september 1241. Það verk lét
Gissur Þorvaldsson vinna.
VI.
Allt frá dögum Haraldar hárfagra höfðu kon-
ungar í Noregi verið að reyna að skapa sér
sterkt ríkisvald, en það er ekki fyrr en á dögum
Skúla jarls og Hákonar konungs Hákonarsonar,
sem þetta tekst að fullu.
Uppreisnir bænda víðsvegar á fyrstu ríkis-
stjórnarárum Hákonar konungs Hákonarsonar
voru síðustu tilraunir þeirra til að hamla þeirri
þróun. Fyrsti votturinn um utanaðkomandi kúg-
un er skattlagning á bændur og jarðir þeirra.
I Heimskringlu lýsir Snorri oft og vel baráttu
bænda gegn skattkúgun konunganna. Hákon
góði hlaut t. d. viðurnefni sitt vegna þess, að
„þessi Hákon vildi hverjum manni gott og bauð
aftur að gefa bændum óðul sín, þau er Harald-
ur konungur hafði af þeim tekið". (Heimskr.
1911, bls. 70)
✓
I tímanna rás tókst þó að brjóta niður þjóð-
félagsstofnanir ættarsamfélagsins og svipta
þannig bændurna því valdi og þeim rétti, sem
þær stofnanir höfðu veitt þeim; í stað hinna
fornu bændaþinga komu samkundur embættis-
manna, þeirra, sem konungur skipaði. Ættar-
samfélagið hrynur saman, en konungsríki stór-
höfðingja rís á rústum þess.
A Islandi hefur bændastéttin þegar um 1200
glatað miklu af efnahagslegu og pólitísku valdi
sínu í hendur höfðingja og kirkjuvaldsins.
10