Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 42

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 42
fullorðnu til náms og meðferðin á Dídíju sýnir, að þorpsbúar eru jafn vangefnir siðferðislega og fávitar. Og yfir og umhverfis þessi herlegheit svífur brælan úr verksmiðjunni, peningalyktin. En hvað hefur okkur verið sagt með jjessari bók? Mér finnst það býsna ljóst. Þorpið sjálft, peningalyktin, siðleysið og ljótleikinn eiga rætur sínar fyrst og fremst að rekja til stríðsins og hersetunnar. Okkur er þannig sýnd ófegruð sú uppskera, sem sáð var til, þegar fyrsm hermenn- irnir settust hér að og „fólkið fór að bíða eftir gjöfum." „Það sefur í djúpinu" er því þörf og ákaflega tímabær ádeila á dvöl amerísks hers í landinu — fyrr og síðar. Dagný Kristjánsdóttir. Jökull Jakobsson Klukkustrengir Leikhandrit Þjóðleikhússins Júní 1973 Persónur leikritsins: Jórunn, miðaldra ekkja Læla, dóttir hennar Haraldur, miðaldra maður Eiríkur, menntaskólanemi Rannveig, ung kona Kristófer, bankagjaldkeri Orgelstillarinn Sunna og kötturinn. 1. kafli. Persónur og tengsl þeirra Staða Jórunnar meðal persóna leiksins er nokk- uð sterk. Atburðirnir verða á hennar heimili. Þangað eru hin boðin á hverjum sunnudegi, í smákökur og sérrí. Auk þess er hún áhrifa- manneskja í þessu bæjarfélagi. Hún er í stjórn kvenfélagsins og fínir gestir, sem eru í bænum, koma gjarnan til hennar. Mat annarra leikpersóna á henni er skýrast hjá Haraldi og Rannveigu. Hjá Haraldi er það jákvætt í upphafi, en verður neikvætt. Rann- veigu er öfugt farið. Fyrst í stað er mat henn- ar á Jórunni neikvætt, en verður jákvætt. Hjá Haraldi verður breytingin, þegar hann hefur leitað eftir ástasambandi við Jórunni, tii þess að skapa sér lífsfyllingu, en verið hafnað. Hjá Rannveigu verður breytingin, þegar hún hefur leitað eftir ástasambandi við orgelstillarann, til þess að skapa sér lífsfyllingu, en verið hafnað. Það er ekki sjáanlegt, að nein breyting verði á sjálfsmati Jórunnar, en hún endurmetur að- stæður sínar. Mat hennar á kvenfélaginu er jákvætt í upphafi, en verður neikvætt. Sú breyt- ing verður, þegar hún hefur leitað eftir yfir- náttúrulegu sambandi við Orgelstillarann, fyrir sína hönd og kvenfélagsins, en mistekst. Þegar svo er komið, hafnar Jórunn kvenfélaginu, en leitar þess í stað eftir ástasambandi við Harald, til þess að skapa sér lífsfyllingu með því móti. Kvenfélagið var áður orsök þess, að Jórunn hafnaði Haraldi, því að hún leitaði lífsfylling- ar sinnar í því og hafði ekkert við hann að gera. Nú er það afmr á móti hann, sem hafnar henni, vegna þess að í millitíð leitar hann eftir ástasambandi við Rannveigu. Hún hafnar hon- um og hann sannfærist um, að hann sé gamall asni, sem geti hvort eð er ekki skapað sér neina lífsfyllingu. Orgelstiliarinn, Læla og Eiríkur mynda ann- an ámóta samskiptahóp og þann, sem þegar hefur verið lýst. Eiríkur fer á fjörurnar við Lælu, sem hafnar honum og fer á fjörurnar við Orgelstillarann, sem hafnar henni. Alveg hlið- stætt við Jórunni mistekst Lælu þannig að ná lífsfyllingu út úr Orgelstillaranum. Hún mang- ar þá til við Eirík, sem hún átti í bakhöndinni rétt eins og Jórunn Harald. Því miður er Eiríkur þá búinn að missa allan áhuga á draumadísinni, rétt eins og Haraldur. Til þess að auka leikritið nokkurri kímni, er bankagjaldkeranum Kristófer bætt í hópinn. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.